Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 36

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 36
28 STÚDENTABLAÐ ur Claessen skeiðið svo frálega að undrun sætti. Tjóaði ekki þótt Norðmenn tefldu fram einum bezta skautamanni sínum, Georg Kxog. í pokahlaupinu hafði hann ekki roð við land- anum. IV. Ég sé nú að grein þessi er orðin full-efnis- mikil, allmiklu lengri en ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. Verð ég því að fara að slá botninn í þessa frásögn. En þó verður að geta þess, að einn dagur mótsins var helgaður „Norræna félaginu". Voru í því tilefni hátíöa- höld á baðstaðnum „Sjöstrand“. Þar var upp- lestur skáldsins Wildenvey og ræðuhöld. Af okkar hálfu talaði Einar Magnússon. Söng- mót (allsangstevne) var og haldið á háskóla- torginu. Mikil mannþyrping var samankomin þar og var útbýtt söngheftum með þjóðsöngv- um Norðurlanda. Stjórnaði Johan Ludvig Mowinckel yngri samsöngnum. Þjóðsöngur okkar var sá eini, sem sungin var tvisvar, því hann var líka sungin í norskri þýðingu. Þá voru og ræður fluttar og fyrir okkar hönd ávarpaði Jónas Haralz mannfjöldann. Talaði hann á sænsku og var gerður góður rómur að máli hans. Ég verð að láta margs ógetið, sem annars er miklu merkara en margt það, sem hér er ritað að framan. Auk ýmiskonar skemmti- atriða voru fræðandi, faglegir fyrirlestrar, svo sem erindi próf. dr. juris Frede Castbergs um „Politikk og folkerett“, stórfróðlegt og greinagott. Á sama hátt voru og fyrirlestrar fyrir aðrar háskóladeildir. Auk þess flutti sænski rit- höfundurinn Sven Stolpe fyrirlestur, er hann nefndi „Kristen radikalism". Fjöldi annarra erinda var flutt og okkur voru sýndar ýmsar menningarstofnanir, en það yrði of langt mál að rekja það hér. — En þess skal þó getið, að íslenzku og dönsku stúdentarnir voru í boði hjá ræðismanni Dana í Oslo, Thomas Stang og frú hans, og við íslendingarnir vorum gest- ir Vilhjálms Finsen og konu hans og fengum þar höfðinglegar móttökur. Stúdentahúfan 25 ára Á þessu ári á stúdentahúfan aldarfjórð- ungsafmæli. Meðan embættismannaskólarnir störfuðu, var engin stúdentahúfa notuð hér, Jón J. Víðis. nema hin danska, og munu fáir hafa borið hana. En strax eftir að lögin um Háskóla ís- lands voru staðfest, og áður en háskólinn tók til starfa, beitti Stúdentafélag Reykjavíkur sér fyrir því, að íslenzkir stúdentar tækju upp sérstaka húfu. Var boðið til samkeppni um gerð húfunnar og veitt verðlaun fleiri en ein, en þær verðlaunuðu húfur voru hvorki fall- V. Um gagn og gildi slíkra móta skal ég ekki fjölyrða, því allir munu á eitt sáttir um það> En hitt er jafnvíst, að það er bæði hollt og gagnlegt að kynnast stéttarbræðrum sínum á Norðurlöndum, kynnast því, sem er líkt og ólíkt í fari þeirra og okkar og ráðgast um áhugamál sín. — Læt ég hér staðar numið og bið lesendur velvirðingar á því, að mál mitt varð svo langt.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.