Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 10
4 STÚDENTABLAÐ næstu árum. Ég er þess fullviss, að þessir verkfræðingar reynast engu síður hæfir starfsmenn, en þeir, sem hafa stundað allt verkfræðinám sitt erlendis. Verkfræðinámið í Háskóla Islands var vaxið af íslenzkri rót, og það er íslenzku þjóðfélagi notadrýgst. Námsefnið til burtfararprófs úr verkfræði- deildinni er miðað við þær kröfur, sem gerð- ar eru við fyrra hluta próf í byggingarverk- fræði, rafmagnsverkfræði og vélaverkfræði við Danmarks tekniske Höjskole, en fyrra hluta nám í þessum þrem aðalgreinum verk- fræðinnar er þar að mestu leyti sameigin- legt. I fjórðu aðalgi'eininni — efnaverkfræði — er allt námsefnið að verulegu leyti frá- brugðið hinum þremur og hefur ekki verið talið fært, meðal annars vegna kostnaðar, að halda hér uppi kennslu til fyrra hluta prófs í efnaverkfræði. Kennslan í verkfræðideildinni er miðuð við þriggja ára nám undir fyrra hluta próf. Þeir stúdentar, sem ætla sér að leggja stund á rafmagnsverkfræði og vélaverkfræði, verða ennfremur að stunda verklegt nám í 11 mán- uði og hafa margir þeirra lokið þessu námi með því að vinna í sumarleyfunum. Stúdent- ar í byggingarverkfræði verða hinsvegar að vinna eitt sumar í 4 mánuði við verkfræði- legar æfingar og próf i landmælingu. I Dan- marks tekniske Höjskole er landmæling og húsagerð kennd í síðari hluta námsins, en til þess að létta framhaldsnámið erlendis, eru þessar námsgreinar kenndar undir fyrra hluta próf hér. Danmarks tekniske Höjskole viðurkennir að fullu fyrra hluta próf í verkfræði frá Há- skóla íslands og tekur gildar einkunnir héð- an í landmælingu og húsagerð og færir þær í prófvottorð sín um síðari hluta verkfræði- námsins. Auk þess hefur þessi gamli og við- urkenndi háskóli sýnt þá velvild, þrátt fyrir þröngan húsakost, að taka á ári hverju til náms allt að 10 íslenzka stúdenta, sem lok- ið hafa fyrra hluta prófi í Háskóla Islands. Við framhaldsnám í öðrum tekiskum háskól- um erlendis notast fyrra hluta próf héðan ekki að fullu, þar sem námstilhögun er í ýmsum atriðum frábrugðin því, sem hér er. Við teknisku háskólana í Stokkhómi og Gautaborg munu próf frá öðrum háskólum yfirleitt ekki vera tekin gild, en það mun vera tiltölulega auðvelt fyrir stúdenta, sem lokið hafa fyrra hluta prófi hér, að spara sér 1—2 ár af námstímanum við teknisku háskólana í Svíþjóð. Á síðastliðnum árum hafa 4—5 íslenzkir stúdentar á ári sótt nám í verkfræði til háskólanna í Svíþjóð og hafa þeir allir verið nýstúdentar. Tekniski háskól- inn í Noregi getur fyrst um sinn aðeins tek- ið til náms einn íslenzkan stúdent á ári. — Eftir þessu geta 15—16 íslenzkir stúdentar á ári komizt að námi við teknisku háskól- ana á Norðurlöndum, og þótt nokkrir þeirra næðu ekki að ljúka námi, eru allar líkur til þess, að þetta fullnægi þörfum islenzks þjóð- félags næstu áratugi. Ég bendi hér aðeins á verkfræðinám á Norðurlöndum, af því að ég tel kennslu, sem sprottin er af norrænum stofni, hæfa okk- ur bezt. Sízt skal ég þó letja þess, að íslenzk- ir stúdentar sæki einnig verkfræðinám til annarra þjóða, sérstaklega í ýmsum sérfræði- legum greinum verkfræðinnar. Á þessum 10 árum, sem liðin eru síðan kennsla var hafin í verkfræði við Háskóla Islands, hafa 119 stúdentar verið reglulegir nemendur verkfræðideildarinnar. Fleiri hafa þó verið innritaðir, en ekki komið til náms, og 19 stúdentar hafa verið óreglulegir nem- endur. 50 stúdentar hafa lokið fyrra hluta prófi við Háskóla íslands og, eins og áður er sagt, var einn íslenzkur stúdent, sem lok- ið hafði fyrra hluta prófi við tekniska háskól- ann í Þrándheimi, tekinn í verkfræðideild- ina til framhaldsnáms. 30 stúdentar af 10 fyrstu árgöngunum eru hér enn við nám, en 38 hafa horfið frá námi við deildina. Nokkr- ir þeirra stunda þó verkfræðinám við erlenda háskóla. Af þeim 50 stúdentum, sem lokið hafa fyrra hluta prófi hér, hafa 23 þegar lokið verkfræðiprófi, 6 frá Háskóla íslands og 17 erlendis, en 27 eru þar enn við nám. Verkfræðistúdentarnir frá Háskóla íslands

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.