Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 36

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 36
30 STÚDENTABLAÐ Akademiskur annáll I iáskólahátíðin. Háskóli Islands var settur 1. dag vetrar að vana, cn þá hafði kennsla farið fram um það bil mán- aðarskeið. Viðstaddir setninguna voru boðsgestir margir, stórmenni þessa lands og annarra. Rektor háskólans, Alexander Jóhannesson, setti skólann með ræðu, þar sem hann rakti helztu viðburði skóla- ársins, sem leið, breytingar á kennaraliði og vænt- anlegar breytingar á stofnuninni. Þá flutti prófessor Jóhann Sæmundsson þann vísindalega fyrirlestur, sem fjallaði um nýjungar síðustu 15—20 ára á sviði læknisfræðinnar. Að honum loknum ávarpaði rector nýstúdenta og hvatti þá til dáða og drengiundar, Dómkirkjukórinn söng í byrjun ,,Ris Islands fáni“, en að lokum þjóðsönginn. Háskólaborgarabréf fengu nýstúdentar afhent að athöfninni lokinni, hver í sinni kennslustofu. Stúdentaráðskosningarnar. Kosning í stúdentaráð fór fram laugardaginn 28. október, en dagana á undan höfðu 4 pólitísku fé- lögin gefið út hvert sitt blað, sem ætlað væri til Hann var kominn niður undir sjávarflöt- inn og flaug nú beint áfram í átt frá landi, sá græna víðáttu sjávarins fyrir neðan sig með litlum, síkvikum gárum, og hann lagði undir flatt og gargaði af kátínu. Foreldrar hans og systkini voru nú sezt á þessa grænu flöt og bentu honum að koma til sín og köll- uðu til hans skrækhljóða. Hann bar fyrir sig fætur til að koma standandi niður á þenn- an græna sjó, en fæturnir sukku í. Hann æpti í skelfingu og reyndi að lyfta sér til flugs aftur og baðaði vængjunum, en hann var orðinn lémagna og uppgefinn af þessari ó- venjulegu áreynslu, og auk þess máttfarinn af hungri, svo að hann hafði sig ekki á loft. Fæturnir sukku ofan í sjóinn græna, svo að kviður hans nam við — og svo sökk hann ekki dýpra, — hann flaut! Og í kringum hann var fjölskyldan garg- andi lof og hól um hann og öll nef á lofti að rétta honum fiskæti. Fyrstu flugferðinni var lokið. sálnaveiða, og kvöldið áður fór fram framboðs- fundur, þar sem frambjóðendur æfðu mælsku sína, sjálfum sér og mörgum öðrum til óskiptrar ánægju. Að þessu sinni komu fram 5 listar, hvað aldrei hefur komið fyrir áður (síðastl. ár aðeins 3). Félag frjálslyndra stúdenta og Stúdentafélag lýðræðissinn- aðra sósíalista báru nú fram hvort sinn lista, en höfðu 2 síðastliðin ár staðið saman að einum. Þá báru verkfræðinemar fram ópólitisíkan lista, sem að þeirra sögn, var leiðin til að stuðla að fram- vindu lagabreytinga um stúdentaráð, þar sem öll afskipti af pólitískum málum séu frá þvi numin, en fcngin í hendur almennum stúdentafundum. Kosningin fór þannig; A-listi, listi Stúdentafélags lýðræðissinnaðra sósíalista, fékk 59 atkvæði og 1 fulltrúa kjörinn í ráðið, Magnús E. Guðjónsson, stud. jur. B-listi, listi Félags frjálslyndra stúdenta, hiaut 60 atkvæði og 1 mann kjörinn, Ásmund Pálsson, stud. jur. (1 síðustu kosningum höfðu þessi félög saman 134 atkv. og 3 fulltrúa). C-listi, listi Félags róttækra stúdenta, fékk 106 atkvæði (s.l. ár 120 atkv.) og 2 fulltrúa kjörna, þá Ólaf Halldórsson, stud. mag. og Hreggvið Stefánsson, stud. mag. D- listi, listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, fékk 230 atkvæði (213 s.l. ár) og 4 menn kjörna, þá Árna Bjcrnsson, stud. jur., Guðjón Lárusson, stud, med., Kristján Flygenring, stud. polyt., og Sigur- björn Pétursson, stud. odont. E-listi, listi verkfræði- nema, hlaut 56 atkvæði og 1 mann kjörinn, Isleif Jónsson, stud. polyt. 5 atkvæðaseðla voru auðir, en ógildur einn, og hafa þá neytt kosningaréttar 517 manns, en á kjörskrá voru 614, þar af fjarverandi 40, svo að þátttaka hefur numið 90,7% í ár, cn var í fyrra 92,6%. Á fyrsta fundi ráðsins fór fram stjórnarkjör. Fram komu tveir listar, frá C- og D-lista og eiga sæti i hinni nýju stjórn þcssir menn: Árni Björns- son, formaður, Guðjón Lárusson, féhirðir, og Hrcgg- viður Stefánsson, ritari, Rússar. Nýir nemendur á þessu hausti cru 177, en auk þess hafa 14 áður innritaðir flutzt milli deilda, og skiptast nýstúdentar þannig milli deilda skólans:

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.