Spegillinn - 01.07.1983, Page 27

Spegillinn - 01.07.1983, Page 27
FRETTIR Leiðrétting Þaðerekki rétt, semsegirí síðasta fréttadálki Spegilsins, 2.tbl., maí 1983, að éghafi dvalið langtímum saman í afmælisveislu hjá Stefáni Jónssyni. Þegarégkomí veisluna voru drykkjarföng á þrotum. Eg stoppaði því ákaflega stutt. Steingrímur Hermannsson, forsœtisráðherra. Geysir seldurúrlandi Hinn heimsfrægi goshver, GeysiríHaukadal, hefur verið seldur úr landi. Menntamálaráðherra, sem hafði yfir hvernum að segja, sagði á blaðamannafundi sl. mánudag, að þjóðin hefði ekki lengur efni á að eiga Geysi; ótrúlegt magn af innfluttri grænsápu færi í að mana hann til að gjósa hverju sinni, auk þess sem kísilmengað vatnið gjöreyddi öllum gróðri á hverasvæðinu. Það var verslunarfulltrúi sovéska sendiráðsins sem keypti hverinn. Verður hann settur upp á Rauða torginu í Moskvu. Hugsa Russarnirsér gott til eyðingarmáttar kísilvatnsins, aðsögn menntamálaráðherra. Stefnum á toppinn „Það er algjörlega óviðunandi“,segirí trúnaðarbréfi viðskiptaráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen til Spegilsins, „að við skulum aðeins veraí8. sætihvað verðbólguhraða áhrærir meðal þjóðanna, og það á eftir vanþróuðum ríkjum á borð við Bólivíu, Perú, Brasilíu og Zaire. Á þessu sviði höfum við íslendingar möguleika á að skara langt fram úr öðrum og ná yfirburðaforystu. Að því mun ríkisstjórnin vinna. Við stefnum átoppinn. Þessu vildi ég fá að koma á framfæri í stjórnarmálgagninu,“ skrifar viðskiptaráðherra að lokum. Geir afþakkar GeirHallgrímsson, utanríkisráðherra, hefur ritað Speglinum bréf, þar sem hann afþakkar gott boð um að gerast dreifingarstjóri Spegilsins úti á landi. Segir í bréfi hans, að hann hafi verið kvaddur til annarra starfa. Kvaðst Geir þó vilja leggja sitt af mörkum til að Spegillinn mætti verða það menningarrit, sem stefnt hafi verið að og fyrir vikið sendi hann eitt ljóð til birtingar. Spegillinn þakkarGeir hlýtt viðmót, svo og hið stórkostlega ljóð hans, sem birt er annars staðar í blaðinu. Mun Spegillinn halda starfi lausu handa Geir fram undir veturnætur, vegna ótryggs ástandsíþjóðmálum. Gleymdi engu „Þessir pólsku dallar? Nei, ég var nú svo sem ekkert búinn að gleyma þeim,“ sagði Steingleymur Hermannsson, forsætisráðherra, aðspurður um skipakaupin frá Póllandi. „Og úr því verið er að atast í þessu get ég svo sem skýrt frá því, að það voru ekki barasta þessir tveir eða þrír togarar, sem um er að ræða. Ég inan ekki betur en ég hefði samið |um það við Gómúlka - eða hvað hann nú hét - að Walesa og strákarnir í Lenínskipasmíðastöðinni smíðuðu 33 systurtogara. Þetta var reyndar fyrsta raðsmíðaverkefnið af þremur semég samdi um. „Ég er að vísu ekki sjávarútvegsráðherra lengur, sem betur fer, en ég er viss um að hann Halldór veit um einhverj a góða og gegna framsóknarmenn sem langar til að spreyta sig á útgerð. Byggðastefnan er ekki dottin uppfyrir þótt komin sé ný og betristjórnílandið. Ognógur er fiskurinn í sjónum," mælti Steingleymur að lokum. Fögnuður og gleði Mikill fögnuður er ríkjandi í landinu vegna efnahagsaðgerða ríkisstj órnarinnar. Meðfylgj andi mynd tók Colm Henry, einn af ljósmyndurum Spegilsins, af einum af starfsmönnum Alþýðusambandsins þegar hann frétti um afnám samningsréttar og bann við launahækkunum. Hungurverkföll ? Það gengur fjöllunum hærra að ASÍ og BSRB muni hvetja félagsmenn sína til þess að fara í hungurverkföll frá og með næstu mánaðamótum til að drýgja ráðstöfunartekjur heimilanna. Bæði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Kristján Thorlaciusform. BSRB verjast allra frétta. Þó hrökk út úr Ásmundi að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um bann við verkföllum næðu ekki yfir hungurverkföll og því yrði slík aðgerð fullkomlega lögleg- ef af yrði. Prestarfagna Speglinum í ályktun prestastefnu segir svo áeinum stað: „Prestastefna íslands fagnar auknum skilningi á gildi siðbótarinnar.“ Spegillinn þakkar prestastefnunni þann vináttu- og hlýhug, sem felst í þessum orðum, og mun ótrauður boða kristna siðu sem hingað til. Ætlaðiað leita hælis Einnafforingjum neðan jarðarhreyfingarinnar A1 Fatha, Jassir Allha Kamel, kom til landsins á dögunum og baðst hælis sem pólitískur flóttamaður. Útlendingaeftirlitið hefur hafnað beiðni hans þar sem hann hafði hvorki atvinnuleysi né íslenskt vegabréf. Myndina tók B j arki Elíasson, yfirlögregluþjónn, þegar Jassir Allha Kamel var í yfirheyrslu hjá útlendingaeftirlitinu. SPEGILLINN 27

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.