Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 07.02.1959, Blaðsíða 8
8 Um jólin efndi stúdentaráð til jólatrésfagnaðar á Gamla Garði fyrir börn og gesti þeirra. Mæltist þessi nýbreytni mjög vel fyrir og skemmtu þátttak- endur sér hið bezta. Voru, eins og á slíkum samkomum tíðkast, sungnir jólasálmar, gengið í kringum jólatré, farið í ýmis- konar leiki og sitthvað fleira gert. Að sjálfsögðu voru jóla- sveinarnir potturinn ög pannan í öllu saman. Þó að aðsókn væri ekki nema rétt í meðallagi, sem ugglaust á að nokkru leyti ræt- ur að rekja til þess, að fagnað- urinn var ákveðinn með full- stuttum fyrirvara, kom glögg- lega i ljós, að góður grundvöll- ur er fyrir slíkum fagnaði um jólin, og er þess þvi að vænta, að þessari starfsemi eigi eftir að vaxa fiskur um hrygg næstu árin. Þessa dagana er í undirbún- ingi sveitakeppni i skák milli ýmissa deilda skólans. Þá er einnig fyrirhugað að efna til skákmeistaramóts stúdenta áð- J^tádentablao ur en langt líður. Sérstök nefnd skíðaferðir verða væntanlega vinnur að verkefnum þessum á vegum stúdentaráðs og mun hún að auki gangast fyrir fjöl- teflum og leitast við að fásnjalla skákmenn til útskýringa á merkum skákum. Auglýsingar um þetta verða væntanlega f est- farnar síðar, ef aðstæður leyfa. Vinnumiðlun stúdenta hefur verið starf rækt síðan í haust, og var einkum mikið að gera hjá Vetttianqnr ar upp í anddyri háskólans ein- hvern næstu daga. Ferðaþjónusta stúdenta hef- ur ákveðið að efna til skiða- ferðar um helgina 7.—8. febrú- ar. Er hér um að ræða aukn- ingu á starfsemi ferðaþj ónust- unnar, sem gera má ráð fyrir að stúdentar fagni, enda ætti enginn að hafa nema gott eitt af þeirri hollu hressingu, sem slíkum ferðum fylgir. Fleiri Jólatrésfagnaður. Ljósm.: Stefán Nikulásson. lienni fyrir jólin, svo sem venja er. Tekizt hef ur að útvega vinnu öllum þeim stúdentum, er til hennar hafa leitað það sem af er, og berast vinnutilboð alltaf við og við, aðallega um kennslu- störf. Tilkynningar um þetta eru birtar jafnóðum á auglýs- ingatöflu í anddyri skólans. Stúdentakór frá Heidelberg hafði viðkomu hér í Reykjavík fyrir skömmu, á leið sinni vest- ur um haf, þar sem kórinn hyggst syngja næstu vikurnar. Fulltrúar frá stúdentaráði hittu söngstjórann, dr. Siegfried Her- melink, að máli, meðan kórinn stóð við hér, og kom meðal annars til tals, að efnt yrði til söngskemmtunar hér i baka- leiðinni. Það mál er nú í athug- un. Þess má geta, að þátttak- endur í söngför kórsins eru 30 að tölu. Eins og þeim stúdentum, sem sótt hafa tima siðustu vikuna, er kunnugt, hefur að tilhlutan stúdentaráðs verið hafin veit-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.