Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 12

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 12
4 STÚDENTABLAÐ Alexander Jóhannesson: Framtíð háskólans Nú eru allar horfur á, að háskólabyggingin verði tekin til afnota næsta haust og verða þá mörkuð tímamót í sögu háskólans. Fyrsta þætti verður lokið, þætti fyrstu vaxtaráranna, þætti ónógra húsakynna og lélegs aðbún- aðar. Það er þó í raun og veru varla hægt að tala um vaxtarár þessi fyrstu 29 ár, er liðin verða frá stofnun háskólans. Örfáum kenn- arastólum hefir verið bætt við, kennsla hefir verið tekin upp í nýju málunum, ensku, þýzku og frönsku og nýlega í sænsku, en að sumu leyti hefir ýmislegt gengið aftur á bak. Laun kennara eru nú ekki helmingur af því, sem ákveðið var í byrjun, ef miðað er við verð- gildi peninga, náms- og húsaleigustyrkur stúdenta hefir minnkað að svipuðu skapi. Ráðamenn þjóðarinnar, þingmenn og ráð- herrar, gera miklar kröfur til háskólans, en geta ekki skilið eða vilja ekki skilja, að sá háskóli er á vegi glötunar, þar sem kennur- um hans gefst ekki kostur á að vinna óskiptir að sínum vísinda- og kennslustörfum. Há- skóli vor er sennilega einasti háskóli í heimi, þar sem svo er ástatt, en hvergi í víðri veröld er meiri þörf á því en hér, að hver einasti há- skólakennari leggi fram alla sína krafta í því embætti, er hver og einn skipar. Háskólinn á að vera merkisberi æðstu menningar þjóð- arinnar, skjól hennar og athvarf, því að menning hverrar þjóðar er miðuð við afrek vísinda og lista. í skúmaskotum sumra stjórn- málamanna er hvíslast á um þessa stofnun og litið öfundaraugum, ef einhverjir háskóla- kennarar við og við hafa notið nokkurs styrks til fræðiiðkana úr sjóðum háskólans. Þessar raddir eru ekki háværar, en þær læðast með veggjum og er ætlað að smjúga inn í lítil- sigldar sálir. Óregla og drykkjuskapur stúd- enta er umræðuefni annarra, þó að yfirleitt megi segja, að íslenzkir stúdentar séu reglu- samir menn og ástundunarsamir við nám, sem sjá má af því, að flestallir ljúka námi sínu og gerast nýtir borgarar. Á þessum tímamótum, er árleg tala nýrra stúdenta er orðin 80—100, hefir háskólaráð borið fram tillögur um nýjar deildir í há- skólanum og hefir þeim verið mjög vel tekið í blöðum landsins og meðal allra stúdenta. Má því vænta, að þær fái þá afgreiðslu á þingi þjóðarinnar, er til er ætlazt. En mörg önnur verkefni bíða lausnar á næstu árum, og mun verða fyrir þeim barizt, unz viðunanleg lausn fæst. Háskólinn er vinsæl stofnun meðal þjóðarinnar, og í fullkominni vissu um sigur góðs málefnis mun verða tekin upp barátta fyrir bættum kjörum og aðbúnaði kennara háskólans og stúdenta, stofnun nýrra deilda, vaxandi vísindastarfsemi og aukinni andlegri og líkamlegri þjálfun hinna ungu stúdenta, er eiga að gerast merkisberar íslenzkrar menningar á ókomnum árum. Tillögur háskólaráðs um aukna kennnslu 1. Viðskiptaháskóli. Nú er kennt í tveim deildum og er tíma- fjöldinn samtals 35 stundir á viku, en þegar þriðja deild bætist við, verða tímarnir á viku samtals 63. Ef gert er ráð fyrir 30 vikum á ári, verður tímafjöldinn samtals 1890 stundir. Ef

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.