Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 5
~—>tiidentablao Her eru húsbœndur háskólaráðs, þeir Gylfi Þ. Gíslason og Birgir Thorlacius, að drykkju i Haskola Islands, en slíka iðju telja þeir bannaða, þegar aðrir eiga í hlut. Það er at- hyglisvert, en mjög einkennandi fyrir manninn, að Gylfi skýlir glasi sínu með vinstri hendi hafa verið átt við „bréf mennta- málaráðuneytisins til skóla- stjóra, um bindindiseftirlit i skólum", 16. sept. 1950, sbr. B- deild Stjórnartíðinda 1950, bls. 469, en þar væri bannað að haf a áf engi um hönd á skemmtunum i skólabyggingum, „sem reistar eru með styrk af almannafé og/ eða standa undir eftirliti f rœðslumálastj órnar". Stjórn stúdentaráðs kom þeg- ar saman, og eftir að hafa ráð- fært sig við ýmsa lögfróða menn, varð það að ráði, að stjórnin gengi á fund ráðherr- ans, þótt hann hefði ekki sinnt viðtalsbeiðni ráðsins. Hittu stjórnarmenn ráðherrann á heimili hans, og .veitti hann þeim fúslega áheyrn. Þar spurði stjórnin, hvort nokkurrar, breytingar væri að vænta á svari ráðherrans, taldi, að hvorki væri háskólinn reistur fyrir styrk af ahnannafé, þar eð Happdrætti Háskóla Islands greiddi allan bj^ggingarkostnað hans og orðið „almannafé" þýddi hér vafalaust ríkissjóð, eins og jafnan í lögum, — né heldur væri háskólinn undir ef t- irliti fræðslumálstjórnar, sbr. lög um fræðslumálastjórn, en þar segir í annari grein: „Þó er Háskóli Islands undanskiiinn ákvæðum þessara Iaga". Ráðherrann taldi háskólann tvimælalaust heyra undir fræðslumálastjórnina engu að síður. Mun lagaprófessorum þykja þessi lögskýring nýstár- leg, en háskólaráði uggvænleg. Þá var ráðherra spurður, hvort hann væri fáanlegur til þess að veita undanþágu frá bréfi þessu, er hann teldi ná til háskólans. Hann neitaði því, sagði, að af því myndi rísa slík- ur úlfaþytur, að stúdentum yrði ekki siður til leiðinda og ama en honum. Kvaðst hann síður en svo gera okkur neinn óleik með þessu, kvaðst vita, að þetta væri stúdentum fyrir beztu. (Vi alene vide — í f öðurlegum tón). Aðspurður sagði ráðherr- ann, að hann óttaðist þau blaðaskrif miklu meira, sem Ieiddu af jáyrði hans, en hin, sem neitunin hefði e.t.v. í för með sér. Framh. á bls. 12

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.