Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 39

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 39
I Steingrímur Hermannsson er einn þeirra stjórnmálamanna á íslandi sem aldrei hefur þurft að kynnast kjörum alþýðu. Hann erfæddur með silfurskeið í munni, einkasonur Hermanns Jónassonar fyrrverandi forsætisráðherra. Steingrímur hefur mikið dálæti á föður sínum og nriðað við það eftirlæti sem Steingrími hefur verið gert á uppvaxtarárum má furðulegt teljast að hann skuii ekki vera enn spilltari en hann er. Hann hefur lokið skólanámi með sæmilegum hætti en samhliða námi stundað kostnaðarmeira líf en almenn gerist. Hann hefur látið sig hafa það að vera á annarra framfæri lengst af og eftir að hann gerðist starfsmaður ríkisins hefur hann ekki látið sig muna um það að skrifa flestöll viðvik sín á ríkið. Hann er til dæmis eini maðurinn sem hefur skrifað reikning á ríkið fyrir það sem hann hefur tekið úr ísskápnum heima hjá sér. Steingrínrur er metnaðargjarn og hégómlegur. Það var hégómagirndin sem gerði hann að forsætisráðherra fyrir fáeinunr vikunr. Hefur Framsóknarflokkurinn aldrei keypt einn stól jafndýru verði. í þágu hégómleikans hefur Steingrímur ekki vílað fyrir sér að henda keppinautum sínurn á dyr; hann hefur þannig hreinsað þá út Ólaf Jóhannesson, Ingvar GíslasonogTómas Árnason. Skiljast þeir allir við Steingrínr í sárum og mun engum þeirra sárna þó að stjórnarforystan mistakist Framsókn í þetta skipti. Hefur enginn nraður nokkru sinni kostað því til sem Steingrímur gerir: Hann afhendir Sjálfstæðisflokknum nokkur ráðuneyti sem hann hefur ekki haft í þrjá áratugi. Hann framkvæmir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann gengur þannig um dyr í eigin ranni að þar liggja þeir flestir í sárum sem síst skyldi og helst hafa veitt Steingrími brautargengi á liðnum árum. Steingrími Hermannssyni er margt vel gefið. Hann er duglegur verknraður. Hann er smiður góður og hagur á tré. Hann er hæfur veiðimaður og ötull og hefur gaman af því að tefla á tvær hættur. Hann stóð á hælununr á brún Drangeyjar og þar stendur hann enn. Steingrímur er málugur með afbrigðum. Hann hefurafturogaftur orðið margsaga og tvísaga í veigamiklum málurn. Hann er reyndar svo kærulaus í þessum efnum að það er RALLADÓMAR: með ólíkindum að nokkur maður skuli lengurtakamarkáhonum. Enginn stjórnmálanraður íslenskur fer verr með íslenskt nrál en Steingrímur Hernrannsson sem slær saman orðum og orðtökum þannig að úr verður óskiljanleg þvæla - grautur. Þrátt fyrir þetta tekst honum oft vel að koma fram fyrir fólk. Hann hefur drengilega ásjónu og hefur farið í skóla í fjölmiðlahópi Franisóknar. Hann hefur lært þar meira enTómasÁrnason. Steingrími hefur tekist að blekkja nrarga annars skynuga menn með franrkomu sinni. Átakanlegasta dæmið úr hópi andstæðinga Steingríms er Svavar Gestsson sem ævinlega hefur borið Steingrími hið besta orð. Annað dæmi er GunnarThoroddsen. Þriðjadæmið er fjöldi kjósenda. Þeinr fer sjálfsagt fækkandi; atkvæði núverandi ríkisstjórnar verða ekki greidd blaðafulltrúa hennar, Steingrími Hermannssyni, heldurflokknum sem leggur til stefnuna. Þanniger líklegt að sú veldissól sem hæst rís í landinu um þessar nrundir muni áður en varir hnigin mjög til viðar, - kannski áður en þetta ár er allt. - Valli víðförli.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.