Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Síða 17

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Síða 17
1928 STÚDENTABLAÐ 15 Nýjar stefnur. Á þinginu í vetur gáfu allir flokkar yfir- lýsingu um það að þeir væru hlyntir því, að sambandslögunum verði sagt upp þegar samningstíminn við Dani er útrunninn. Yfirlýsingar þessar vöktu hina mestu eítirtekt. Þær voru og vel þess verðar og dagurinn 24. febr. 1928 verður að vissu leyti merkisdagur í sögu þjóðarinnar. En fram yfir þetta verður ekkert sagt um yfirlýsing- arnar eða daginn. Hafi einhver gert sjer vonir um, að á þess um yfirlýsingum flokkanna mætti byggja einhverja framtíðar-pólitík, þá eru það tál- vonir. Það sem flokkamir gerðu 24. febrúar var ekkert annað en að draga óþægilega tönn úr tanngarði lítils og umkomulauss meðbróðurs. Engin framtíðar-pólitík verður bygð á yf- irlýsingum, sem í eðli sínu eru fyrirfram sjálfsagðar. í uppsagnarákvæði sambands- laganna liggur einmitt fyrirfram yfirlýstur vilji þjóðarinnar. Hversvegna hefði uppsagn- arákvæðið annars slæðst inn í lögin? Vænt- anlega ekki upp á grín! Nei, ný sjálfstæðisframsókn, nýjar sjálf- stæðisstefnur verða aldrei raktar í neinu or- sakasambandi til dagsins 24. febr. 1928. Ný sjálfstæðisframsókn þýðir, að þjóðin eygi langt fram á ókomna tíð, eygi það tak- mark, sem vert er að keppa að, vert er að fórna starfi og lífi. En hugsjónin, sem ligg- ur falin í þessu takmarki verður og að eiga djúp ítök í hug og hjarta þjóðarinnar — vera henni eiginleg og kær, því baráttan að settu marki má eigi rjúfa sögulegt sam- hengi viðreisnar- og frelsisbaráttu þjóðar- innar. En slíkt takmark er endurreisn h i n s forna lýðveldis á Isla n’d i í bún- ingi, er fyllilega svarar til kröfu nútímans. Þessari tönn gleymdu flokkamir — en það var heldur enginn á þingi, sem hægt var að draga tönnina úr. L. S. Stúdentamótið í Stokkhólmi. Fyrir tilstilli „Sveriges förenade Student- kárer“, sem er samband allra sænskra stú- dentafjelaga, verður norrænt stúdentamót haldið í Stokkhólmi dagana 1.—5. júní. — Þeir sem fara hjeðan að heiman, eru: Pjet- ur Benediktsson stud. jur., Sigurjón Guð- jónsson stud. theol., Sveinn Ingvarsson stud. juris, Þorkell Jóhannesson mag. art., Einar B. Guðmundsson cand. jur. og Þorsteinn Ö. Stephensen stud. med. Dagskrá mótsins verður: 1. júní: Mótið sett. Hátíðaræðuna flytur Natan Söderblom erkibiskup. Um kveldið veisla í Grand Hotel Royal. 2. júní: Fyrirlestur, síðan kappræður um samvinnu norrænna stúdenta og alþjóða- samvinnu stúdenta. — Um kveldið leikur leikflokkur stúdenta frá háskólanum í Lundi stúdentasjónleik (Spex). 3. júní : Farið til Uppsala. 4. júní: Fyrirlestrar um sjerstök málefni, er varða hinar einstöku deildir háskólanna. Skoðuð ýms söfn í borginni. 5. júní: Ræðuhöld. Veisla um kveldið, sem bæjarstjórnin heldur gestunum í ráðhúsi borgarinnar. Skófatnaður stórt úrval fyrir eldri sem yngri. Góðar vörur. Gott verð. Hvannbergsbræður o-

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.