Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐ Þótt manni finnist Uppsalir varla utlönd, heldur sameiginlegur helgistaður norrænu þjóðanna, eru hér stormar heimsviðburð- anna áleitnari við hugann en meðan heima er setið á Islandi. Nazisminn var stórviðri, ný- gengið yfir þessi lönd, þótt Svíþjóð hefði lítið tjón beðið. Fyrstu spár um styrjöld aust- urs og vesturs á Norðurlandavígvelli — að heimaþjóðunum nauðugum — voru þegar á lofti gripnar a.f mörgum og hafðar til víg- búnaðareggjana og ýmissa markmiða, allt frá pýramíðaspámönnum niður til vesölustu vörubjóða. Nútíminn og ókomið framhald hans er ekki vanræktur í Uppsölum. Menntastofnanirnar fylgjast með, þegar andlegar veðrabreytingar nálgast. Sunnanveðrið snerist í þrumuskúrir. Ása- reið brunaði hjá þessa nótt og lýsti af eld- ingunum. I svefnrofum leit ég upp milli trjá- toppa, og þá rauf skýin. Óðinn leið um lund- inn sindurbjartur, hyrna skeggs og hæru- lagður fuku fram í odda. Augað blinda sneri að og sást ekki, hýrlegur svipur þó, eins og hann vildi segja nokkuð. ,,Hvað mælti Óðinn í eyra Baldri?“ var hin fornkveðna gáta, sem .enginn leysir, og þá skildust eigi heldur ósögð orð mánans skarða, myndbreytinga- guðsins, en svefninn seig mér á brá. Og þetta táknmál veðra og ljóss fær heldur skil- izt mönnum í vöku en draumi. Uppsalir verð- skulda, að Óðinn birtist þar. Saman rúmast kúaliagar og imdur heims. Fornaldarsögur Norðurlanda og slíkar lygasögur liafa orðið að athlægi fyrir margt, þegar sagnfræðilega er hugsað. En fari ég með hugann fullan af þeim á norræna sögustaði og sjái, að allar lýsingar geta komið nákvæmlega heim og staðirnir reynast gamlir kunningjar, þá setur stund- um að mér hlátur. í þeim hlátri hrósa gaml- ar skröksögur sigri yfir mér. Þeir gömlu hafa oftast reynt að vera a. m. k. stað- kunnugir í skáldskap sínum. Fjósapiltaskrök á íslandi breytist í vísindi hér. Á konungahaugum Fornu Uppsala, bæjar- leið frá nýrri Uppsölum, sem eru niður viö Eystri árós, ganga kýr á beit og eru sjálf- sagt kostagripir. Haugarnir eru þrír auk smærri mannvirkja, feykistórir og allir gras- grónir. Þar liggja grafir Ynglingakonunga, sem Þjóðólfur úr Hvini og Snorri Sturluson þekktu vel. Helzt þótti mér von, að Egill Tunnadólgur ynni mér viðtals, og ég blund- aði ögn í haugi hans sólarmegin, en Dólgur leit ekki við mér. Það er ekki greinarefni í dag, að lýsa haugunum og áhrifum þeirra. En svo óbreytt- ir sýnast þeir frá forneskjunni, að ekki furð- aði mig, þó að einhver kýrin þeirra reynd- ist vera Síbylja, sem Eysteinn beli konungur magnaði göldrum og hafði til landvarnar Sví- um. Hún var svo blótin af kyngi, að engir stóðust hljóð hennar í orustum, er hún óð grenjandi um fylkingar fjandmanna. Fyrir þá sök var óherskátt á landið, að menn höfðu eigi enn skriðdreka né flugvélar á móti henni. Og enn er óherskátt á landið, samanborið við önnur ríki Norðurálfu flest, og það þótt einn af fornkonungum Dana léti kasta sér úr háa- lofti á hrygg Síbylju og dræpi hana með því. Nú er Svíum hótað að kasta úr háalofti á þá verra hlassi en þessum Ivari kóngi bein- lausa, ef þeir vilji ekki búast í stríð. Ur gróðursælli sveit með minjar og yfir- bragð tvö þúsund ára sögu er gengið inn í háskólabókasafn, sem hefur upp undir 2 millj- ónri binda, ef öll rit eru talin. Safnið er ekki sögulegt eingöngu né helg- að sérstökum fræðum, sem Uppsalafrægö byggist á, heldur rúmar það allar fræðigrein- ar, sém háskólanám fæst um í landinu. Það er auðugast og fullkomnast af þjóðbókasöfn- um Svía. Þar er hugsað jafnt um nytsemi og þann lærdóm, sem kannar liðinna tíma skrök, er menningunni var nauðsynlegt á hver jum tíma. Nútiðarkýrin og Síbylja Eysteins eru þar jafnréttháar. Geugið uni Uppsa.lasafn. Um breiðar tröppur tólf er gengið upp í hið aldna og virðulega hús (frá 1817—41).

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.