Stúdentablaðið - 01.12.1939, Qupperneq 10
2
STÚDENTABLAÐ
Danir, sem 1918 aftóku að gera óuppsegjan-
legan samning um það.
íslendingar ganga því ekki á neina samn-
inga við Dani, þó að þeir slíti konungssam-
bandinu við þá, eftir að sambandslögin eru
fallin úr gildi. í þessu felzt þó engan veginn,
að íslendingar séu algerlega óbundnir um,
hvað þeir gera í þessu efni. Þeir eru vitan-
lega að ýmsu leyti bundnir, en það er ekki
af samningum við annað ríki, heldur af þeirra
eigin stjórnlögum.
Stjórnarskrá íslenzka ríkisins segir, að á
íslandi skuli vera þingbundin konungsstjórn.
Meðan þetta ákvæði helzt óhaggað, er skylt
að hafa konung yfir landinu. En samt má
vel vera, að sjálfri stjórnarskránni þurfi ekki
að breyta, til þess að losna úr konungssam-
bandinu við Dani.
í 3. gr. stjórnarskrárinnar segir, að skipun
konungserfða skuli vera sú, er segir í 1. og 2.
gr. konungserfðalaga frá 31. júlí 1853. Ef ekki
væri meira um þetta sagt, þá væri ljóst, að
konungserfðum yrði ekki breytt nema með
stjórnarskrárbreytingu. En í niðurlagi 3. gr.
segir: ,,Konungserfðum má ekki breyta, nema
með samþykki Alþingis." Ef þessi setning á
að hafa nokkra sjálfstæða þýðingu, og fyrir-
fram verður að ætla, að í sjálfa stjskr. séu
ekki settir algerir hortittir, verður hún ekki
skilin á annan veg en þann, að Alþingi eitt
geti breytt konungserfðum, án þess að sam-
þykki konungs þurfi að koma til. Nú er það
raunar ákaflega ósennilegt, að hið eina ákvæði
stjskr., sem breyta mætti án samþykkis kon-
ungs, væri það atriði, er konung varöar mest,
sem sé konungserfðir. Enn er það, að færa má
rök að því, að þetta ákv. sé inn í 3. gr. komiö
vegna misskilnings á 2. gr. sambandslaganna.
Þetta haggar þó ekki því, að ef á ákvæðið
eitt er litið, verður það trauöla skiliö á annan
veg en þann, er fyrr var sagt. Mætti og fyrir
slíku ákvæði færa þau rök, að íslendingar
hefðu sökum fyrri reynslu viljað fá sér það
vopn á konung, að geta breytt konungserfð-
um. En ef þetta er svo, er ljóst, að íslending-
ar geta án atbeina konungs breytt konungs-
erfðum á þann veg, að konungssambandið
við Dani slitni. Þessi skilningur er samt ærið
hæpinn.
Önnur leið er og tvímælalaust öruggari en
þessi, sem sé sú, að beita 5. gr. stjórnarskr. En
skv. henni getur konungur ekki verið þjóð-
höfðingi í öðrum löndum án samþykkis Al-
þingis. Hinir fróðustu menn hafa talið, að
eftir þessu ákvæði, geti Alþingi bannað kon-
ungi að vera jafnframt þjóðhöfðingi í Dan-
mörku, og þar sem þá sé víst, að konungur
muni meira meta konungdæmi sitt í Dan-
mörku en á íslandi, muni hann leggja niður
konungdæmi sitt á íslandi. Hvernig sem um
það færi er samt ljóst, að ef þessari heimild
yrði beitt, mundi þar af leiða slit konungssam-
bandsins. Nokkur vafi kann hinsvegar að
vera á því, hvort þessi heimild sé svo ótvíræð,
sem í fljótu bragði virðist. íslendingar eða
Alþingi fyrir þeirra hönd hefir sem sé þegar
samþykkt, að konungur íslands megi jafn-
framt vera konungur í Danmörku. Hefir raun-
ar frá fyrstu tíð svo verið, að konungar ís-
lands hafa jafnframt1 verið konungar yfir
öðru ríki, fyrst yfir Noregi og síðan Dan-
mörku, en rétt sinn til ríkis á íslandi leiða
Danmerkurkonungar af rétti Noregskonunga
allt frá Hákoni hinum gamla. Samþykki Al-
þingis fyrir því, að konungur íslands sé jafn-
framt konungur Danmerkur er því óneitan-
lega fyrir hendi. Þeir, sem telja Alþingi heim-
ilt að banna konungi konungdóm í Dan-
mörku, líta þá þannig á, að ákvæðið heimili
að hverfa frá þegar gefnu samþykki, a. m. k.
ef atvik breytast. Ef þann skilning má í þetta
íeggja, er tvímælalaust, að brottfall sam-
bandslaganna mundi verða talin svo mikil-
væg breyting, að hún réttlætti að afturkalla
hið þegar gefna samþykki.
Sú leiðin, sem engum vafa er undirorpið, að
er stjórnskipulega örugg, er að breyta stjórn-
arskránni og afnema konungdæmið eða a. m.
k. þau ákvæði, sem leiða til konungssambands
íslands og Danmerkur. Til þessa hafa íslend-
ingar ótvíræða heimild, en það verður ekki
gert, nema með samþykki konungs sjálfs, þar'