Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 2

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 2
*S)tú.dentablao Hinn glœsilegi fulltrúi háskóla- manna í ríkisstjórn. Stúdentar hafa löngum talið það lán sitt, að eiga góða mál- svara við stjórnarjötuna. Þess vegna hafa þeir oftast fagnað því, er háskólamenn hafa setzt í stól menntamálaráðherra, og svo var einnig að þessu sinni, þegar bókfærsludoktor háskól- ans tók við þessu virðulega em- bætti. Að vísu voru stúdentar ekki á einu máli um það, hvert gagn doktor Gylfi mundi vinna hagsmunamálum þeirra, en nú eru þeir allir sammála, og hef ur skoðun hinna bölsýnustu orðið ofan á. Þykir hlýða að gera reikningsskil ráðsmennsku bók- færsludoktorsins í almennu málgagni stúdenta. PERtnT! Fjárveiting til stúdentaráðs. Fyrstu skipti háskólastúdenta við ráðherra þennan hófust haustið 1956, er stúdentaráö fór þess á leit við hið háa alþingi, að það hækkaði fjárveitingu sina til ráðsins. Fjárveitingin hafði þá verið óbreytt síðan á fjárlögum 1947, kr. 10.000.00. Á þeim tíma hafði margt borið til, sem gerði aukna f járveitingu ekki aðeins réttlætanlega, held- ur einnig nauðsynlega fyrir alla starfsemi stúdentaráðs. Skal þar einungis nefna, að allt verð- lag hefur margfaldazt, niður- stöðutölur fjárlaga fjórfaldazt og stúdentaráð verið svipt helztu tekjulind sinni, meðan öll starf- semi þess f ærðist stórlega í auk- ana. Stúdentaráð hafði reynt að fá f járveitinganefnd alþingis til að hækka framlagið, en hún reyndist ófáanleg til þess. Varð Ragnhildur Helgadóttir til þess að flytja tillögu um hækkun á framlaginu upp í kr. 25.000.00. Tillaga þessi var felld með 29 atkvæðum gegn 19 að viðhöfðu nafnakalli, og greiddi þá dokt- orihn atkvæði gegn hækkuninni. (Alþt. 1956, B 958). Hér var um að ræða 15 þúsund króna hækk- un a fjárlögum upp á 800 millj- ónir. — Árið ef tir haf ði prófess- or doktor Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra sömu af- stöðu til þessa máls; hann lagð- ist gegn hækkun til stúdenta, og sannaði þeim þar með hug sinn í þeirra garð, þrátt fyrir ummæli hans um svipað leyti í hinni f rægu „Fulbright-ræðu", þar sem hann komst svo að orðl, að aldrei væri nógu mikið gert fyrir stúdenta. Hvað er tvískinn- ungur sem þessi kallaður á ís- lenzku? Hræsni. Kvigska. Hér birtist taf la, tekin saman úr f járlögum 1947 og frumvarpi til fjárlaga 1959: 1947 Stúdentaráð Háskóla Islands . . 10.000 Skáksamband Islands........ 1.600 Alþýðusamband Islands...... 10.000 Háskóli Islands ............. 1,6 millj. Tekjur ríkissjóðs............ 202 — 1959 Hækkun 10.000 0% 30.000 1775% 150.000 1400% 5,7 millj. 256% 898 — 345%

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.