Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 6
6 St údentalfa& Það mun fátítt, að menn, sem komnir eru yfir sjötugt, leggi stund á háskólanám. Þó gerðist það á síðastliðnu liausti, að sr. Sigurður Norland frá Hindis- vik innritaðist í Háskóla Islands og stúderar nú grísku af kappi. Ritnefnd fannst því eigi úr vegi að spjalla örlítið við sr. Sigurð og fræðast af honum um hans fyrra skólanám, en réttum 50 árum áður en hann innritaðist í liáskólann, lióf liann nám við prestaskólann. Og eitt kvöldið ráðumst við lieim til sr. Sigurð- ar. Hann var þá að koma úr prófi og var að ljúka 2. stigi í grísku. — Hvað viltu nú, Sigurður, segja okkur frá námi þínu i Lærða skólanum? — Ég settist í 2. bekk liaust- ið 1902 og var i skólanum þann vetur, en hina bekkina las ég utan skóla. Dvaldist ég á vet- urna heima hjá foreldrum mín- um og las þar, en fór alltaf tímanlega á vorin suður til að lesa upp. Slitnuðu því aldrei tengsl mín við skólann og nem- endur hans. — Gerður ekki skólapiltar sér margt til gamans á þessum árum? — Jú, það var ýmislegt, en einna bezt man ég eftir skóla- ballinu, en það var haldið á afmælisdegi konungs, 8. apríl. Hver maður átti að bjóða með sér dömu, og var þá hafður sérstakur maður af skólans liálfu til að líta eftir að döm- urnar væru heiðarlegar. En minn árgangur mótmælti þessu liarðlega, og voru þau mótmæli tekin til greina og var því Iiætt. Annars skiptust menn í ballista og rallista. Rallistar liugsuðu minna um dansinn en meira um drykkjuna. Þegar dansinn hófst, stóð lúðrasveit á miðju gólfi og spilaði. Svo var dansað í kring. — Var ekki kennurum hoð- ið á dansleikinn? — Jú, kennurum og rektor var hoðið, og átti ævinlega ein-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.