Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 25

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Side 25
STÚDENTABLAÐ 17 Níels Dungal: Á að takmarka aðgang að læknanámi? Efvér eigum að svara þeirri spurningu, hvort þörf sé á að takmarka aðgang að lækna- námi hér á landi, þá liggur fyrst fyrir að at- huga, hvort of mikið sé af læknum í land- inu. Við skulum þá fyrst athuga, hvað hæfi- legt er, að læknafjöldinn sé samanborið við íbúatölu landsins. Ef við lítum fyrst á Norð- urlöndin sjáum við að í Danmörku kemur 1 læknir á hverja 1300 íbúa, í Noregi 1 á 1450 og í Svíþjóð 1 á 2400 manns. Samkvæmt taln- ingu landlæknis hafa verið hér á landi 1. jan. 1939 starfandi 138 læknar á öllu landinu, og hefi ég þá dregið frá alla þá lækna, sem hættir eru störfum. Við þessa tölu bætast í raun og veru 31 læknir, sem nú eru við fram- haldsnám, en við skulum sleppa þeim að svo stöddu og reikna aðeins með þeim 138, sem nú eru starfandi, og miða hlutfallstölurnar við það. Ef íbúar landsins eru taldir 120 þús- und, fáum við 1 læknir á hverja 862 íbúa. Við höfum því að tiltölu langflesta lækna samanborið við önnur lönd á Norðurlöndum og þó víðar sé leitað. Hvergi í neinu öðru landi í Evrópu eru tiltölulega eins margir læknar eins og hér. Samkvæmt tölum, sem ég hefi frá 1927, hafa tiltölulega flestir lækn- ar verið í Sviss, þar sem var 1 læknir á 1250 manns. í Englandi er t. d. 1 læknir á 1500 manns, Frakklandi 1 á 1700 manns í Hollandi 1 á 1800, í Finnlandi 1 á 3200 o.s.frv. Það virðist því vera óhætt að svara þeirri spurn- ingu, hvort hér sé of mikið af læknum, ein- dregið játandi. Fyrir utan þessa 138 lækna, sem nú eru starfandi, er von á 20 ungum læknum á næsta ári frá framhaldsnámi erlendis og auk þess eru nú i læknadeildinni 82 stúdentar. Margur myndi nú segja, að það geri lítið til, þó að læknafjöldinn verði allt að því tvö- falt meiri, heldur en hann hefir verið og að það sakaði landslýðinn ekki neitt, þótt lækn- arnir yröu til muna fleiri. Það kæmi þá aðeins þannig út, að þeir hefðu ekki eins miklar tekjur og ekki eins mikið að gera, gætu kann- ske stundað sína sjúklinga betur, lagt nieiri rækt við þá og útkoman yrði sennilega að- eins til góðs eins fyrir fólkið. Þetta er mikill misskilningur. í fyrsta lagi er hætt við því að læknarnir verði miður vandir í starfi sínu að því að taka nægilegt tillit til peninga- pyngju sjúklinganna, láta þá ganga lengur til sín heldur en annars, til þess að fá sem mesta peninga frá þeim, taka upp á ýmsu í störfum sínum til þess að græða peninga á, sem þeir mundu ekki gera, ef þeir hefðu nóg að gera, eins og t. d. að framkvæma fósturlát, láta úti deyfilyf fyrir peninga o. s. frv., því að lækn- arnir eru menn eins og aðrir menn, og freistast til að gera ýmsa hluti fyrir peninga, þegar þeir vita ekki.hvernig þeir eiga aðlifa. Það eru því sýnilega ýmsir agnúar á því, að lækna- fjölgun verði of mikil, ekki aðeins frá sjónarmiði læknanna, heldur fyrst og fremst frá sjónarmiði almennings og þjóðarheild- arinnar, þótt ekki sé tekið tillit til þess, hvaða tap það er fyrir þjóðfélagið, þegar margir vel gefnir menn fara út á starfs- braut, sem þegar er 'full, svo að það er ekki þörf fyrir þá þar. Hvað ættum við þá að segja, að hæfilegt

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.