Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 11

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 11
rikissaksóknara-t Ættfræðiþættir mínir vekja stöðugt meiri athygli enda er ættfræðin móðir allra fræðigreina og stjórnmála. Síðasti þáttur minn í Speglinum vakti svo mikla athygli að ríkissaksóknari gerði hann uptækan - en að vísu að því er ég ætla fyrir misskilning. Hinn ættgöfugi og ágæti maður, Þórður Björnsson, sem ég ætla að hafi aldrei séð umræddan þátt heldur orðið bitbein óviturra, ættlausra manna, er sagður þeirrar skoðunar að ég hafi farið með guðlast og klám. Ég skil nú bara ekkert í þeirri ákæru og ekki heldur vinur minn, ættfræðingurinn Dofri Skúlesen. Ég hef alltaf viljað hafa það sem sannara reyndist og aldrei vikið mér undan því að leiðrétta smávægi- legar villur sem mér hafa orðið á. Ég hef t.d. - með ásetningi - vikið mér undan að rifja upp deilurnar um vafasamt faðerni Jesúar Krists, forföður okkar allra. Og þó að mönnum og konum verði á að geta börn á laun get ég ekki séð að það flokkist undir sorafengið efni. Slíkt er einfaldlega staðreynd sem vísindin geta ekki vikið sér undan að taka afstöðu til. Mér varð að vísu smá- vegis á í síðustu grein minni - um það getur Dofri Skúlesen vitnað - en nú verð ég að bíða þangað til almenningi gefst færi á að sjá villurnar. Það er hið lög- fræðilega lögmál um orsök og afl- eiðingu. (sbr. dr. Björn Þórðarson: Móðir Jóru biskupsdóttur, Tímarit lög- fræðinga I, 193). Mér er fullkunnugt um að Þórður Björnsson er réttsýnn, grandvar og guðhræddur maður eins og öll hans ætt telur hún flesta lögfræðinga hérlendis. Mun ég sýna fram á það í þessari grein minni og sanna þa með að Þórður hafi verið erlendis þegar Spegilmálið kom upp og ákvörðun um ákæru hafi verið tekin gjörsamlega í blóra við hann. Von- ast ég til að hann komi sent skjótast heim og leiðrétti gjörðir ættlausra undir- manna sinna. Þórður Björnsson fékk ríka réttlæti- skennd í vöggugjöf enda hefur hin gagn- merka ætt hans ekki aðeins alið af sér alla helstu réttvísinnar menn á íslandi heldur hafa stærstu og bestu stjórnmála- flokkar landsins, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, sótt þangað þann forystukjarna sem best hefur dug- að um áratugaskeið. Svo er jafnvel um fleiri flokka. Þórður Björnsson fæddist í þennan heim 1916 og lauk cand. juris-prófi strax er hann hafði aldur til. Ekki mun hinn ungi sveinn hafa verið hátt vaxinn úr grasi er hannákvað að helga allt sitt líf glæpamálum, svo og félagsmálum í Framsóknarflokknum. Að loknu lög- fræðiprófi byrjaði hann sem auðmjúk undirtylla hjá sakadómaranum í Reykjavík en vann fljótt slíka hylli frændgarðs síns að hann erfði ríkissaks- óknaraembættið af frænda sínum Vald- imar Stefánssyni, í fyllingu tímans. Þeir eru báðir af Briemsætt. Þórður var for- maður Framsóknarfélags Reykjavíkur, í miðstjórn Framsóknarflokksins og borgarfulltrúi hans í Reykjavík um 12 ára skeið. Eftir það lágu vegir réttvísinn- ar og Framsóknarflokksins ekki sam- hliða. Meðal helstu fræðiritgerða hans er: Tvö hundruð og áttatíu ára stríð Alþ- ingisbóka, Úlflj. XVI, 4. tbl. 1963. Faðir Þórðar var dr. Björn Þórðarson hæstaréttarlögmaður en hann hlaut ein- mitt doktorsgráðu fyrir ritgerð sína Refsivist á íslandi 1761-1925. Hann var einnig guðhræddur maður og réttlátur, svo mjög að þegar allt var komið í óefni í stjórnmálum íslands árið 1942 fól forseti íslands honum að vera forsætisráðherra í einu utanþingsstjórninni sem setið hef- ur á íslandi. Það er sú stjórn sem ýmist er kennd við kóka kóla (eftir Birni Ól- afssyni fjármálaráðherra og forstjóra Kóka kóla) eða nefnd frímúrarastjórnin (eftir utanríkisráðherranum Vilhjálmi Þór, einum löghlýðnasta borgara ís- lands fyrr og síðar)?. Afi Þórðar var Þórður Runólfsson hreppstjóri á Móum á Kjalarnesi og lan- gafi hans Runólfur Þórðarson hrepp- stjóri í Saurbæ á Kjalarnesi. Eins og sjá má af þessu er réttvísin gróin og nánast samvaxin föðurlegg ríkissaksóknarans. Amma Þórðar Björnssonar í föðurætt var engin önnur en Ástríður Jochums- dóttir