Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.07.1983, Blaðsíða 3
LEIÐARI Spegillinn M. SdtTMska [apödnnndr Aðdáandinn 43. árg. 3. tbl. Útgefandi: Félag áhuga- manna um alvarleg málefni. Málgagn félagsins, ríkisstjórnarinnar og heilbrigðrar skynsemi. Piggur gjarnan ríkisstyrk og tekur við áheitum og gjöf- um. Hækkað verð þessa tbl. í kr. 80 vegna geymslugjalds á lögreglustöðum fyrir 2. tbl. Aðsetur: Grjótagata 9, 101 Rvík. Ritstjórnarsími 14 2 15; pantana- sími fyrir söluturna 30180 og 1 42 15. Pósthólf 1169. Starfsmenn:Hjörleifur Sveinbjörnsson, Hjörtur Cýrusson, Úlfar Þormóðsson (ÁBYRGÐAR- MAÐUR). Teiknarar: Anna Gunnlaugsd., Árni Ingólfsson, Birgir Björnsson, Brian Pilkinton, Friðrik Erlingsson, Ingólfur Margeirsson, Pétur Halldórsson og Ólafur Pétursson. Haus: Auglst. Gísli B. Björnsson Útlit og hönnun: Björn Br. Björnsson, Björgvin Ólafsson. Ljós- myndir og texti: Bestu synir og dætur þessarar þjóðar ofl. Litgreining: Myndamót hf. Setning og umbrot: Prent. Filmugerð: Prentþjónustan. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. Áskrifandi: Höskuldur Skarp- héðinsson. Lesendur 2. tbi.: Löreglan. Aðdáandi: Þórður Björnsson, saksóknari. Forsíðumynd: Brúðuna gerði Ólafur Pétursson, klæði Anna G. Líndal, ljósmvndina tók Guðmundur Ingólfs- son, Imynd. Varúð: Það sem birtist í blaði þessu eru útúrsnúningar, hártoganir og rang- færslur. Blessunarlega tókst að mynda ríkisstjórn landsmönnum öll- um til heilla, þó svo ekki hafi verið fært að fara í einu og öllu að tillögum Spegilsins frá síðasta tölublaði. Enda skiljanlegt þar sem það var gert upptækt og enginn fengið að lesa það nema Þórður saksóknari, Sigurjón lögreglustjóri, William lögreglu- foringi og Hallvarður spæjarastjóri. Þó mun að því stefnt að farið verði að þeirri ábendingu Spegilsins að kjósa sem allra fyrst aftur og ekki síðar en um áramót þegar allt verður orðið kolófært Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur þegar sýnt það að hún verður til góðra hluta vís. Hitt er annað að fyrstu aðgerðir hennar bera þess vitni að enn hefur stjórnin ekki öðlast fullt sjálfstraust og ráðstafanir hennar því nokkuð feimnislegar; komu of seint og voru of smátækar. Má í þessu tilefni nefna að gengisfellingin hefði þurft að koma fyrr og vera amk. 55%. Einnig var ástæðulaust að greiða þessi 8% af 23% verðbótum, því sést hefur til fjölda fólks með hálffulla vasa fjár. Þá hefðu landbúnaðarvörur átt að hækka amk. 120% og afnema hefði átt allar niðurgreiðslur, því það er ekki nokkru lagi líkt hvað sumt fólk kaupir óhóflega bæði af mjólk, smjöri og kjöti. Jafnvel osti. Svo ekki sé nú talað um Húsavíkurjógúrtina. Þá var bensínhækkunin langt fyrir neðan það, sem olíufélögin geta talið eðlilegt og hefði þurft að vera þreföld á við það sem hún loks varð eftir dúk og disk. Loks var hækkun á opinberri þjónustu smánarlega lítil. En þetta eru allt smáatriði, sem kippa má í liðinn fyrr en varir. Þau eru hins vegar mörg teiknin sem benda til þess að hér sé loks komin sterk stjórn og gæfurík. Framganga landbúnaðar- ráðherra í jógúrtmálinu og tilþrif fjármálaráðherra við sölu ríkisfyrirtækja og stofnana er vaskleiki og tvímælalaust fram- faraspor. Hæst ber þó - og lofar mestu - afnám ríkisstjórnarinnar á samningsrétti verkalýðsfélaganna og bann við launahækkun- um. Reynsla áranna sannar að verkalýðshreyfingin í höndum kommúnista er gjörsamlega óhæf til að gera kjarasamninga. Ár eftir ár hefur verið samið um mun hærri laun en hægt hefur verið að greiða. Þetta hefur leitt til gjaldþrots hjá fjölda fyrir- tækja, stefnt verðbólgunni í stórfellda hættu og hækkað vexti upp úr öllu kafi. Haldi stjórnin þeim sterku tökum sem hún þegar hefur náð og herði þau sem slakari eru mun henni vel farnast. Þá má öruggt heita að takast megi að halda kaupæði almennings í skefjum, stemma stigu við skefjalausu flandri fólks út um allan heim og halda verðbólgunni í 85-100%, misserum saman. saman. Og þá er vel. SPEGILLINN 3

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.