Spegillinn - 01.07.1983, Page 42

Spegillinn - 01.07.1983, Page 42
Silkihúfan (Ófullgerð ópera. Lokaþáttur, frumdrög með hortittum.) • • s Eftir Ornál Arnason Silkihúfan liggur í kuðli aftan uið rúmgaflinn. Tóti liggur í rúminu og segir í öngum sínum: Ó, Ranka ég reikull er rænulaus lon og don þegar ég í rúmið fer ryð ég í mig mogadon. Stynur áfram: Nú legg ég augun aftur og aftur, aftur sef. Bið að einhver kraftur upphefji allt mitt geð. Ranka svarar: Sofðei unga ástin mín úti þjóðin grætur. Þórður geymir gullin þín gamla Spegla og messuvín. Tóti enn: Upp skal á kjöl klífa köld er kommadrífa kjaft ég hætti að rífa pillurnar farnar að hrífa. Ranka í örvœntingu: Vertu hérna hjá mér vinur minn kær renni í brjóstið á þér verð ég alveg ær. Ritstjóri Spegilsitis kemur óvænt inn: Nú ber vel í veiði víst ég góma bæði Reitt mig hafa til reiði ruglukollar til bræði. Hvar er upplag allt umbrotið og síður. Gengið er fallvalt tíminn óðum líður. Ranka óttaslegin: Þórður geymir gögnin geymslu myrkri í. Þannig liggur lögnin leynum ekki því. Ritstjórinn œfur: Færið mér aftur fenginn fríðar myndir og væftar. Annars gróði enginn Albert einn til bænar. Tóti rís upp við dogg: Bestu lausn ég bíð berjumst uppí bóli. Heyjum þar um hríð heilagt koddastríð. Ritstjórinn æstur: Til reiðu er ég, reddí, rétt minn að heimta svo. Rönku ég ræni, steddí, ráði ég við þig sko. Ratika uppnumin: Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr brunið þið nú báðir fram. Þeir berjast með miklum atgangi nokkra hríð. Mikið fjaðrafok á sviðinu. Ranga flautar til leikhlés og setjast þau öll þrjú á stóran kodda á miðju sviði. Syngja í kór: Allt er gott sem endar vel öll á sama kodda. Það er sem oss þykir verst Þetta með hann Dodda þetta með hann Dodda saksóknarann Dodda. Silkihúfan hefst á loft og svíftir um sviðið þar til tjaldið fellur og áhorfendur eru skildir eftir t algjörri óvissu um endalok bardagans. (Höfundurinn, Örnál Árnason, hefur óskað aðgeta þess, að hann eigi lítillega eftir að fínpússa skýringar- texta. Að öðru leyti er verkið full- 42 SPEGILLINN

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.