Spegillinn - 01.07.1983, Page 17

Spegillinn - 01.07.1983, Page 17
UTSALAI SPEGILLINN hitti sinn uppáhaldsráðherra á dögun- um þegar hann var að koma úr kaffi í Pfaff. Par hafði „hvíta perlan" drukkið morg- unsopann með Lúðvík Jós- epssyni, Magnúsi handklæða, Jónsteini í Káii og kenningu og fleirum og sagði að sér liði vel, Lúðvík hefði gefið sér hugmynd Hugmynd? spurðum við. - Hann Lúðvík er svo snjall, synd að hann skuli vera kommúnisti. Hann lagði til að ég seldi eitthvað af þessum ríkisfyrirtækjum. kannski öll. Nú? Göptum við í forund- ran, því að þegar stórir kaliar fá hugmyndir, þá gapa þeir litlu. En er þetta ekki þín hug- mynd? - Ég fæ sem betur fer aldrei hugmyndir. Ég hugsa mjög lítið. Ég hugsa lítið, en ég hugsa hratt. Hefurðu ekki les- ið ævisögu mína, þessa sem kom út fyrir síðustu jól? Þar lysi ég sjálfum mér vandlega. Ég bendi mönnum t.d. á hið heimsfræga snarræði mitt. Heldurðu að það hafi verið út í bláinn að ég var rnesti markaskorari sem knatt- spyrnuveröldin hafði augum barið, þegar ég var upp á mitt allra besta? En, sögðum við, þetta með að selja ríkisfyrirtækin - er ekki við búið að grínistar og kommúnistar skilji ekki snilldina í þessu og segi að þú viljir selja sjúkrahúsin og Tryggingastofnunina og jafn- vel ATVR? - Það kemur mér ekki við, sagði þá átrúnaðargoðið og fór yfir Laugaveginn á rauðu ljósi, fálmaði í leiðinni inná sig og dró upp lítinn smávind- il. - Gjörðu svo vel vinur, sagði hann, - finnst þér ekki gott að reykja? Mér finnst svo gott að totta þessa stóru vind- la, sagði hann og kveikti í ein- um sem rninnti einna helst á vestfirsk grjúpán eða lögreglukylfu,-en þú ert ekk- ert fyrir þá stóru, þaðer ég viss um; eru þeir ekki góðir þessir litlu? Þeir eru stórkostlegir, sögðum við. - Já, þeim er smyglað fyrir mig, þessum stóru. sagði séníið. - Hvaða fyrirtæki gætirðu hugsanlega selt? spurðum við. - Þetta má allt fjúka, bless- aður vertu. Það sagði Lúðvík. Mér hefur dottið í hug að selja Hæstarétt. Þór getur rekið þetta sjálfur, úr því að hann þykist vera þessi kapítalisti og stuðningshækja okkar í einka- framtakinu. Svo sel ég náttúr- lega Hagstofuna. Það hefur enginn neitt með hana að gera, bara skriffinnska og moð. Svo sel ég allt í sam- bandi við síld og fisk og so- leiðis. En á ekki Tolli Síld og fisk? spurðum við. - Hvaða Tolli? Já hann Tolli. Nei, þá get ég ekki selt það. En ég get selt hafnirnar og ég er að hugsa um að selja vegina. Það er þannig á Ítalíu. Þjóðvegir eru í einkaeign og bara innheimt gjald þegar menn fara yfir jarðamörkin. í staðinn fá menn ótakmarkað rnalbik og margbreiðar hraðbrautir. Viltu kaupa nokkra kílómetra? Kemur til mála að selja þjóðkirkjuna? spurðum við. •- Þjóðkirkjuna, sagði „hvíta perlan", - ja manni er náttúrlega ekkert heilagt, því ekki það. Ég hef aldrei verið kirkjumaður, þótt ég sé trú- aður. fer með bænirnar á kvöldin og les í Biblíunni og allt það sko. Já, ég er viss um að það væri hægt að reka kirkjuna með hagnaði, því ekki það. Góð hugmynd. Annars er það andinn sem skiptir mestu, auðvitað getum við selt sjúkrahúsin, allt heilbrigðis- og menntakerfið, en það er afstaðan sem gildir. Að menn séu viljugir að bjarga sér og séu ekki að' þessu menntanuddi og helv... aumingjakjaftæði. Við erum allir kóngar hér á íslandi, ekki satt? SPEGILLINN 17

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.