Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 28
22 STÚDENTABLAÐ björginni. Á hinn bóginn óx upp af þessu og öðru, bæði í fámenni og strjálbýli, einhver hin dýrlegasta dyggö íslenzkrar þjóðar, gest- risnin. Iiver taldi sér skylt að láta sitt í té til að seðja svangan ferðamann og gefa hon- um tóm til að hvíla lúin bein, veita honum allt, er til var. Því má skilja góðmennsku þá, er íslenzk þjóð hefur tekið í arf, hjálp- fýsi og skilning á högum annarra. Þetta bregður nokkru ljósi á þol illa kominnar þjóð- ar og samheldni hennar í langvinnum þraut- um, — eigi síður en þá ákvörðun hennar aö standa ein.*) í samræmi við þessa skap- gerð, sem nú hefur verið lýst í fáum drátt- um, styrk og raungæði, má telja einn fræg- an eiginleika íslendinga, þann er útlendingar koma fljótlega auga á, kunna illa í fyrstu, en sætta sig við hann, jafnvel dást að hon- um, er frá líður: íslendingar eru dulir menn, sumir með afbrigðum. Þeim er gjarnt að hylja sig óþýðu eða kæruleysislegu yfirbragói. Til þessa sem annars liggja orsakir. Fyrir harðbýlli náttúru og erlendri ofstjórn og van- rækslu á högum landsins fundu menn sig van- máttuga. En gamalt stórlæti, sem m. a. birt- ist í ófriði Sturlungaaldar, hefur komið mönn- um til að bera harm sinn í hljóði, þola eins og Kínverjar, geyma, en ekki gleyma. Þessi kostur, ef svo má kalla, fylgir þjóðinni enn í dag. Óneitanlega er það kostur, að kunna að þegja er við á, en grípa síðan tækifærið til að koma fram, þegar hin hentuga stund er runnin upp. Fylgir þessu annar dýrmæt- ur, íslenzkur eiginleiki: yfirlætisleysið. í nor- rænum hjörtum hefur dramb og stórlæti allt- af mætt köldum huga. Kappgirni og sókn á brattann til einhverra afreka, a. m. k. ein- hvers hagkvæms þroska, hefur verið eitt aðalsmerkja Islendinga. Af því leiðir andúö þeirra á öllum oflátungshætti og feigðar- *) Koma kann hér mönnum í hug, það er segir i fornum sögum um örlæti og höfðingsskap. E. t. v. er hér um arf að ræða að einhverju leyti. En hitt mun sönnu nær, að frá öndverðu eru íslendingar ein órofin heild, margvíslega skyldir og venslaðir — auk þeirrar einingar, sem landnám hafa haft i för með sér. drambi. Menn hafa orðið að sýna í verki og afköstum, það er þeir gáfu í skyn í orði eða framkomu. Þessi hlið skapgerðar er ein- hver hinn dýrlegasti arfur norrænna þjóða. Heiðríkja og skyggni til allra átta ríkir i köldu, en heilnæmu, hressandi norðurlofti. Eldur býr þar í jörðu, og „funi kveikist af funa“. Hver einstaklingssál tekur svip lands- ins með sér, hvert sem hana kann að reka um jarðir. Vandasamt líferni blasir við hverju íslenzku barni. Því er lagður óskasteinninn í hcndur, hinn norræni arfur. Þótt þú langförull leggðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. (St. G. St.) Jón Sigtryggsson, hinn nýskipaði prófessor í tannlækningum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.