Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 23

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 23
mitt uppáhaldsskáld. Þegar ég bar fram tillöguna um Kvennanóttina, störðu þeir á mig og spurðu mig hvort ég væri brjáluð, þá var gott að geta fleygt úr sér góðu gull- korni og ég notfærði mér náttúrulega Beckett: We are all born mad, and some of us remain so“ (Við erum öll fædd brjáluð og sum okkar halda áfram að vera það). Ég fann hvernig virðing þeirra jókst. 1 hvert skipti sem ég dembdi yfir þá gull- korni, þá fékk ég plús. Svo ég get ekki sagt að ég hafi verið kúguð, sem kona. Þeir tóku ábyggilega eftir mér, þótt þeir ættu bágt með að viðurkenna það. Spegillinn: Var það þarna sem þú fékkst áhuga á jafnréttisbaráttunni? Bóthildur: Eiskan mín, ég hef aldrei haft áhuga á jafnrétti, jafnrétti er það versta hugtak, sem fundið hefur verið upp. Karl- menn nota það bara til að telja konum trú um, að þær þurfi ekki að beita rétti sínum. Það er ekki hægt að tala um jafnrétti, þeg- ar annar aðililinn, eða réttara sagt hítt kyn- ið, kyn númer tvö, veit ekki að það er til. Fyrst verður konan að vita að hún er til og viðurkenna tilveru sína og svo getum við farið að fitja upp á umræðum um jafnrétti. Spegillinn: Áttu við, að þú sért enn að við- urkenna að þú sért til? Bóthildur: Síður en svo, ég hef alltafverið til. Flvað sagði ekki Descartes, ég hugsa, þessvegna er ég til, hann hefur ábyggilega verið mikil kona blessaður karlinn, hins- vegar er fjöldinn allur af konum, sem ekki gera sér minnstu grein fyrir að þær eiga og mega vera til. Það er bókstaflega skylda þeirra að vera til. En þær sjást ekki, þær eru ósýnilegar, það tekur enginn eftir þeim, allt sem þær framkvæma gerist með dulrænum hætti. Samt eru þær stöðugt vinnandi og með stöðugt samviskubit út af því að gera aldrei neitt. Þetta skapar auðvitað gífurlega togstreitu. Fyrir slíkum verum hlýtur aðalatriðið vera það, að tekið sé eftir vinnu þeirra og hún metin, ekki til jafns við vinnu karlmanna, heldur sem annars konar vinna, með annars kon- ar gildi, kvennagildi! Spegillinn: En nú hefur alltaf verið tekið eftir þér, þú heitir ábúðarmiklu nafni, þú varst í œsku drottning indíánanna í Öskju- hlíð, þú stóðst fyrir Kvennanótt ogfórst út til náms. Hvað rak þig eiginlega út í jafn örlagaríka ákvörðun og þá að berjast fyrir því að raunveruleg kona kæmist á þing? Bóthildur: Ef ég á að vera heiðarleg og persónuleg og segja eins og er, þá var það eiginlega þegar ég kynntist manninum mínum. Hann hafði ótrúlega sterk áhrif á mig, hann gerði mig sýnilega á annan hátt en áður, hann hafði annarlega áhrif á mig þessi eldhressi eyjapeyji (Fótnóta) og ég sagði við sjálfa mig: Bóthiidur Björk nú er að hrökkva eða stökkva. Spegillinn: Og þú stökkst á hann? Bóthildur: Þú getur rétt ímyndað þér það. Maður sleppir nú ekki svo auðveldlega svona mannsefni, ég varð hreinlega kol- brjáluð í hann. Þessi augu, þetta hár. Þeg- ar ég gerði mér grein fyrir þessu ástandi, ég var sem sagt ástfangin, og ég tala nú ekki um eftir að ég las hvernig farið er með konur út um allan heim í hjónabandi, inni á heimilum, í ástarsamböndum, á vinnu- markaðnum.í háskólum, hjá frumstæðum ættbálkum, jafnt sem háþróuðum iðnaðarríkjum, þá vissi ég hvernig póli- tískur ferill minn mundi líta út. (Maður Bóthildar er þekktur á alþjóðavettvangi fyrir sérstök landslagsmálverk úr Vest- mannaeyjum, sem eru þó ekki landslags- málverk í orðsins fyllstu merkingu.) Spegillinn: Og þú ákvaðst að bjóða þig fram til þings? Bóthildur: Já, en ekki fyrr en ég var búin að eignast mitt fyrsta barn. Áður gat ég ekki hugsað mér að taka þátt í pólitík. Barnið gerbreytti öllu. Áður en ég átti dóttur mína fylgdist ég bara lauslega með, en það var eins og að ganga í gegnum hreinsunareld að eignast Diljá litlu. Spegillinn: Hvernig gengur þér að sam- rœma barnauppeldi, heimilisstörf og þing- mannsstörf? Bóthildur: Nú eins og þú veist sjálfur, þá er ekki búið að kalla saman þing ennþá nú og í öðru lagi þá tel ég mig fyrst og fremst vera húsmóður, allar konur eru