Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 21
STÚDENTABLAÐ 15 Stúdentaráð þrítugt. Hið nýja stúdentaráð. Talið frá vinstri: Magnús E. Guðjónsson, stud. jur., Ásmundur Pálsson, stud. jur., Ólafur Haldlórsson, stud. mag., Hreggviður Stefánsson, stud. mag., ritari, Árni Björnsson, stud. jur., formaður, Kristján Flygenring, stud. polyt., Guðjón Lárusson, stud. med., gjaldlceri, Sigurbjörn Péturs- son, stud. oecon., og ísleifur Jónsson, stud. polyt. Stúdentaráð var fyrst kosið í desember árið 1920, en reglugerð fyrir það var sam- þykkt 2. desember það ár. Var til þess stofn- að til að sameina alla stúdenta um hags- munamál þeirra og vera sameiginlegur full- trúi þeirra inn á við og út á við. Fyrsti for- maður þess var Vilhjálmur Þ. Gíslason, skóla- stjóri, og mun hann hafa verið aðal hvata- maður að stofnun ráðsins. Aðrir meðlimir í þessu fyrsta stúdentaráði voru: Frá laga- deild: Stefán Jóh. Stefánsson og Magnús Magnússon (en í stað annars þeirra kom síðar Gústav A. Jónasson), frá læknadeild: Friðrik Björnsson, Lúðvík Guðmundsson og Skúli V. Guðjónsson, frá guðfræðideild: Þor- steinn Jóhannesson og Sveinn Víkingur, og úr heimspekideild auk formannsins: Stefán Einarsson. Starfsemi stúdentaráðs hefur á þessum þrjátíu árum verið mjög margvísleg og merki- leg um marga hluti, en mun eigi rakin hér í stuttu máli, svo tæmandi gæti orðið. Með- al verkefna þess hafa verið mýmörg hags- munamál stúdenta, það hefur verið fulltrúi þeirra inn og út á við, eins og áður getur, og það hefur verið þeirra höfuð, í félagslífi og námsbaráttu. Það hefur beitt sér fyrir hátíðahöldum stúdenta, blaðaútgáfu þeirra, útgáfu liandbókar fyrir stúdenta, lánasjóði stúdenta og styrkjamálum, það hefur safn- að fé til byggingar stúdentagarða, og nú hef- ur það gengið með oddi og egg í baráttu fyrir félagsheimili stúdenta. Það hefur rekið kaupfélag, sjúkrasamlag og upplýsingaskrif- stofu, það aflaði stúdentum afsláttar í vcrzl- unum bæjarins á þeim árum, þegar til voru vörur, en fáar krónur, til að kaupa fyrir, frímiða og afsláttar á aðgangseyri í kvik- myndahús og leikhús, stuðlaði áður fyrr að stofnun lesstofu, mötuneytis, námsbókasölu og það hefur rekið atvinnuráðningarstarf- semi, sent fulltrúa á erlendan vettvang og staðið fyrir stúdentamótum.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.