Spegillinn - 15.12.1971, Side 11

Spegillinn - 15.12.1971, Side 11
Batta, þegar Víet-Nam stríðinu lýkur endanlega fyrir mitt tilstilli, eða þegar ég fæ friðarverðlaunin. Auðvitað fæ ég friðarverðlaunin alveg eins og Willy. Sættir austurs og vesturs. Alveg eins og ég. Og svo eru þeir eitthvað að segja, að hann láti ekki fækka í her- liðum. Hvað koma hermenn betri heimi við. Ég pípi nú á svoleiðis þvætting. Þegar ég verð svo búinn að koma á varanlegum alheimsfriði, þá kemur brottflutningur varnarliðsins af sjálfu sér. Þetta er hin leiðin og opin inn að lofa mér því, að ég skyldi ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af þessu helvítis varnarliði. Þessi smáborgara- bragur og innanlandskritur fara mér svo illa. Það sá ég bezt í stóru reisunni. „Ríkisstjórnin telur, að vinna beri að því að draga úr viðsjám í heiminum og stuðla að sáttum og friði með aukn- um kynnum milli þjóða og almennri afvopnun." Þessi orð stjórnarsáttmál- ans eru meira í mína ætt. Hver skyldi annars hafa varað Allsherjarþingið við því, að ég ætlaði að ávarpa heiminn. í báða enda, eins og einhver vitur maður sagði um lífsviðurværi sitt. Hin leiðin er fundin, ég fyrir mína parta hef staðið við málefnasamning- inn, að vísu með gífurlega langsóttu átaki, en án allra illinda og það er mergurinn málsins. Snjallt þetta hjá Magnúsi, að lengja kjörtímabilið um eitt núll, til að við hefðum betri tíma til að koma góðu áformunum okkar í framkvæmd. Annars hef ég líka enn aðra leið uppí erminni, ef í nauðirnar rekur. „Varnarsamningurinn við Bandaríkin skal tekinn til endurskoð- unar eða uppsagnar í því skyni að varnarliðið hverfi frá íslandi / áföng- um“. Þetta síðasta, taki menn eftir því, þessu tókst mér að læða inn í vélritun- inni og hinir skrifuðu undir án þess að uppgötva mitt lævísa bragð. í áföngum segir þar. Einn maður á ári, það gerir níuþúsund ára fram- kvæmd á brottflutningnum. Þetta benti Batti mér óbeint á með afborgunarskil- málunum á stóra láninu, sem hann fékk hjá mér um árið. Annars held ég að líf mitt sé að verða eitt andskotans varnarstríð. Mér veitti svo sannarlega ekki af mínu eigin varnarliði. Undar- legt að mér skuli alltaf att út í leiðin- legu hliðarnar á utanríkismálahlið mál- efnasamningsins. Magnús var þó bú- Þeir voru eitthvað svo undarlega fáir sem voru í salnum. Líklega hefur Kurt Waldheim ekki þolað samkeppnina og boðið þingheimi í gleðskap. Hefðu þeir látið svo litið að kynnast mér, þá er ekki víst nema aðalritari Sam- einuðu þjóðanna héti Guðbjartur Páls- son og þar með væri ég laus aftur. Koma á friði í heiminum færi mér ólíkt betur, þar er bókstaflega nauð- synlegt að láta aldrei uppi skoðanir sínar, nema loðnar, aldrei taka á- kvarðanir, nema loðnar, aldrei vera spurður óþægilegra spurninga af brjál- uðum útgerðarmönnum og lögfræð- ingum án þess að hafa fyrirfram leyfi 11

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.