Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 30
24 STÚDENTABLAÐ fulltrúi skólans ferðast til þeirra staða, er til greina komu, og þótti fulltrúanum stað- hættir beztir í Árósum, en lagði ella til, að tekið yrði tilboði frá Askovskólanum. Standa yfir samningaviðræður við háskólaráðið í Árósum, og er úrslita þeirra að vænta innan skamms. Ákveðið er, að starfstími skólans verði þrjár vikur, frá 9.—29. ágúst. Þótti ekki ger- legt, að tími þessi yrði styttri, ættu nemend- ur að hafa einhver not kennslunnai* eða stofna til nokkurra gagnkvæmra kynna. Fjöldi þátttakenda fyrsta pumarið var ráð- gerður 236. Frá Danmörku 71, Finnlandi 16, íslandi 8, Noregi 56 og Svíþjóð 85. Eru hlut- föll þessi þó ekki fastskorðuð. Hæfir til inn- töku í skólann eru allir stúdentar og yngri kandídatar. Norræna ráðið hefur ekki enn sett heildarreglur um samþykki inntöku- beiðna, en lög skólans mæla svo fyrir, að sæki fleiri um skólavist en gerlegt er að veita við- töku, skuli þeir að jafnaði ganga fyrir, er nokkurrar þekkingar hafi aflað sér á náms- efninu. /Eðsta stjórn Norræna sumarháskólans er í höndurn Norræna ráðsins, en í því eiga sæti alls 6 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum. Ráð- ið annast fjárreiður skólans, úrskurðar, hverjir öðlist skólavist og ákveður námsefni og kennaraval skólans. Formaður þess er prófessor dr. phil. Paul Diderichsen. Lands- deild starfar í hverju landi, og skulu þær einkum afla fjármagns til starfrækslu skól- ans. Loks ei'u staðardeildir í hverri háskóla- borg, sem stjórna umræðuflokkum, taka við inntökubeiðnum m.m. Til stofnfundar Norræna sumarháskólans kom einn íslenzkur fulltrúi. Vegna sérstakra ástæðna höfðu íslendingar ekki tekið neinn ]iátt í undirbúningi málsins, en fundurinn samþykkti einróma, að íslendingar yrðu með- stofnendur skólans, kysu þeir slíkt, og jafn- framt var mjög óskað eftir hluttöku okkar. Hinsvegar féllust fundarfulltrúar á, að ls- land hefði að ýmsu leyti sérstöðu. Gjaldeyris- ástandi landsins væri þann veg varið, að ill- gerlegt yrði að yfirfæra hlutfallsgreiðslur vegna kostnaðar við starfsemi skólans, sem áætlaður er um 100 þús. danskar krónur, þau fargjöld, er greiða þyrfti með erlendum gjald- eyri, og loks dvalarkostnað nemenda. Land- fræðileg aðstaða Islands væri þannig, að ferð- ir héðan væru mun lengri og fargjöld dýr- ari en til greina kæmi um hin Norðurlönd- in. Vegna þessa var væntanlegum þátttakand- um frá Islandi þegar boðin ókeypis dvöl í skólanum, og var boði þessu eðlilega tekiö. Ég hef átt bréfaskipti við formann ráðsins um lausn annarra greiðsluvandamála í er- lendri mynt, en árangur þeirra er enn tví- sýnn. Á hinn bóginn verður að vinna að því hið bráðasta, að væntanlegir þátttakendur héðan þurfi sem minnstu til ferðarinnar að kosta og helzt engu, þar sem vinnutjón þeirra eitt yrði nægilegt. Á því tel ég lítinn vafa, að aðild Islend- inga að Norræna sumarháskólanum yrði heilladrjúg. Þar verður grafið eftir kjarna fræðigreinanna og lýst sambandi þeirra inn- byrðis. Þar myndast jarðvegur til gagn- kvæmra kynna og heilla báðum aðilum. En stúdentar verða sjálfir að öðlast áhuga fyrir málinu til að gera aðild þessa raunverulega. Væri þá vel farið. 1. stúdent. Hvers mundirðu óska, ef þú oettir þrjár óskir? 2. stúdent: Eins mikils brennivís og ég gæti torg- að. 1. stúdent: Og svo? 2. stúdent: Eins mikils tóbaks og ég gæti reykt. 1. stúdent: Og í þriðja lagi? 2. stúdent (hugsar sig lengi um): Svolítið meira brennivíns.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.