Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Stúdentablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 18
12 STÚDENTABLAÐ Hástökk með atrennu: 1. Örn Clausen, stud jur. ....... 1,85 m., sem jafnframt er nýtt íslenzkt met í hástökki innanhúss. 2. Gunnlaugur Jónsson, stud. med. 1,65 — 3. Isleifur Jónsson, stud. polyt.. 1,65 — • Kúluvarp: 1. Bragi Friðriksson, stud. theol. 14,09 m. 2. Sigui’ður Júlíusson, stud phil 13,80 — 3. Örn Clausen, stud jur. ... 13,70 — Hindrunarþraut í leikfimi: 1. Baldur Jónsson, stud mag. _____ 88 stig, 2. Siguróur B. Sveinsson, stud. med. 81 stig, 3. Halldór Sigurgeirsson, stud. jur. 77 stig, Hindrunarþrautin samanstendur af þess- um atriðum: höfuðstökk, þjófastökk, yfir- sveifla og terra á slá og hvarf áfram, lóð- rétt stökk, velta áfram, fleginn köttur í köðlum, svifstökk, velta afturábak, handa- hlaup og hástökk beint á. Heildarúrslit urðu þessi: 1. Laga- og hagfræðideild .... 44,5 stig, 2. Guðfræði- norrænu- og heimspekideild _______ 38 stig, 3. Læknadeild ...... ...... 31,5 stig, 4. Verkfræðideild ... ..... 18 stig, Stigagjöf var þannig, að fyrsti maður fær 7 stig, annar maður 5 stig, þriðji maður 4 stig, fjórði 3 stig, fimmti 2 stig og sjötti maður 1 stig. Framan af var keppnin nokkuð hikandi, en eftir því sem á leið, virtust stúdentar fá méiri áhuga fyrir því að standa sig, hver fyrir sína deild. Að keppninni lokinni voru verðlaun afhent og stig tilkynnt. Er óhætt að fullyrða, að keppni þessi hafi gefizt vel og áhugi sé vakinn fyrir áframhaldi hennar á komandi árum. Ég þekkti einu sinni mann, sem komst skyndilega í álnir. Hann sagðist ætíð láta vekjaraklukkuna hringja klukkan sjö, ekki vegna þess að hann ætlaði sér að fara á fæt- ur, heldur einungis til að njóta ánægjunnar við að þagga niður í henni, því þá sagðist hann sofna svo vel á eftir. Stúdentum háskólans eru boðin margvís- leg fríðindi umfram aðra unga menn þjóð- arinnar, en það þarf sterk bein til að þola góða daga og öfluga sjálfsstjórn til að þola mikið frelsi. Það eru of margir, sem þagga niður í klukkunni, ungi stúdent, þegar kall- að er á þegnskap og þjónustu i starfi og félagslífi. Starfið fyrir skólann, fyrir deild- ina og fyrir ylíkur sjálfa að eflingu félags- legra samtaka. Starfið að því að byggja það umhverfi, sem hæfir þroska ykkar og metnaði og trúnni á lífið. Sá, er rækir skyldur sínar við þá stofnun, er liann nemur við, mun rækja skyldur sínar við þá stofnun síðar meir, er hann starfar hjá. Einhverjum finnst það ef til vill ekki skipta máli, hvort hann tekur virkan þátt í félagslífi skólans, íþróttaæfingum og deildakeppnum. Svo mun þó reynast, að þeii, sem þjóna félagslegum hugsjónum í æsku, muni reynast síðar mestir athafnamenn liinnar íslenzku þjóðar. Ef yður langar til að komast í bréfasamband við einhvern hér á landi eða erlendis ]iá skrifið til Bréfaklúhhsins ISLANDIA, Pósthólf 1014, Iteykjavík, sem veitir yður allar nánari upplýs- ingar. Oft hafa bréfaskipti ókunnugra skapað varanlega vináttu. B R f f A K l Ú I) B U R I N N IUANDIA

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.