Spegillinn - 15.12.1971, Side 3

Spegillinn - 15.12.1971, Side 3
LelÓavi Bœrilega gengur það hjá okkur þessa dagana. Við Ugluspeglar megum vart vatni halda af hrifningu á stjórninni okkar. Þarna tvöfaldaði Halldóre skattana með einu pennastriki, sagði ríkisstarfsmönnum að éta það sem úti frýs og náði allri launahœkkuninni af pakk- inu í Alþýðusambandinu. Geri aðrir betur í svartasta skammdeginu. Vel lagað til myrkraverka skammdegið, það má nú segja. Og ekki lœtur hann Einar okkar að sér hœða. Ekki hafði hann mikið fyrir því að sannfœra Maó um nauðsyn þess að taka upp stjórnmálasamband við okkur Frónbúa. Skárra vœri það nú. Vorum það kannske ekki við sem áttum heiðurinn af því að koma karlinum í Sameinuðu þjóðirnar. Og svo er rifist um varnarmálin. Það er rétt, að það komi fram af- dráttarlaust, að við erum alveg sammála Einari Ágústssyni um, að framfylgja skuli ákvœðum stjórnar- sátimálans um brottflutning varnarliðsins í áföngum á. kjörtímabilinu. Og auðvitað erum við líka innilega sammála honum um, að endurskoða skuli varnarsamn- inginn og gera athuganir á því nú á næstunni, hvort herinn skuli látinn fara. Því það hefur komið skýrt fram, að þá fyrst mun utanríkisráðherrann okkar taka ákvörðun um brottflutning varnarliðsins, þegar hann hefur kynnt sér varnarmálin af eigin raun, sem verður nú á nœstu mánuðum. Við viljum líka taka skýrt fram, að við erum alveg sammála Einari Ágústssyni um það, að engin ákvörðun skuli tekin um brottvísun varnar- liðsins fyrr en alþingi hefur fjallað um málið, enda taki alþingi ákvörðun um brottflutning varnarliðsins. Svo leyfir Geir einhver almáttugur að segja, að fyrri reisn í meðferð utanríkismála sé ekki haldið. Við leyfum okkur að spyrja. Hefur nokkurntíma áður setið Her- foringjaráð hér í Utanríkisráðuneytinu? Hvað vilja menn hafa það meira? Er ekki rétt, að við friðlýsum utanríkisráðherra um leið og við förum að tillögu Jónasar hundadagaskálds og friðlýsum Norður-Atl- antshafið ? Spegillinri SAMVIZKA ÞJÓÐARINNAR Spegillinn kemur út 10 sinnum á árinu 1971. Áskriftargjaldið. 420 krónur, greiðist í febrúar. I lausa- sölu kostar blaðið 60 krónur með söluskatti. RITSTJÓRI: Jón Hjartarson. Sími 20865 kl. 17-19 AÐALTEIKNARI: Ragnar Lár. Sími 83065. pósthólf 594, Filmusett og prentað í Lithoprenti. EFNISYFIRLIT: 4 Er gátan um uppruna íslendinga leyst ? 6 Vor (ljóð) 7 Smáauglýsingar 8 Pétursskip í Selskeri 9 Dulræn reynsla mín 10 Dagur í lífi heiðursmanns 15 Mestur allra þjóðarsómi (Ijóð) 16 Leikfang mánaðarins 18 Bréf frá Ali-Tollo 19 Sjónvarp Spegilsins 22 Ólíó íslendinga 25 Saga Þjóðleikhússins 26 Tvennir tímar (ljóð) Með þessu síðasta blaði 41. árgangs fylgir stórt plakat af súpergrúppu Spegilsins, en hún er eins og allir vita: „Útlát og Óli“. Menn eru varaðir við að glata þessum kaup- bæti, því annars verða þeir að kaupa hann i búð fyrir heilar 200 krónur. I sumar mun stjórnin setja bráða- birgðalög um, að hver einasti stuðn- ingsmaður hennar, sem ekki hefur þetta plakat uppi á vegg hjá sér og staðinn er að verki, fái enga stöðu, ekki einu sinni skipun í nefnd. 3

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.