húsmæður hvort sem þeim líkar betur eða verr, það er innifalið í þessu ósýnilega, ég er búin að vaska upp áður en ég veit af og stinga í vélina. Nú því miður eru ekki allar konur mæður, þó þær ættu að vera það, því ekk- ert er jafn unaðslegt og að sjá þetta nýja líf verða til og skynja hvað það þarfnast manns mikils, að vísu hef ég verið óvenju heppin því amma mannsins míns, sem býr úti í Eyjum elskar börn og er afskaplega mikið fyrir börn og þar sem þingframboðið bar fremur fljótt að, þá bauðst hún til að taka Diljá og hún hefur verið þar síðan. Ég hef farið nokkrum sinnum með Herjólfi út í Eyjar, en verð alltaf svo sjóveik en ég hringi á hverjum degi og fylgist vel með öllu og það er hreint óskiljanlegt hversu miklum framförum stelpan tekur, þótt hún sé ekki hjá mér öllum stundum, enda held ég að börn hafi gott af því að vera innan um aðra en foreldra sína, en um leið og þingið verður sett þá læt ég senda hana í bæinn. Spegillinn: Fœrðu aldrei samviskubit eins og aðrar konur? Bóthildur: Jú, það máttu vita. Þegar ég var í framhaldsnámi var ég með stöðugt samviskubit yfir því að eignast ekki börn eins og aðrar konur og þegar ég var búin með námið, var ég með stöðugt samvisku- bit yfir því að læra ekki meira. Spegillinn: Nú stundaðir þú afskaplega sérstakt nám,hvað varþað sem heillaðiþig aðallega í fornleifafræðinni? Bóthildur: Nú ef ég á svara þeirri spurn- ingu af einhverju viti, þá verð ég eiginlega að byrja á því að spyrja til baka. hvað er fornleifafræði? Fyrir mér'er fornleifafræði ekki það sama og þú átt við með forn- leifafræði, því ég hef lagt aðaláherslu á fornleifafræði kvenna, þ.e. hvort hægt sé að finna einhver merki hinnar ósýnilegu kvennamenningar í þeim rannsóknum á fornminjum sem fram fara alls staðar í heiminum. Þar hef ég aðallega miðað við að fá yfirsýn yfir 3 megin menningarsvæði þ.e. indverja, súdanbúa og íslendinga Spegillinn: Og hefurðu komist að ein- hverri niðurstöðu? Bóthildur: Þú getur rétt ímyndað þér, að staða kvenna hjá öllum þessum þjóðum er hin sama, þær eru sem sagt ósýnilegar. Mitt aðalverkefni er því að sýna fram á að þær hafi einnig verið til. Þetta er feikilega spennandi, en ég verð að láta það bíða uns þingið hefur veríð sett. Spegillinn: Hrýs þér ekki stundum liugur við karlveldinu sem þú áttir eftir að mæta á þingi? Bóthildur: Þarna komstu við viðkvæman streng. Auðvitað hrýs mér hugur, en eftir að ég eignaðist Diljá dóttur ntína, þá eru mér allar leiðir færar finnst mér, hvernig sem á því stendur. Þetta er nefnilega eins og að hafa komist í návígi við guödóminn. Þegar þú einu sinni hefur fundið fyrir hon- um, þá skipta karlar þig engu máli lengur. Aðalatriðið er vitneskjan um, að þegar í harðbakka slær, þá geturðu bara annað afkvæmi af þér og slærð þannig karlaveld- inu við. Spegillinn: Já, ég hef oft óskað þess að ég vœri kona og vil því að lokum spyrja þig Bóthildur, hefur þig aldrei langað til að vera karlmaður? Bóthildur: Nei, ég ekki get ég sagt það. Hinsvegar hefur mig oft langað til að vera enn meiri kona. Ef ég hefði verið karl- ntaður, þá hefði ég aldrei náð jafnt langt og ég hef náð í dag og þá hefði ég ekki heldur náð í manninn minn og þá væri Diljá ekki hjá ömmu sinni og þú værir ekki hér að taka við mig viðtal. Það skemmti- lega við það að vera kona, er að það er tekið eftir því að maður hefur verið ósýni- legur frá örólfi alda. Og með þessum orðum Ijúkum við þessu viðtali. Bóthildur Björk, eða Bótý eins og við vorum farin að kalla hana ég og Ijós- myndarinn sýndi okkur síðan húsið, sem heitir Búastaðir í höfuðið á eiginmann hennar. Hún sýndi okkur myndaalbúm úr ferðum sínum um heiminn og að lokum fataskápinn, sem var einhver falllegasta mubla sem við höfum augum litið á ís- lensku heimili. Við Speglarar gengum síð- an út í regnið endurnœrð eftir þœgilegt við- tal. Við vörpuðum öndinni léttar, þegar við vorum búin að skrifa, því ekki fannst okk- ur að hœgt væri að kœra okkur fyrír einn staf af því sem við höfðum eftir Bóthildi. SPEGILLINN 23

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.