Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 5
STÚ DENTABLAÐ
5
Próf. dr. phil. EINAR ÓLAFUR SVEINSSON:
Frá
handritamálinu
i
Á því ári, sem nú er senn liðið
á enda, hafa mikil tíðindi gerzt
í handritamálinu. Þykir mér vel
við eiga að fara um þetta fám
orðum í Stúdentablaðinu 1. des-
ember, með því að stúdentar hafa
jafnan haft vilja á að veita því
máli fullan stuðning, og svo er
hátíð til heilla bezt.
Undanfarin ár hafa viðtöl far-
ið fram um handritamálið milli
íslenzkra og danskra stjórnar-
valda, en það var ekki fyrr en
á fyrra hluta þessa árs, að því-
líkur skriður komst á málið, að
til úrslita horfði. Að undangengn-
um fræðilegum rannsóknum, sem
m. a. höfðu stuðning af starfi ráð-
gjafarnefndar þeirrar, sem Alþingi
hafði kosið til að vinna að hand-
ritamálinu, hafði menntamála-
ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason,
viðræður við dönsk stjórnarvöld,
og að lokum tókst samkomulag
um málið milli íslenzku og dönsku
ríkisstjórnarinnar, og var frum-
varp á þeim grundvelli lagt fyrir
danska ríkisþingið. Margir góðir
danskir menn áttu hér hlut að
máli, og skal þar einkum nefna
Jörgen Jörgensen, menntamála-
ráðherra og Viggo Kampmann
forsætisráðherra. Utan hóps
stjórnmálamanna hafa danskir
lýðskólamenn lagt mikið gott til
þessara mála fyrr og síðar; þá má
eigi heldur gleyma Bent A. Koch
ritstjóra, sem ótrauður hefur
barizt fyrir málinu.
1 ríkisþinginu urðu miklar um-
ræður, en að lokum var frum-
varp stjórnarinnar samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta, 110 at-
kvæðum móti 39. Úr hópi þeirra,
sem studdu málið í þinginu, þyk-
ir mér rétt að nefna hér foringja
vinstrimanna, fyrrv. forsætisráð-
herra Erik Eriksen, sem jafnan
hefur verið hlynntur lausn máls-
ins og boðaði þann vilja sinn í há-
sætisræðu 1952, að ég ætla, en
stjórnmálaatburðir ollu því, að
honum auðnaðist ekki að knýja
málið fram í það sinn.
Svo sem kunnugt er, varð aft-
urkippur um framkvæmd þessar-
ar samþykktar. Mótstaðan móti
frumvarpinu hafði verið hörð úr
vissum áttum, og þegar það var
samþykkt, var safnað undirskrift-
um 61 þingmanns, sem kröfðust
þess, að frumvarpið um afhend-
ingu handritanna væri ekki lagt
fyrir konung til undirskriftar,
með því að í því fælist eignarnám,
en þriðjungur þingmanna (60)
getur krafizt frestunar á fram-
kvæmd eignarnámsfrumvarps. Þó
að stjórnin teldi, að afhending
handritanna væri ekki eignamám,
frestaði hún framkvæmd sam-
þykktar þingsins, en lýsti jafn-
framt yfir því, að hún mundi þeg-
ar að loknum næstu kosningum
leggja málið fram að nýju.
Þessa yfirlýsingu stjórnarinn-
ar þarf ekki að efa. Og ríkisþing
Dana er ekkert komedíuhús. Svo
mikill fjöldi manna úr stjórnar-
andstöðunni léði málinu lið í
þetta sinn, að treysta má á, að
fylgjendur málsins af öllum flokk-
um muni þá leiða það fram til
fulls sigurs. Er þess að bíða fyrir
Islendinga.
II
Á þessu ári hafa enn orðið önn-
ur tíðindi, sem varða íslenzk vís-
indi og sérstaklega íslenzku hand-
ritin.
Á fimmtíu ára afmælishátíð
Háskóla Islands, 6. október s. 1.,
bar menntamálaráðherra fram
heillaóskir til háskólans og til-
kynnti, að ríkisstjórnin mundi
leggja fyrir Alþingi frumvarp til
laga um íslenzka handritastofn-
un við háskólann. Þetta mál á sér
forsögu, sem ekki verður rakin
hér; fyrir löngu var ljóst, að
handritaskil af hálfu Dana væri
hið rétta tilefni þess, að allar
handritarannsóknir og handrita-
afnot hér á landi væru skipulögð
og aukin með því að koma á fót
sérstakri stofnun til að annast
það. En á síðastliðnum vetri skip-
aði Heimspekideild nefnd þriggja
manna til að gera ákveðnar tillög-
ur um þetta. Voru þær síðan sam-
þykktar af deildinni, og því næst
fjallaði háskólaráð um þær og
kom tillögum um þetta á fram-
færi við menntamálaráðherra.
Samkvæmt þessum tillögum
bar ríkisstjórnin síðan fram á
Alþingi frumvarp um handrita-
stofnun. Því var vel tekið af
stjórnarandstöðunni, sem hét
fullum stuðningi sínum. Helzt
þótti það á skorta, að of lítið væri
að gert.
Auðsætt má vera, að frumvarp-
ið muni ná fram að ganga á Al-
þingi, og ber að fagna því.
Hér er ekki staður til að standa
upp og gala um allt, sem þessi
stofnun muni gera. Þar verður
mikið og gott verk að vinna fyrir
þá, sem móta eiga starfsemi henn-
ar og vinna að eflingu hennar.
Hitt hæfir að þakka stjórn-
málamönnum skilning þeirra á
málinu. Og gott er til þess að
hugsa, að hvorki mun þurfa að efa
góðvilja þjóðarinnar né stjórn-
málamanna í framtíðinni.
Því einu skal hér við bætt, að
óska að þessari stofnun megi
auðnast að vinna að sínum hluta
að ávöxtun hins dýra fjársjóðs
þjóðarinnar, sem henni er falin.