Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 9
lítillæti þeirra væri svo mikið, sem
á daginn kom: Hreyfðu þeir sig ekki
af skerinu í tvo daga, og hrifust allir
hér af slíkum vináttuvotti.
Fjörulalli.
MOTTÓ:
Ytar sigla austur um sjó,
öldujónum káta.
Skipió er nýtt en skerið hró,
skal því undan láta.
Staðarhóls-Páll.
Dulræn reynsla mín
(Eftir Gabríel Garibaldason,
varðskipinu ÆGI)
Þegar skip okkar strandaði, henti
mig fyrirburður sá, sem nú skal
greina:
Ég var nýfarinn til kojs, þegar draum-
konur okkar varðskipsmanna birt-
ust mér, allar þrjár, en þær höfum
við erft frá Eiríki Kristóferssyni, til
þess að þær vari okkur við, áður en
stórslys og sjóskaðar eiga sér stað.
Hefur Eiríkur minnzt á í einhverri
af sjálfsævisögum sínum, hve gagn-
legar slíkar draumkonur eru.
Ekki höfðu þær fyrr vitrast mér í
draumnum en ég hrökk fram úr
kojunni við ógurlegan hristing og
skarkala, — og þegar ég kom upp á
dekk, — var skipið strandað! Þetta
er eins satt og skipið stendur hér á
skerinu.
Vottar:
Pétur Sigurðsson, aðmíráll
Hafsteinn Björnsson, miðill.
9