Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 34

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 34
28 STÚDENTABLAÐ MAFURINN Smásaga eftir Liam O’Flaherty. Máfurinn ungi var aleinn á syllunni sinni. Systkini hans höfðu flogið burt daginn áð- ur — en hann hafði ekki þorað. Hann hafði tekið dálítið tilhlaup fram á brúnina og reynt að mynda vængina til flugs, en þá greip skelfingin hann. Þarna niðri lá sjórinn, þessi mikla víðátta, langt, langt fyrir neðan. Hann fann til fullvissu um, að vængirnir mundu aldrei halda sér uppi, og hann laut höfði og hljóp til baka inn í skútann sinn, þar sem hann kúrði á nóttunni. — Bræður hans hlupu til, hvor á eftir öðrum, böðuðu út vængjun- um og flugu fram af, jafnvel litla systir hans, sem hafði þó miklu styttri vængi en hann; samt gat hann ekki sótt í sig kjark til þessa heljarstökks, það var svo geigvænlegt. Faðir hans og móðir höfðu gargað til hans, man- að hann, ógnað honum með að láta hann svelta í hel þarna á syllunni, nema hann flygi fram af. Nei, hann gat ekki unnið sér það til lífs. Nú var liðinn sólarhringur, og allan þann tíma hafði enginn komið í námunda við hann. Allan liðlangan gærdaginn hafði hann horft á foreldra sína fljúga fram og aftur með systkinum hans að fullkomna þau í fluglist- inni, kenna þeim að létta sér yfir öldukamb- ana og kafa eftir fiskum. Hann hafði jafn vel séð eldri bróður sinn veiða fyrstu síldina og rífa hana í síg þar á dálítilli flös, og heyrt pabba og mömmu hlakka af stolti, hnitandi hringa yfir honum á fluginu; og í allan morgun hafði fjölskyldan spókað sig á stóra klettastallinum andspænis og ögrað honum og hætt hann vegna hugleysis hans. Sólin var komin hátt á loft og bakaði syll- una hans, því að hún lá á móti suðri. Hitinn gerði honum ómótt, því að hann hafði ekkert étið síðan kvöldið áður; þá hafði hann fundið skrælnaðan makrílssporð lengst úti á enda syllunnar. Nú var ekkert ætilegt eftir, hann var búinn að leita af sér allan grun meira að segja róta upp hreiðurdyngjunni, þar sem þau systkynin höfðu klakizt út. Hann hafði jafnvel reynt að japla á dropóttu eggskurn- unum, skrældum og þurrum; Það var eins og að éta hluta af sjálfum sér. — Síðan hafði hann stjáklað fram og aftur eftir syllunni, grár kroppurinn, samlitur klettun- um, og langir, gráir fætur, stikandi tepru- legum skrefum, í árangurslausri leit að ein- hverri leið til að komast til hinna, án þess að þurfa að fljúga. En syllan endaði á báðar hliðar í hengi flugi, niður í sjó, og á milli hans og foreldranna var gínandi gjá. Það hefði svo sem verið hægt að komast til þeirra, ef hægt hefði verið að ganga eftir klettaveggnum, en á hverju átti að ganga? Það hefði ef til vill verið fært fyrir flugu. Uppi yfir syllunni var ekkert að sjá nema þverhnýpt bergið, og ef til vill var enn lengi'a upp á brúnina en niður í sjóinn fyrir neðan. Hann gekk hægt fram á brúnina og stóð þar á öðrum fæti, en faldi hinn undir væng sér. Hann lokaði öðru auganu, og síðan hinu, lézt vera að sofna. Þau virtu hann ekki við- lits. Bræður hans og systir lágu og móktu með höfuðin hálfsokkin í hálsfiðrið. Faðir hans var að snyrta fjaðrirnar á baki sér. Móðir hans ein gaf honum gætur. Hún stóð á dálítilli snös og stakk fram hvítri bringunni. Af og til sleit hún bita og bita af fiski, sem lá við fætur hennar, og þess á milli brýndi hún nefið á steininum. Hann ærðist við að sjá matinn. Ó, það var nautn að slíta svona ofan í sig matinn og brýna nefið á milli! Hann klakaði lágt. Móðir hans klak- aði á móti og leit nú upp til hans. „Ga, ga, ga,“ hljóðaði hann, í sárri bæn um eitthvað að éta. Hún svaraði honum með háðslegu gargi, en hann hélt áfram að biðja aumkunarlega. — Allt í einu hrein hann við í fögnuði, móðir hans hafði gripið upp ræf- ilinn af fiskinum og flaug nú upp í áttina til hans. Hann laut áfram, stappaði niður fót- unum af æsingi og teygði sig á móti henni. Nú var hún rétt fram undan brúninni, þar sem hann stóð, og fiskurinn næstum innan seilingar frá nefi hans; þá hikaði hún skyndi-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.