Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 22

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 22
14 STÚDENTABLAÐ sumum fannst jafnvel óþarfi aö setja nokkrar reglur þar, sem fullorðnir menn búa. Þetta hefir breytzt ár frá ári og er nú svo komið, að Garðbúar sjálfir hafa frekar-hert á regl- unum. Þegar ég er spurður um reglur þær, sem Garði er stjórnað eftir, get ég svarað í stuttu máli, því að reglurnar miðast allar við eina höfuðreglu, sem orða mætti á þessa leið: Þeir, sem vilja stunda námið af kostgæfni, skulu hafa næði til þess. Allar reglurnar, sem ekki eru margar, miðast við að þessi regla sé tryggð. Þetta kann nú að þykja litil reglusemi á stóru heimili, en ég vil fullyrða, að ef henni er framfylgt, þá sé Garði vel borgið í framtíð- inni. Ýmsum finnst að sjálfsögðu, að Garður eigi að vera miðstöð alls stúdentalífs og er fjarri mér að neita því, en hinu held ég fram af- dráttarlaust, að fyrst og fremst beri að tryggja þeim vinnufrið, sem í húsinu búa. Þegar vafa- samt er um að samríma almennt stúdentalíf og vinnufrið Garðbúa, þá ganga Garðbúar fyrir. Það á að vera eftirsóknarvert að búa á Garði, bæði hvað húsnæði snertir og mögu- leika til náms. Meðan svo er, er alltaf hægt að útiloka þá stúdenta, sem truflað gætu að hægt sé að fylgja þessari grundvallarreglu. Það má ekki gleyma því, að meðal stúdenta finnast tilfinninganæmir og oft ofstækisfullir hugsjónamenn, sem berjast fyrir hugsjónum sínum, án þess að líta á aðstæður sambýlis- manna sinna. Mestan hluta vetrarins eru á Garði taugaóstyrkir menn í próflestri, sem þola allt illa. Hlutverk Garðsins er að fara meðalveginn, þannig að allt gangi stórslysa- laust. Þetta hefir tekizt hingað til, og er ein- göngu stúdentum sjálfum að þakka. Þegar í upphafi völdust á Garð úrvals menn og hefir það haldizt síðan með örfáum undan- tekningum. Fyrstu Garðbúarnir hafa mótað lífið á Garði og mótað það vel. Mun það ætíð verða þeim til sóma, eins og það á að verða þeim sem á eftir koma sómi að halda í horf- inu og endurbæta. Garðbúum og öðrum ungum stúdentum kann að þykja Garðsstjórn nokkuð væg í sumum tilfellum, því að æskan er grimmlynd á sína vísu. Réttlætistilfinningin er sterk og dómarnir harðir, og krafan um að fá dóm- unum framfylgt sterk. Þetta skal ekki taka sem last, miklu frekar sem lof. Það er vafa- samur ágóði af lífsreynslunni að breytast svo, að dómarnir verði vægari, því að það er eigin- lega viðurkenning á veikleika mannsins og óhæfni hans til að breyta réttlátt. Þetta kem- ur greinilega í ljós þegar æskan lýsir við- bjóði sínum á aðgerðum eldri manna, er þeir nota ýmsar krókaleiðir til þess að friðþægja samvizku sinni, þegar þeir breyta á móti rétt- lætistilfinningunni. Má vera, að rétt sé sú almenna skoðun, að heimurinn sé þannig gerður, að ekki sé hægt að lifa eftir eigin réttlætistilfinningu, en að ætlast til að hug- sjónarík æska trúi þessu, er vantraust á sjálft réttlætið. Það kann að þykja óviðkomandi afkomu Garðs á undanförnum fimm árum, það sem að framan var sagt, en mín skoðun er sú, að afkoman byggist á íbúunum og þeirra hugs- unarhætti en ekki á þeim reglum, sem settar eru, oft til þess eins að brjóta þær, að meira eða minna leyti. Heyrzt hafa raddir um að skortur sé á, að stúdentar fái það uppeldi, sem æskilegt væri á Garði. Er þá oftast vitnað i enska skóla sem fyrirmynd. Því ber ekki að neita, að nokkuð er til í þessu, og að æskilegt væri að endurbæta þetta. Ýmsir erfiðleikar eru þó, sem erfitt er að yfirstíga, og þeirra stærstur er fjárhagur islenzkra stúdenta. Frá byrjun hafa margir af Gai'ðbúum haft fæði hjá skyld- fólki eða kunningjum úti í bæ og margir hafa kennt fyrir fæði. Garðstjórn hefir frá byrjun tekið þá stefnu að láta Garðbúum verða það frjálst hvort þeir kaupa fæði á Garði eða ekki. Ef Garðbúum væri gert það að skyldu að kaupa fæði á Garði, mundi það eitt af fjár- hagslegum ástæðum útiloka marga beztu mennina frá að búa á Garði. Mín skoðun er sú, að vafasamt sé, hversu skapferli íslenzkra

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.