Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 40

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 40
Sá misskilningur hefur komist á kreik að leynd hafi átt að hvíla yfir vinnulista ríkisstjórnarinnar. Af því tilefni hefur Speglinum, sem stjórn- armálgagni, verið falið að birta listann í frumdrögum. Fara þau hér á eftir ineð upphaflegum athugasemdum. ---------------------------------------| 1. Til að fá þjóðina á okkar band stór- lækkum við tolla af ávöxtum (niður- soðnum), kókópuffsi og búsáhöldum. Áfengi (bús) lækki fyrir jólin (hækki tvisvar áður (verulega). 2. Selja Geysi, með eða án sápu. 3. Þingvellir ajseldir í heilum pakka. b)í pörtum. Nánar: bljFlosagjá, Pen- ingagjá og Bolabás. b2)Kirkjan, þjóðgarðsvörður - starfið - b3)f>jóðargrafreiturinn, selja aðgang (legupláss). Forkaupsrétt hafi Samtök handhafa ættarnafna. Ná upp betri nýt- ingu. b4)Taka upp samningaviðræður við Sögufélagið um að það kaupi einka- rétt á lausnum sögulegra próblema er tengjast staðnum, t.d. um staðsetningu Lögbergs, Lögréttu, búðarrústa ofl. sem óklárt er. b5)Uppboð á sumarbú- staðalöndum (fljótt). b6)Einkaréttur á pylsu- og hamborgarasölu innan þjóðgarðsins, lendi í góðum höndum. (Ekki Ásgeir Hannes.) 4. Stytta dagskrá sjónvarpsins í 45 mín. pr. viku og sýna einungis Dallas. 5. Leggja niður listamannalaun. (Steingr. Berti og frú Vigdís reddi mál- inu.) 6. Stækka bekki (í skólum) um helm- ing og fækka kennurum tilsvarandi. Sumarfrí kennara stytt til samræmis við sumarfrí annarra. (NB. Fella niður skattinn af ferðagjaldeyri). Verði látnir vinna að viðhaldi húseigna ríkisins á sumrin og garðyrkju á stjórnarráðsblett- inum og fleira sem til fellur. Vinni á póstinum í jólafríinu. 7. Selja námsgagnastofnun og Skóla- vörðubúðina (?). 8. Afnema óeðlileg fríðindi ellilíf- eyrisþega. a)Gleraugnakostnaður. b) Tannviðgerðir og gervitennur. c) Símakostnað, gigtarbönd, og marg- háttaða afsláttarmiða. (x)d) Úttektarletjandi ellilífeyris- greiðslufyrirkomulag. Á meðan; hvatt til að fólk taki ekki út ellilífeyrinn með hvetjandi bónuskerfi svo sem fríum jarðaförum. 9. Koma ýrnsunr útskerjum í lóg svo sem Geirfuglaskeri, Kolbeinsey, Horn- bjargi, Flæðiskerinu og Gróttu. 10. Leggja niður Skógrækt ríkisins (hefur fyrir löngu sannað vonleysi sitt), Landgræðslu ríkisins (best við hirðum sjálfir vélina og spörum tíma frá varðskipaferðum). Landhelgisgæslan; fjölga/fækka? 11. Selja prestaköllin og stuðla að vakningu innan hinnar Evangelísku Lúthersku kirkju. JLZ. Bjóða út löggæslu í smáum ein- ingum svo sem einstaka götur í þéttbýli. Umbuna sérstaklega þeim lögreglm. sem tekst að halda glæpalausum götum. Fangelsin afhent áhugamönnum um endurhæfingu. 13. Gefa SÍS Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. f móti komi, að það (Sísið) geri skrúðgarða og útivistarsvæði um- hverfis verksmiðjuna fyrir hið nýja byggingarhverfi höfuðborgarinnar. 14. Banna launahækkanir, afnema vísitölubætur, fella gengið (nokkrum sinnum). 15. Selj a eða gefa V eðurstofu íslands (óarðbært fyrir ríkið; 6000% fjölgun veðurfræðinga sl. 40 ár hefur ekki bætt veðurfarið, nema síður væri). 16. Vegir, hafnir og flugvellir fari í hendur einkaaðila (og kaupfélaga). Þessir aðilar fjármagni sína vegi flugvelli eða hafnir með tollheimtu. 16. Fækka aðalréttum úr 4 í 3 í mötu- neytum ríkisins. 17. Hundsbætur til Tómasar: Gefum honum Framkvæmdastofnunina úr því hann fékk ekki ráðherradjobb. Nb. Ath. einnig með nokkra aðra illa stadda kunningja. 18. Seljum ÁTVR. Ath. fyrst hverjir ættu að fá að kaupa. 19. Skattaafsláttur til þeirra sem kaupa fyrirtæki, vegi, prestaköll og Skólavörðubúðina (?) 20. Sérstakar láglaunabætur. Nýjar leiðir. Fela stjórnarmálgagninu fram- kvæmdina. MMk Samþ.: MB-AS-HS-GH-SH (m. venjul. fyrirvara) RH - MM - JH - AG - SH (iðnaðar). Vottar: Jóhannes Nordal Jón Sigurðsson Jónas Haralz 40 SPEGILLINN

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.