Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 37

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 37
Viðtalið: Eitt sinn ísland ávallt Island Rœtt við Weismúller John, ferðalang. „Eftir aö maður hefur á annað borð komist til þessa lands kemur maður aftur og aftur“, sagði Weismiiller John. „Hér í auðnum norðursins getur maður vaðið út um allar grundir víðar án þess að vera sífellt að rekast á fólk. Það er stórkostlegt kikk sem fá má út úr því að spæna upp hálendinu á for víl dræv jeppa og þá ekki síst þar sem einhverja gróðurnál er að finna; snúningshraði hjólanna er alveg með ólíkindum á þannig blettum. Og kvöldin, maður. Skafheiður himinn og hvergi ber skugga á við fjallavötnin. Þú liggur bara á bakkanum og teygir þig eftir álftarunga eða silungi eftir því hvað þú vilt fá í matinn; kippir úr kvikindinu lífinu og hendir ofan í hver hinum megin við þig. Svo er soddan djöfulsins munur að þurfa aldrei að ganga frá eftir sig; næstum hvergi þessir leiðinlegu eftirlitsmenn sem ekki verður þverfótað fyrir í öðrum löndum. Nei. Það er eins og ég hef sagt tvisvar.þrisvar eðajafnvel fjórum sinnum áður; eitt sinn fsland, ávallt ísland." Hitt viðtalið: Trúum á hið góða * i fólki Rœtt við Th. Thorgrimsson, eggjavísi „Eggjun Co. Ltd. er alþjóðlegt fyrirtæki og var stofnsett fyrir sjö árum og er, eins og nafnið bendir til, ætlað að efla samskipti þjóða á milli, vináttu og bræðraþel“, sagði Th. Thorgrimsson, framkvæmdastjóri er við hittum hann að máli í varðstöðu við fálkahreiður við Rauðasandsfjörur. „í þessum bransa gildir það að ná og skapa samhygð, samstöðu og trú á hið góða í manninum“, sagði Th. Thorgrimsson ennfremur. „Ætli menn sér að ná slíkum markmiðum gilda ekki músarholusjónarmiðin. Þá þarf að hugsa stórt, hátt og vítt. Og breitt. Trúir þessu verkefni okkar höfum við skráð 22 fálkahreiður og staðsett kyrfilega; 18 arnarhreiður, 3012 mýrarsnípuhreiður, 18324 lóðuhreiður; en lóuna er mjög þægiiegt að góma meðan hún liggur á og eins og þið vitið kannski ekki þá er hún sannkallaður herramannsmatur. Loks eigum við skrá með teikningum yfir þau 43 blesandarhreiður sem hér eru í landinu. Svo heimta ég að fá að segja að þetta að lokum: Úrþvíhægterað nota flugvarginn og afurðir hans til þess að byggj a brýr yfir höfin á að gera það alveg hiklaust. Auk þess sem það eykur gjaldeyriseign einstaklingsins. Já.“ SPEGILLINN 37

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.