Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 11
STÚDENTABLAÐ
3
sem staðfesting hans þarf á stjórnskipunar-
lögum og þá einnig frv., sem í þessa átt færi
Nú er vitanlega engu hægt um það að spá,
hvort konungur mundi veita slíkt samþykki,
þó að heldur sé ólíklegt, að hann vildi halda
konungdómi hér að landsmönnum nauðugum.
Hefir þá verið drepið á þau helztu stjórn-
skipulegu úrræði, sem til greina mundu koma,
ef íslendingar vildu slíta konungssamband-
inu við Dani. Hitt er svo allt annað mál, hvað
íslendingar telja rétt að gera í þeim efnum
á sínum tíma.
Ýmisleg rök má að því færa, að hyggi-
legt sé fyrir íslendinga að halda konungdæm-
inu. Álit konungsstjórnar hefur víðsvegar um
heim aukizt mjög á þeim óróaárum, sem lið-
in eru frá ófriðnum mikla. Konungsstjórn
þykir mjög stuðla að öryggi og staðfestu um
ríkisstjórn. Má og veita því sérstaka athygli,
hve vegur konungdæmisins er mikill í Bret-
landi, öndvegisríki lýðræðisþjóðanna. Þar er
konungur hafður með í öllum ráðum, er mikils
eru um verð, og er talið, að hann hafi á sum-
um örlagastundum haft úrslitaáhrif, svo sem
við myndun þjóðstjórnarinnar 1931. Fyrir ís-
lendinga er það einkum athyglisvert, að kon-
ungur og ættmenni hans hafa margskonar
sambönd við ráðamenn heimsins, er vel
mættu verða landinu að liði, þegar mikið lægi
við.
Gegn þessu má hinsvegar benda á veiga-
mikil rök. í sjálfstæðisbaráttunni var kon-
ungsvaldinu yfirleitt beitt gegn íslendingum
en ekki þeim til styrktar. Er það mjög skilj-
anlegt, því að konungarnir voru danskir
menn (ef ekki þýzkir) og háðari dönskum á-
hrifum en íslenzkum. Hefur þeim því virzt
sjálfsagt að styðja aðalþjóðina en ekki þá, er
ríkiseininguna vildi rjúfa. En hve mikið ber á
milli dansks sjónarmiðs og íslenzks, má glögg-
lega marka af því, að einmitt þeir tveir kon-
ungar, sem á síðari tímum hafa notið sér-
stakra vinsælda á íslandi, Kristján VIII. og
Friðrik VIII., eru öðrum konungum óvinsælli
í DanmöTku. Eftir að fullveldi íslands var við-
urkennt, hefir hagsmunaárekstur milli ís-
lands og Danmerkur ekki framar komið til
greina. Konungur hefur gætt þess vand-
lega að fara um islenzk mál ætíð eftir til-
lögum þeirra, er við völd voru á íslandi á
hverjum tíma. Hefur jafnvel svo ríkt að
þessu kveðið, að 1931 var hann af ýmsum
víttur fyrir að hafa athugunarlaust farið að
ráðum þáverandi stjórnar og þolað henni að
misbeita konungsvaldinu gegn Tétti þings-
ins. Árásir á konung af þessum sökum fá
naumast staðizt. En hitt er rétt, að vegna
fjarlægðar sinnar og erlends uppruna, hefir
konungs að engu gætt til að setja niður deil-
ur manna á undanförnum árum, og hefði
þó stundum ekki verið á því vanþörf. Lætur
því nærri, að konungdæmið hafi verið form-
ið eitt, sem þó geri ógagn vegna þess, að af
setu konungs í erlendu landi sé frekar en
ella dregið í efa fullt sjálfstæði landsins. Er
og þess að gæta, að einmitt vegna þess að
konungur er erlendur maður l erlendu landi,
er ákaflega hætt við því, að ef hann færi að
skipta sér af íslenzkum málum, yrði síðari
villan verri hinni fyrri.
Hér skal eigi reynt að kveða á um það,
hver rökin megi sín meira. En að lokum skal
á það bent, að eftir brottfall sambandslag-
anna ráða íslendingar þvi ekki einir, hvort
konungssambandið helzt. Danir geta ekki
síður en íslendingar hlutazt til um, að fá
því slitið. Hafa þeir oft haft við orð, að það
mundu þeir gera. Kemur slíkt hið sama enn
fram í ummælum Staunings forsætisráð-
herra þeirra, er hann segir, að af konungs-
sambandinu leiði sameiginlega utanríkis-
pólitík. Slíkt fær með engu móti staðizt, en
sýnir, að enn er það glöggt, hvað þeir vilja.
Þar sem íslendingar eru staðráðnir í þvi,
að fella sambandslögin úr gildi, er þeim því
öruggast að vera við því búnir, að konungs-
sambandið líði einnig undir lok.