Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 18

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 18
10 STÚDENTABLAÐ haldið síðan 1934, að stefnt væri í óefni, nema hvaö verðandi kandidatar hafa rætt um atvinnuhorfur sín á milli, án þess þó að þeir virtust bera nokkurn alvarlegan kvíðboga fyrir framtíðinni. Ber þetta, ásamt sinnuleysi yfir- valda skólans, ekki neinn sérstakan vott um það að dökkum augum hafi verið litið á á- standið. En hafi svo verið, þá er ekki að furða, þótt mönnum verði hermt við hin skyndilegu „heljarstökk" forráðamanna Há- skólans, eftir að hafa búið við sinnuleysi síð- ustu ára. Það hefir komið fram sú skoðun, að læknar og lögfræðingar, sem litlu hefðu úr að spila, gætu orðið hættulegir þjóðfélaginu, með því að fást við allskonar kukl og fjárplógsaðferöir. Þetta er ekki útilokað, en heldur má óliklegt telja að mönnum takist slíkt hér í fámenninu, þar sem svo að segja allir þekkjast. Þá nefna „lokunarmenn" og það, sínu máli til framdráttar, að ýmsar þjóðir hafi lokað háskólum sínum eða deildum þeirra. Þessu er því til að svara, að fyrst og fremst geta íslendingar, með sínar alveg sérstöku aðstæður, tekið sjálfstæða afstöðu til málanna. Þeir þurfa ekki að elta ólar við skoðanir ann- arra í þessu efni, frekar en þeim sjálfum gott þykir. En auk þess hefir mér virzt, að flest þau dæmi, sem tekin hafa verið í þessu sam- bandi, hafi ekki verið hliðstæð því, sem hér er fyrir hendi, en út í það skal ekki nánar farið hér. Loks er síðasta röksemdin, sem gengur út á það að hindra beri menn í því að eyða 5— 10 beztu árum æfinnar í gagnslaust nám og verði hið opinbera að hafa vit fyrir þeim. í öllum lýðræðislöndum er það grundvallar- regla, að allir menn eiga að hafa jafnan rétt til menntunar. Þjóðirnar ganga langt í því að veita mönnum tækifæri til að menntast, svo sem með ríkisskólum, styrkjum og þ. u. 1. Ég fæ ekki betur séð, en með slíkri ráðstöf- un, sem þeirri að meina annaðhvort öllum, eða öðrum en vissum fjölda manna, aðgang að þeirri einu menntastofnun hérlendri, sem getur veitt þá fræðslu, sem hér um ræðir, sé framið eins greinilegt brot á þessari mann- réttindareglu, eins og verið getur. Hugtökin „frelsi“ og „mannréttindi" fara óneitanlega að bögglast í munni íslendinga, þegar svo má heita, að það eina, sem frjálst er, sé eyrarvinna, en það ástand er ekki langt undan, þegar búið er að loka til fulls eða að verulegu leyti æðstu menntastofnun lands- ins, sumum af þeim óæðri, og flestum iðn- greinum, en fiskiveiðar og landbúnaður taka ekki fleira fólk, vegna þess að allt riðar þar á barmi gjaldþrots. Það er hægt. að segja mönnum, að þeir eigi ekki að ganga mennta- veginn, en hvar er þeim ætlað rúm? Flestir eru komnir það til vits og ára, að þeir geta nokurn veginn hjálparlaust tekið ákvarðanir um framtíð sína, eða þá að vandamenn, sem mönnum eru kunnugir, hjálpa þeim til þessa. Nú ætlar Háskólaráðið að segja: Verið þið nú ekki að leggja höfuðið í bleyti, það gerum við fyrir ykkur. Við vitum betur hvað ykkur hent- ar, heldur en þið. Við tökum á okkur ábyrgð- ina af valinu og að okkar hluta ábyrgðina á skerðingu hugtaksins: frjálsir menn í frjálsu landi. Ég get ekki varizt, að láta þá skoðun í ljósi, að þetta sé fráleit hugsun, og geri sitt til þess að grafa undan ábyrgðartilfinningu þeirra stúdenta, sem eru í þann veginn að taka stefnu í lífinu. Það hefir veriö drepið á það hér að framan, að svo væri litið á, að nauðsyn bæri til að stöðva offjölgun lækna sérstaklega, og jafn- vel lögfræðinga. Nauðsyn þessi verður að vera rík, til þess að hennar vegna sé heimilt að sniðganga ýmislegt það, sem miklu hefir ver- ið fórnað fyrir á undanförnum öldum, svo að það næði fram að ganga. En hver er nauð- synin? Ef um iðnaðarmenn eða sjómenn hefði verið að ræða, þá væru samskonar ráðstaf- anir taldar gerðar í eiginhagsmunaskyni. Á þeirri skoðun virtist sá prófessor vera, sem sagði við mig: „----------en ætli maður að hjálpa ykkur, þá verður maður að slást við ykkur til þess að fá að gera það“. Það var ekki þjóðfélaginu, sem var „hjálpað", heldur

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.