Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 4
^tddentablao lega lýst því yfir, að hann telji æskilegt, að kennaraskólapróf jafngildi stúdentsprófi. Semín- arista vill hann gera jafnréttháa stúdentum við innritun í Há- skóla Tslands, en stúdentar verða eftir sem áður að sitja árlangt í Kennaraskóla Islands til að mega kenna krökkum. Löngun ráðherrans til þess að kitla hé- gómagirni semínarista á tylli- dögum í tylliræðum, er ef 'til vill skiljanleg, en sæmra hefði verið að gera það án þess að vega að stúdentum og menntun þeirra. Þessi yfirlýsing ráðherrans er annars i algeru samræmi við embættisrekstur hans í skyld- um málum. Hann lét sig t. d. ekki muna um það fyrir nokkru að veita flokksbróður sínum á Isafirði, er stundað hafði skipa- smíði um nokkurt skeið, meist- araréttindi í húsasimíðum. Auk þess hefur þessi ráð- herranefna beitt valdi sínu á óviðurkvæmilegan hátt í öðru máli, er hann gaf út ráðherra- úrskurð um að manni einum, sem verið hafði kokkur á fiski- skipum um tíma, skyldi leyft að ganga undir hið opinbera matsveina- og framreiðslu- mannapróf, án iðnskólamennt- unar, þrátt fyrir eindregin mót- mæli stéttarfélags þess, er i hlut átti. Nokkru síðar gerðist það, sem einsdæmi má heita: Gylfi breytti ákvörðun sinni (þó sbr. umsóknina um forstjórastöð- una) og ómerkti fyrri úrskurð sinn með nýju ráðherrabréfi, þar sem hann veitti fyrrnefnd- um manni umgetin réttindi án prófs, án iðnskólamenntunar og gegn vilja stéttarfélagsins. Mvm Gylfi hafa hræðzt, að flokks- bróðir hans félli á prófinu. Hversu lengi þarf þjóðin að bíða þess, að Gylfi breyti sam- vinnuskólaprófi Birgis Thorla- cius ráðuneytisstjóra i stúdenfs- próf ? Menntamálaráðherra tekur völdin af háskólaráði. Eins og flestum mun kunn- ugt, var sá siður upp tekinn að frumkvæði doktors Gunnlaugs Þórðarsonar á gamlárskvöld 1941, að stúdentar héldu ára- mótafagnað í anddyri háskól- ans. Var það bæði, að anddyrið þótti hentugt fyrir þann fagn- að, og hitt, að stúdentum þótti gott að eiga vísan ókeypis sama- stað til skemmtanahalds á því kvöldi, en illt að láta veitinga- húsaeigendur úti í bæ raka saman of fjár á kostnað stú- denta. Síðast en ekki sízt var þessi áramótafagnaður ein hin öruggasta tekjulind stúdenta- ráðs, og sú langmikilvægasta. Þess nægir að geta, að síðast, þegar áramótafagnaður var haldinn i anddyrinu, árið 1947, nam ágóði stúdentaráðs um 22 þúsundum króna.Nú væri óhætt að tvö- til þrefalda þessa upp- hæð. Af ástæðum, sem vandlega eru raktar i 2. tbl. Stúdentablaðs 1958, var hætt að halda nýjárs- fagnað í anddyrinu. Kom þar helzt til rógsiðja þeirra kump- ána, Hannesar á horninu og Guðmundar Sveinssonar, nú- verandi Samvinnuskólastjóra. Hér skulu ekki taldar rök- semdir stúdenta fyrir því að fá að halda hátíð þessa í and- dyrinu. Því máli haf a verið gerð rækileg skil í fyrrnefndri grein, og vísast um það til hennar. 1 haust samþykkti háskólaráð mótatkvæðalaust, að haldinn skyldi fagnaður á nýjársnótt í anddyri háskólans og á vegum stúdentaráðs. Sjálfsögð skilyrði skyldu hins vegar sett um gesta- fjölda, öryggisráðstafanir o. s. frv. Háskólaráð hafði vitanlega f ulla heimild til þess lögum sam- kvæmt að veita slikt leyfi. Stúdentar allir fögnuðu þess- ari ákvörðun, og þá ekki sízt stúdentaráð, sem barizt hefur í bökkum f j árhagslega um árabil, svo að stórlega hefur hindrað alla starf semi þess, en ríkisvald- ið jafnan neitað um aukið fram- lag til þess. Það er að vísu óumdeilanlegt, að Háskóli Islands, sem stofn- un, heyrir undir menntamála- ráðuneytið, en háskólaráð ræð- ur algerlega yfir sínum húsum. Allir lagaprófessorarnir eru á einu máli um, að um leyfi fyrir fagnaði þessum, þyrfti ekki að sækja til menntamálaráðuneyt- isins. Eigi að síður taldi rektor rétt, að leitað yrði álits mennta- málaráðherra um það atriði, hvort nokkurt ákvæði væri í lögum eða reglugerðum, sem hindraði framgang þessa máls. Skrifaði stúdentaráð því menntamálaráðherra bréf þess efnis, og óskaði viðtals við ráð- herrann, ef hann sæi nokkra annmarka á erindi þess. Loks kom að því, að stúdent- ar þurf tu ekki að bíða ef tir svari ráðherrans. Hann svaraði sam- dægurs og sendi svarið heim til formanns stúdentaráðs. Þar sagði, að ráðuneytið sæi fyrir sitt leyti ekkert við það að athuga, að áramótafagnaður stúdenta færi fram i anddyri háskólans, en vekti jafnframt athygli á því, sem kallað var „bréf Björns Olafssonar þáverandi mennta- málaráðherra"(!!), en þar mun

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.