Spegillinn - 15.12.1971, Page 22
Ólíó
íslendinga
’ ^ ^ \ fí ^ \ ff ^ \ lí ^ \ fí ^ ^
Dr. Kortér, sálfræðigeðlæknir Speg-
ilsins, hefur að undanförnu verið
önnum kafinn við greindarmælingar.
Stafa annirnar aðallega af tilkomu
nýju ríkisstjórnarinnar og Hinnar
nýju stéttar, sem tekin er við völd-
um hér á landi. Eins og nærri má
geta er ekki um auðugan garð að
gresja í því liði, en þó hefur Kortér
ekki reynzt nauðsynlegt að fram-
lengja skalann niður á við.
Birtast hér nú samkvæmt venju
nokkrar mikilvægustu ólíó-mælinga-
niðurstöðurnar frá yngstu athugun-
um dr. Kortérs. Eins og menn muna
spannar ólíó-skalinn frá +4 upp í 9.
Núllpunktur kerfisins er miðaður
við Ekkert Nei múrarameistara, sem
hefur 0 ólíó, og hin minnsta pósitíva
eining er miðuð við Ólíó forsætis-
ráðhéra, sem mælingakerfið í heild
er kennt við, og hefur 1 ólíó.
Enginn hinna nýmældu slær við
höfuðsmanni mælinganna, Birni á
Löngumýri, sem hefur 5 ólíó og
hefur tryggt sig þar í sessi með því
að láta ekki hafa sig í að undirrita
stjórnarsáttmálann. En hann hefur
fengið harðari samkeppni en áður,
því nú hafa í fyrsta sinn mælst tveir
menn með 4\ ólíó.
Annar er auðvitað enginn annar en
Siggi Óla lögfræðingur, sem er helzta
gáfnastjarna sjónvarpsins. Þótt hann
hafi að vísu verið mátaður af kell-
ingu undir lokin, tökum við ekkert
sérstakt mark á því, af því að Kortér
hefur af feimnisástæðum ekki enn
viljað ólíómæla konur. Þessari tröppu
greindarstigans deilir Siggi með Af-
réttaranum, sem hefur sýnt feikilega
snilli við að halda sér á floti og auka
viðskiptahróður sinn, þrátt fyrir allt.
Gáfaðasti ráðherrann, Lúðvík Jó-
sepsson, náði fjórum stigum og er í
sama báti og Haralz og Njarðvík,
þótt hann beri ekki ættarnafn. Þessi
mæling er mikill sigur fyrir ríkis-
stjórnina, því að Lúðvík bætir einn
það upp í plús, sem framsóknar-
ráðherrarnir samtals setja stjórnina
í mínus.
Jón Þórarinsson, yfirtrúður sjón-
varpsins og Bach-sérfræðingur, náði
3\ stigi, einkum fyrir að sjá í gegnum
Flosa og hans billegu gamantrikk og
leyfa þjóðinni fremur að sjá eitthvað
klassiskt og merkilegt, eins og dag-
skrá sjónvarpsins ber með sér frá
degi til dags.
Hattímas ritstjóri, sem áður var
með 2\ stig, er nú kominn upp í 3
stig við hlið Óla Jóns krítikers,
einkavinar síns. Þessi frami Hattí-
masar stafar af frábærri frammistöðu
hans í sambandi við fyrirlestra Haga-
líns í Háskólanum. Ellert Schram
fótboltaþingmaður er einnig með 3
stig, enda er hann fyrsti þingmað-
urinn í sögunni, sem nær því afreki
að flytja frumvarp utan dagskrár í
alþingi.
Eins og menn muna hefur fram til
þessa ekki verið hægt að gefa upp
ólíó Jóhanns fyrrverandi, þar sem
það varði öryggi ríkisins á sínum
tíma. Nú er allt í lagi að segja frá
því, að það var \ stig. Eftir stjórnar-
skiptin hefur Jói hins vegar hoppað
upp í stig, bæði fyrir að hafa
losað sig við forsætisráðherrastólinn
og fyrir að benda þjóðinni á, að
Rússinn væri að koma.
Á plani Jóhanns er sjimpansinn
og Broddi yfírrektor, sem getur nú
ekki hækkað meira, því að nú er
Gylfi ekki lengur til að semja og
láta samþykkja frumvörp um Kenn-
araskólann. Þetta lið er allt neðan
við heimsmennina Þvermóð Otter-
sted, Glókoll á Tímanum og Magnús
Austra, þann sem uppgötvaði raf-
magnið.
Jón Skaftason hefur hækkað úr
í -hl fyrir stuðning sinn við her í
landi og fyrir að láta ekki hippana
í flokknum segja sér fyrir verkum.
Flokksbróðir hans, Þórarinn á Tím-
anum, fær heldur hærra eða O, sem
raunar er lægri tala en flestir bjugg-
ust við. En staðreyndin er sú, að
Þórarinn varð ekki utanríkis og
verður að líða fyrir þann skort á
framgangi.
Sjálfur utanrík-iss, Einar Ágústsson,
hefur -=-2, ef mark er á slíkri tölu
takandi, því að ólíó hans virðist
vera á hraðri niðurleið. Upphaf-
lega var Einar með -U, þegar hann
lét hafa sig í að verða utanrík-iss.
Síðan hefur hann lækkað um einn
tíunda úr ólíói í hvert sinn, sem hann
hefur opnað munninn.
Með honum í -f2 er Flosi, sem ekki
hafði vit á að koma þætti sínum í
gegnum yfirtrúð sjónvarpsins og
missa af hálfu milljóninni, sem hann
ætlaði sér að ná út úr honum. Ef
svo fer, sem horfir, að Flosi verði
utanríkisráðherraefni núllista, verð-
ur þó að hækka hann lítillega, svo
hann verði ekki á sama plani og
Einar.
Þröstur hornhrútur hefur nú fengið
22