Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 37

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 37
STÚDENTABLAÐ 29 Árelíus Níelsson, stud, theol.: Bindindismál stúdenta Innan Háskólans starfa mörg félög, bæði stjórnmálaleg og menningarleg. Sum lifa sæmilegu lifi. Um önnur má segja, að þau séu aðeins nafnið. Þau eru stúdentum til lítils sóma. Væru kannske betur dauð. Samt eru til félög, sem skömm er, að skuli ekki starfa í skólanum. Þar má nefna söngfélag og leikfélag. En ekki er hægt að lasta hið ófædda. Og þótt félögin séu að ýmsu leyti álösunarverð, þá hafa þau flest notið ein- hverrar hylli og jafnvel persónulegra fórna af nemendum, nema eitt. Það er olbogabarn, sem flestir virðast álíta, að eigi engan til- verurétt. Þettá félag er Bindindisfélag Há- skólans. Þó þarf ekki að kvarta yfir andúð gegn þessu félagi. Það mætir aðeins þegjandi fyr- irlitningu og kuldalegu afskiptaleysi. Fáir meðal stúdenta munu neita því, að bindindis- jstarfsemi sýnir yfirleitt menningarviðleitni. Um leið og þeir hafa varið kröftum og tíma til aukinnar þekkingar og meiri þroska, hafa þeir vígt sig menningu og siðgæði. egar né hentugar, og gátu þær ekki rutt sér til rúms, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vorið 1913 gerðu t. d. ýmsir stúdentar þess árs til- raun með svarta silkihúfu, skyggnislausa, sem var í sniði svipuð færeysku húfunni. Skóla- piltar voru óánægðir með allar þær húfur, sem reyndar höfðu verið, og veturinn 1913— 14 ákvað „Framtíðin“ að gera tilraun til þess að fá fram nýja gerð, sem hægt væri að una við. Jón J. Víðis gerði þá teikningu að þeirri húfu, sem síðan hefir verið notuð og fyrst var borin af stúdentunum frá 1914. Á henni hafa þó verið gerðar 2 breytingar síðan: Upphaf- lega var snúran aðeins hvít og blá, en við lögfesting staðarfánans 1915 var rauðum þætti bætt í snúruna, í samræmi við fánalitina, og 1930 var breytt um merkið í húfunni, stjarnan sett í stað krossins, sem þar var áður. Hvers vegna eru þá stúdentar ekki svo trúir þessari sinni eigin vígslu, að þeir vilji leggja saman krafta sína, ef verða mætti til þess að varpa örlitlum ljósglömpum inn i myrkrið, sem Bakkus hefir nú sveipað þjóð vora svo ægilega? Til þess eru þrjár orsakir veigamestar: Hugsunarleysi, kreddufesta og of lágt mat á sjálfum sér. Stúkurnar segja, að fólkið þurfi að fræðast um skaðsemi og afleiðingar áfengisnautnar. Vel getur þaö verið rétt. En hér þarf ekki um það að ræða. Hver óinasti piltur eða stúlka, sem náð hefir stúdentsprófi, þekkir áhrif áfengis á sál og líkama þeirra, sem það hefir á valdi sínu, og sömuleiðis hvernig það eitrar út frá sér með spillingu og eymd, svo að segja á öllum sviðum þjóðlífsins. Hver einasti háskólaborgari veit, hvernig áfengið grefur undan andlegum og líkam- legum viðnámsþrótti manna í lifsbaráttunni. Hvernig gáfuðustu og beztu menn verða afl- vana flök í helgreipum ástríðunnar. Hversu þeir berast á stýrislausu fleyi ó- gæfunnar á blindsker auðnuleysis, slysa og jafnvel glæpa, en grátin augu vonlausra ást- vina stara eftir þeim, án þess að geta hjálpað. En í tárum ástvinanna glitra geislar dáinna og deyjandi vona. Vér vitum, hve margar eiginkonur og mæð- ur bíða andvaka nótt eftir nótt, eftir ógeðs- legri heimkomu eiginmanna og sona, og jafnvel dætra, særðar í hjartastað. Og vér vitum öll, að fátæka, íslenzka þjóðin eyðir þúsundum, já, tugum eða hundruðum þús- unda króna árlega í áfengi. Þó eru margir fátækir, sem lítillar hjálpar njóta. En flestar krónurnar, sem áfengi er keypt fyrir, fara í það að vekja óspektir á almanna- færi, gera skemmtistaðina að vitfirringahæl- um og heimilin að griðalitlum svínastíum. Og helzt verður þetta á hátíðum og tylli- dögum, þegar mest ætti að sjást af sannri fegurð, gleði, fjöri, æskuþrótti og yndisleik.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.