Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 39

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 39
STÚDENTABLAÐ 33 Almenjvur stúdentafundur var haldinn þrtðjudaginn 13. nóvember s. 1. í hátíðarsal háskólans. Fundarefni var val ræðu- manna við hátíðahöldin 1. desember. Stúdentaráð hafði valiö þá Bjarna Benediktsson, utanríkisráð- herra, til að flytja ræðu af svölum Alþingishússins, Ásgeir Ásgeirsson, alþingismann, og prófessor Ólaf Jóhannesson til að tala í salnum, en fulltrúar rót- tækra voru því andvígir og óskuðu almenns stúd- entafundar um málið. Umræður urðu allsnarpar, en er á fundinn leið, báru þeir Jón P. Emils, stud. jur., Hallgrímur Sigurðsson, stud. jur., og Höskuldur Ólafsson, stud. jur. upp dagskrártillögu þess efnis, að fundurinn áliti gerðir stúdentaráðs góðar og gildar í þessu máli og val þess það ágætt, að því bæri ekki að hrófla. Var hún samþykkt með 188 atkvæðum gegn 143. Hefur enginn almennur fundur stúdenta áður verið svo fjölsóttur sem þessi. Áramótadansleikir. Háskólaráð hefur enn eigi létt af banni sínu um hald áramótadansleiks í anddyri háskólans. Voru stúdentar því að vonum mjög á hrakhólum meö luisnæði. Voru tveir stúdentadansleikir á Nýársnótt, annar á Garði, en hinn í Listamannaskálanum. Á- hugi var þó ekki ýkja mikill fyrir stöðum þess- um og aðsókn því í naumu meðalhófi. Er það áskorun allra stiidenta jafnt til ráðsins, að það sjái sig nú um hönd og láti af meinbægni þessari fyrir komandi áramót. Féla.}>atal. Þessi félög starfa nú innan vébanda Háskóln ís- lands: Deildarf élög: Orator, félag laganema. Formaður þess er Örn Clausen, ritari Emil Ágiistsson, gjaldkeri Svein- björn Dagfinnsson og ritstjóri Úlfljóts Magnús E. Guðjónsson. Félag læknanema. Formaður þess er Gunnlaugur Snædal, gjaldkeri Haukur Jónasson, ritari Jón Árnason og meðstjórnendur Kjartan Ólafsson, cand. Víkingur H. Árnórsson og Hörður Helgason. Rit- stjóri læknanemablaðsins er Ásmundur Brekkan. Félag verkfræðinema. Formaður þess er Steingrím- ur Arason, ritari Haukur Sævaldsson og gjaldkeri Sverrir Ólafsson. Mímir, félag norrænunema. Formaður þess er Aðal- geir Kristjánsson, gjaldkeri Ásgeir Ingibergsson og ritari Sveinn Skorri Höskuldsson. Ka\ipahéðinn, félag viðskiptafræðinema. Fornmður þess er Bjarni Bjarnason. Pólitísk félög: Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Formaður er Baldvin Tryggvason, stud. jur. varaformaður og ritari Eyjólfur K. Jónsson, stud. jur., gjald- keri Magnús Ólafsson, stúd. med. og meðstjórnend- ur Bogi Ingimundarson, stud. jur. og Ólafur Ingi- björnsson, stud. med. Félag róttækra stúdenta: Formaöur þess er ívar Jónsson, stud. jur. ritari Friðrik Sveinsson. stud. med. og gjaldkeri Hreggviður Stefánsson, stud. mag. Félag frjálslyndra stúdenta. Formaður þess er Bjarni V. Magnússon, stud. oceon., ritari Skúli Benedikts- son, stud. theol. og gjaldkeri Sigurberg Elentinus- son, stud. polyt. Stúdentafélag lýðræðissinnaðra sósíalista. Formaður Magnús E. Guðjónsson, stud. jur., ritari Halldór Sigurgeirsson, stud. jur. og gjaldkeri Guðmundur Jóhannesson, stud med. Trúarfélög: Bræðralag, kristilegt félag stúdenta. Formaður þess er Birgir Snæbjörnsson, stud. theol., ritari Sváfnir Sveinbjarnarson stud. theol. og gjaldkeri Árni Sigurðsson stud. theol. Kristilegt stúdentafélag. Formaður þess er Jóhanncs Ólafsson, stud. med., ritari Guðmundur Ó. Ölafsson, stud theol. og gjaldkeri Ástráöur Sigur- steindórsson, cand. theol. Önnur félög: Stúdentafélag háskólans. Formaður þess er Gísli Jónsson, stud. mag., ritari Baldur Jónsson, stud. mag., og gjaldkeri Baldvin Tryggvason, stud. jur. tþróttafélag stúdenta. Formaður Bragi Friðriksson, stud. theol., ritari Baldur Jónsson, stud. mag. og gjaldkeri Sigurberg Elintinusson, stud. polyt. Þá munu til vera Skákfélag stúdenta og Leik- félag stúdenta, en hvorugt starfað neitt, svo vitað sé. Bindindisfélagið sálaða hefur víst engum dottið í hug að reisa við, en þó væri sízt vanþörf á því.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.