Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 15
STÚDENTABLAÐ 9 azt. En gestaf jöldinn, sem safnið hefur lestr- arsæti fyrir, hefur tífaldazt eða meir á sama tíma, og mun það orðið hátt á 3. hundrað manns, auk fræðimannaherbergja. Uppsala- bær er að miklu leyti byggður stúdentum og vandamönnum þeirra. Bæjarbókasafnið þar er eitt hið ágætasta í Svíþjóð og mikið notað af stúdentum. En háskólabókasafnið, „Carolina rediviva“, hefur staðizt þá eld- raun, sem fá hinna gömlu safna standast hrakfallalaust, að hlaupa í kapp við nútím- ann og ná honum á löngum spretti. Hér skal ekki dvalið við þá hluti, sem freista grúskarans að setjast að í húsi þessu missirislangt: handritasafnið, vögguprenta- safnið, Landsmálsarkivet, sem Dagur Ström- báck stýrir, og fleira ótalmargt. Nýja. Iiáskólasafnið í Höfn. Nútíminn og ekkert annað en hann er sýni- Jcgur gesti, sem heimsækir snöggvast hið stílhreina Universitetsbibliotek II við Tagens- vej í Kaupmannahöfn. Það er eingöngu ætlað stúdentum og fræðimönnum í læknisfræði og raunvísindum. Aðsókn pilta að sumrinu, þeg- ar ég kom þar, var hverfandi lítil í saman- burði við þann stúdentahóp, sem sást að vinnu í Uppsalasafni t. d., en útlán eru þarna stöðugt mikil. Auk lestrarsalsins, sem myndin sýnir, er annar jafnstór ætlaður stúdentum til náms- bókalestrar. Fast bak við salinn er spjald- skrárstofa og útlánssalur, sem gengt er í úr forstofu. Fast bak við þann sal rís 10 hæða turn, sem rúmar meir en helmingi meira af bókum en Landsbókasafn og má hækka svo síðar, að hann rúmi um 600 þús. bd. Þetta safn fullnægir þeim byggingarkröf- um, sem nútíminn verður að gera, um að liafa vegalengdir sem stytztar við alla af- greiðslu og skráning og öllu eins haganlega fyrir komið og í verksmiðjum þeim, sem snjallast eru skipulagðar fyrir starfrækslu sína. Nákvæm lýsing safnsins yrði oflöng. Sama er að segja um lýsing spjaldskráningar og aðra fullkomnun í aðferðum, sem skarai' þar fram úr mörgum söfnum. Annar helmingur danska háskólabóka- safnsins er í gömlu húsi sínu í Fiolstræde og hýsir m. a. Árnasafn.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.