Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Síða 24

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Síða 24
16 STÚDENTABLAÐ Einar M. Jónsson: Sær fyrir söndum Einar M. Jónsson varð stúdent 1928. Innritaðist til náms í guðfræðideild Háskólans, en hefir nú legið veikur í tíu ár, eða síðan 22. nóv. 1929. — Á þessum degi (1. des.), sem er afmælisdagur Einars mun það ósk allra stúdenta og eins þeirra, sem ekki kynntust honum, að honum auðnist að komast til heilsu aftur. Við úthafið breiða stóð bœrinn minn, svo bernsJcuspor mín felur sandurinn pinn, þú eilífi, ólgandi sœr. í allskonar leikjum ég undi hjá þér, í útsogum hljóp ég á flœðisker, á vogum i báti þú vaggaðir mér og varst eins og leikbróðir kœr. Ég sofnaði á kvöldin við sjávarhljóð þitt, er síðan varð ívaf í draumlífið mitt; það svœfði og færði mér frið. Ég vaknaði’ og gœgðist um gluggann til þín og gekk fram á sandinn með leikfangaskrín; ég horfði’ á er bátarnir hurfu mér sýn, er héldu til fiskjar á mið. Á sumri skín röðull á sundin þín blá og seiðandi fagur oft virtist mér þá, þú logntœri, lokkandi sœr. Þá hvílir á svip þér sú himneska ró og heilaga kyrrð, er á djúpinu bjó; en útsœvar-hjartað í aðsogum þó svo ákaft við brimgarðinn slœr. En oftast er flötur þinn orrustusvið og öldurnar gnæfa þá himininn við, þœr geisast og falla með gný. Og hvar er i veröld jafn hrikaleg sýn sem holskefludansinn við bumbuslög þín. Við leiksviðið hneppt var hver hugrenning mín unz húmtjöldin féllu á ný. Hin brimhvíta alda rís barm þínum á, lík brjósti, er svellur af stjórnlausri þrá eða ekka og innfjálgri sorg. Því fannst mér ég lífsorku finna hjá þér og fjölþœtta skapgerð, þú dynjandi ver, og hreimsterkan óð bœru hrannirnar mér úr hjarta þíns kórallaborg. Þú vonir og þrár hefir vakið hjá mér, hið volduga, stórfelda sá ég hjá þér; þú bentir á bjartari lönd. Ég sá, hversu aldan þín öflug og breið, sem ekkert fœr þokað né hrakið af leið, með einbeittni þrœðir sitt örlagaskeið með úrslitasigri að strönd. Er svefninn í rökkrinu svífur að mér, og sjávarhljóð ekkert mér kvöldgolan ber, þá finn ég, hve þú ert mér. fjœr. — En kyrrðin oft breytist í brimniðinn þinn og bylgjurnar falla á sandana inn; þá uni ég drengur í annað sinn, við óminn þinn, hrynjandi sœr. Einar M. Jónsson. r

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.