Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 21

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 21
Jón G. Sólnes, uppboðshaldari á Akureyri og fyrrv. al- þingismaður, verður með merkilegt uppboð við upphaf Hundadaga, þann 13. júlí n.k. Verða þar boðnir upp ýmsir gripir sem áður voru í eigu merkismanna. Hefur það verið eitt helsta áhugamál Jóns sfðan hann lét af störfum sem „Heilög þrenning". Skúlptúr í plast, gerð af síra Bolla Gúst- afssyni í Laufási meðan hann stundaði guðfræðinám. Fyrstu leðurskór Vilborgar Dagbjartsdóttur, skáldkonu. Fundarstaður Vatnsdalseyri v. Seyðisfjörð. Hamarlnn sem Rolf Johann- sen, stórkaupmaður, notaði við mótauppslátt og nagl- hreinsun þegar hann reisti hús sitt í Laugarásnum. Kókflaska sem Egill Stuðmað- ur drakk úr og henti í Hallorms- stað við upptöku á Stuðmann- amyndinni Með allt á hreinu sl. sumar. Síðasti sigarettupakkinn sem Sighvatur Björgvinsson, fyrrv. alþm., reykti í Sjónvarpinu um árið. Ovíst er með uppruna eldspýtnanna, en þær voru einnig í eigu Sighvats. Jólatrjáamót Landgræðslu- sjóðs; glataðist úr safni Hák- onar Bjarnasonar, fyrrv. skóg- ræktarstjóra. „Pór minn íhugar dóm“. Tré- skurðarmynd sem Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, vann í eik og gaf bónda sínum daginn sem hann var skipaður dómari í Hæstarétti. Endursend maríneruð síld, sem Rússar neituðu að gútera. Framleidd hjá K. Jónsson og Co. á Akureyri með fölskum merkimiða, sem er svínsleg framkoma. formaður Kröfluvirkjunarstjórnar að safna hlutum sem þessum og forða þeim frá glötun. Er þetta einstakt safn og mjög verðmætt. Jón veitti Speglinum góðfúslega le.yfi til að birta nokkrar svipmyndir úr safninu. o Þumalskrúfan sem var vernd- argripur Lúðvíks Jösepssonar, fyrrv. ráðherra, meðan hann velgdi ráðherrastóla. Úr leikfangasafni Geirs Hall- grímssonar. Hans fyrsta leikfang. Geymt í spíritus. Skírlíf istappi. Fyrst í eigu Björns Þórðarsonar, fyrrv. forsætisráðherra, síðar Þórðar sonar hans. Ekki er vitað fyrir hvern hann var gerður í upp- hafi. Steinn sá sem Steingrímur Hermannsson er skýrður í höf- uðið á. Líparit og móberg. Tryggðarpantur sem Gerva- sóní fékk Guðrúnu Helgadóttur þegar hann hélt utan um árið í boði Gunnars Thoroddsens. Afsteypa af styttu af síra Emil Björnssyni, sem söfnuðurinn ætlar að láta reisa af honum framan við kirkju Óháða safn- aðarins. Steinasafn Helga Skúlasonar og Helgu Backmann, leiklistar- manna, en þau hættu steina- söfnun þegar farið var að vinna innlendar auglýsingar fyrir Sjónvarpið. „Anna, kanna, pottur og panna“ stóð á merkimiða með þessum grip. Úr dánarbúi Ónnu frá Stóru-Borg, sem Jón Trausti gerði fræga á sínum tíma.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.