frá Skógum í Þorskafirði, systir þjóðskáldsins Matthíasar. Þess skal get- ið hér að Matthías Jochumson missti - fyrir ráðabrugg misviturra manna - hempuna vegna ásökunar um trúvillu. Frá honum eru komnir gagnmerkir lög- fræðingar svo sem Ragnar Arnalds fv. fjármálaráðherra og upphafsmaður styttingaleiðarinnar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann er því frændi Þórðar. Móðir Þórðar Björnssonar var Ingi- björg Briem, dóttir Ólafs Briem sem var formaður SÍS í 5 ár og alþingismaður Skagfirðinga í 23 ár. Faðir Ölafs og lan- gafi Þórðar Björnssonar var Eggert Bri- em sýslumaður Skagfirðinga. Eggert Briem átti 19 réttfeðruð börn og frá honum er kominn hinn stóri og guðhræddi skari lögfræðinga sent áður gat um. Hér verður aðeins getið nokk- urra þeirra, svo og nokkurra stjórn- málamanna í ættinni. Þeir eru allir náfr- ændur eða venslamenn Þórðar. Elsti afabróðir Þórðar var Eiríkur Briem prófessor og alþingismaður. Son- arbörn hans voru m.a. Gyða Briem, kona Héðins Valdimarssonar alþingis- manns, Guðrún Briem, kona Pcturs Benediktssonar lögfræðings, alþingis- manns og bankastjóra (hann og Ragn- hildur Helgadóttir eru systrabörn) og Pétur J. Thorsteinsson lögfræðingur og ambassador. Pétur á og son sem er lög- fræðingur og heitir Pétur Thorsteinsson. annar afabróðir Þórðar var Gunn- laugur Briem alþingismaður í Hafnar- firði. Sonarsonurhans erValgarð Briem lögfræðingur en lians sonur aftur Garðar Briem lögfræðingur. Af Gunn- laugi er líka kominn Ólafur Egilsson lög- fræðingur og sendiherra. Afasystir Þórðar hét Kristín Briem. Börn hennar voru m.a. Eggert Claessen stórlögfræðingur og bankastjóri, Ingi- björg, kona Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra og María Kristín, móðir lög- fræðinganna Gunnars Thoroddsens forsætisráðherra og Jónasar Thoro- ddsens bæjarfógeta. Tengdasonur Egg- erts Claessens er Guðmundur Bene- diktsson lögfræðingur og ráðuneytis- stjóri (hann er líka frændi Ragnhildar Helgadóttur). Barnabörn Maríu Kri- stínar eru m.a. lögfræðingarnir Jón G. Tómasson borgarlögmaður, Magnús Thoroddsen hæstaréttardómari, Ásgeir Thoroddsen lögfræðingur og Sigurður Thoroddsen lögfræðingur. Þriðji afabróðir Þórðar, sem hér verð- ur nefndur, var Páll Briem amtmaður og alþingismaður. Hann var mjög réttsýnn maður og gat sér gott orð fyrir að fang- elsa bændur í stórum stíl í Rangárvalla- sýslu er hann var sýslumaður þar (sjá Tíntann nýlega). Dóttursynir hans eru Sigurður Líndal lagaprófessor og Páll Líndal fv. borgarlögmaður í Reykjavík, báðir mjög sleipir lögfræðingar. Sonar- sonur Páls er Gunnlaugur Brieni yfir- sakadómari í Reykjavík. Aðrir lög- fræðingar sem af Páli amtmanni eru komnir eru Kristín Briem, Þórhildur Líndal og Björn Líndal (upprennandi hjá Framsókn). Fjórði afabróðir Þórðar, sem hér verður nefndur, er Sigurður Briem sýsl- umaður og síðar póstmálastjóri. Teng- dasonur hans var Jón Kjartansson lög- fræðingur og alþingismaður en sonur hans er Sigurður Briem Jónsson lög- fræðingur og sýslufulltrúi. Fimmti afabróðirinn var Eggert Bri- em hæstaréttardómari. Sonur hans er Gunnlaugur Briem lögfræðingur og hæstaréttardómari. Hér hafa aðeins verið taldir upp nok- krir tugir af hinum öfluga lögfræðingafr- ændgarði Þórðar Björnssonar ríkissaks- óknara en af því sést að annar ein maður fer ekki með neitt fleipur. Þá skal þess að lokum getið að bróðir Þórðar Björnssonar var Þorsteinn Bri- em prestur, alþingismaður og ráðherra og um skeið bæði formaður Framsókn- arflokksins og síðar Bændaflokksins. Barnabarn Þorsteins er Valgerður Bergsdóttir en hún er einmitt gift Arn- mundi Backman lögfræðingi Spegilsins. Sést af þessu hversu mikil firra það er að Þórður hafi kært. Þetta er lokasönnunin fyrir fjarvist hans í málinu. Ættlausir undirmenn hans sem ætla að hrifsa til sín ríkissaksóknaraembættið að honum látnum, geta ekki unnt réttbornum erf- ingja hans, Arnmundi Backman, entb- ættið og ætluðu að koma höggi á hann á þennan lúalega hátt. Já, var það ekki? SPEGILLINN 11

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.