Spegillinn - 31.12.1970, Qupperneq 9

Spegillinn - 31.12.1970, Qupperneq 9
SMÁAUGLÝSINGAR Tilboð óskast í smíði fanga- búða fyrir strokuþingmenn. Tilhögun búðanna verður með svipuðu sniði og hinna vin- sælu vinnubúða í Síberíu. Teikningar og verklýsing fást hjá MÍR. Austri. Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að ég er mesti fjölmiðill landsins. Hafsteinn. Tökum vel á móti flóttafólki frá vinstri. Reynum ætíð að laga okkur að allra aðstæðum. Gylfi. Hef opnað kvöldskóla fyrir væntanlega tryggingafræðinga. Guðjón Hansen er velkominn. Aðeins vélstjórar og ekki skip- stjórar fá aðgang. Sigurður Ingimundarson. Sími ÁTVR utan skrifstofu- tíma verður hér eftir sem hing- að til 22440. Munið- okkar góðu þjónustu og fáið áfengið sent heim gegn vægu gjaldi. ÁTVR. Sjö hlekkir óskast til að halda saman þingmannahóp. Þurfa að vera mjög rammgerir. Skil- yrði er, að aðeins gangi einn lykill að þeim öllum. Lúðvík & Magnús. Að kröfu landsbankans, Iðn- aðarbankans, Útvegsbankans, Búnaðarbankans og Seðla- bankans verður haldið nauð- ungaruppboð á lánstrausti Ólafs R. Grímssonar, hvar sem það kann að finnast, ásamt ógjaldföllnum skuldum hans. Dr. Gengis Kahn. Tek að mér að friða óspekta- menn hvar sem er og hvenær sem er. Ragnar jarðskjálfti. Hér með tilkynnist, að dr Gengis Kahn hefur enn einu sinni verið kjörinn aðalbanka- stjóri vor. Seðlabankinn. Afkynjanir kl. 14-15 í félags- málaráðuneytingu. dr. juris Gunnlaugur Þórðarson. Draumaprinsinn, nuddtæki fyr- ir konur. öðlist lífshamingju. Aðeins auglýst hjá okkur. Morgunblaðið. Á flokksráðsfundi vorum var einróma samþykkt að vinna áfram að leið íslands til sósíal- isma á grundvelli viðreisnar- innar. Sjálfstæðisflokkurinn. Gamla kompaníið óskar eftir styrk til að kynna sér mengun kynlífs í öðrum löndum. Dagrún, Meyfróður & Allsbersson. Guð má ráða, hvar ég dansa önnur jól. Ekkert G. Þorsteinsson. Að gefnu tilefni viljum við enn undirstrika, að það er alrangt, að við séum á móti MAÓla Jó formanni. Það er enginn á móti honum nema fólkið. Tima Tóti & Tommi. Tek að mér skattaframtöl. Munið, að engum öðrum hefur tekizt það afrek að sanna á skattaframtali tap á rekstri tannlæknastofu. Reynið við- skiptin. Bergur Bjarnason lögvitringur. Hagur minn er hagur allrar þjóðarinnar. Óttar í Eimskip. Ferðaskrifstofan Sunna óskar eftir sjálfboðaliðum í ókeypis Mallorcaferðir. Blaðamenn, forstjórar og alþingismenn eru orðnir gegnsteiktir og útkeyrð- ir, svo að pláss eru fyrir aðra. Sækjum heim, sendum heim. Guðni á grensunni. Það var ekki Ólafur R. Gríms- son, sem samdi svörin fyrir MAÓla Jó formann í sjón- varpinu. Hinn óviðjafnanlegi var heldur ekki undir áhrifum annarlegra lyfja. Af gefnu til- efni. Tíma Tóti & Tommi. Tek á móti dauðu grasi úr Hafnarfjarðarhrauni. Ingólfur Davíðsson. Tek ekki mark á annáluðum ofstopamönnum eins og Ingólfi Davíðssyni. Ragnar álskalli. Félag ofskattaðra íbúa í Arnar- nesi verður stofnað eftir út- komu næstu skattskrár. Ólafur Einarsson fær ekki að mæta á fundinum. Denni dæmalausi Hermannsson. Notið okkar ágæta flúor til að örva hárvöxt yðar og annan viðkvæman gróður. Ragnar og Vilhjálmur álkóngar. Gjaldþrota kaupfélög. Munið hin hagkvæmu gjaldþrotakjör okkar. Vil láta aðra skuldar- eigendur tapa og hirðum eignir yðar á spottprís. Mottó okkar er „Skipuleg gjaldþrot". Samband íslenzkra gjaldþrotafélaga. Næsta lag eftir mig mun heita „Táknmál ástarinnar“. 12. september. Meyfróður & Allsbersson hafa verið ráðnir áróðursmeistarar vorir. Þeir munu sjá um að dreifa auglýsingum um vafa- samar kvikmyndir vorar til dagblaðanna. Hins vegar sér Dagrún um hljóðvarpið. Hafnarbíó. „Skattsvik á skattstofunni", doktorsrit Jóns Sigurðssonar ráðuneytisstjóra er komið út. Magnús í Sana. Seyðfirðingar eru beðnir um að athuga að fremja ekki innbrot, nema togaralýðurinn sé í landi. Hann er yfirleitt svo fullur, að engu skiptir, hvort hann játar á sig tíu innbrotum fleira eða færra. Erlendur fágæti. Lögreglan biður ákeyrendur að taka upp hafnfirzkar venjur og gera út um mál sín á staðnum með hnefunum, í stað þess að vera að ónáða lögregluna, svo að Lögreglukórinn fái rýmri tíma til æfinga. Sigurjón Schutzstaffeln. Þeir, sem kynnu að hafa haldið, að það væri ég, sem var ráðinn til vinnu hjá Sjónvarpinu, eru af gefnu tilefni beðnir að gefa sig fram við geðlæknafélagið. Guðjón Einarsson blaðaljósmyndari. Alþýðusamband íslands—það er ég. Hannibal. Ef lýðurinn fær ekki brauð að borða, getur hann étið kökur. Ríkissjóður. Eru ekki einhverjar góðviljað- ar manneskjur til, sem nenna að tala um klám við útgenginn templara og dægurlagahöfund. Stúdentafélagið. 9

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.