Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 20
20
STÚDENTABLAÐ
Frá
Háskóla-
hátíðinni
Lifi minning liðins tíma
langtum meir þó tímans starf.
Lifi og blessist lífsins glíma
leifi framtíð göfgan arf.
Hverfi ofdrambs heimsku víma
hefjist magn til alls, sem þarf
Lifi og blessist lífsins glíma
lifi og blessist göfugt starf.
Þessar ljóðlínur orti Hannes Hafstein fyrir fimm-
tíu árum. Þær eru einkennandi fyrir þann stórhug
og þá framsýni, sem ríkti með íslenzku þjóðinni á
þeim árum.
Við, nýja kynslóðin, og aðrar komandi kynslóðir,
berum ávöxtinn af djörfung og dugnaði þessara ára.
Meðal þess „göfga arfs“, er Háskóli íslands.
I ár, 1961, er hann fimmtíu ára. Þessa afmælis
var minnzt með veglegum hátíðahöldum dagana 6.
og 7. október síðastl. Stóðu þau yfir í tvo daga og
fóru aðallega fram í hinu nýjá og glæsilega Háskóla-
bíói, sem vígt var við það tilefni.
Til hátíðarinnar var boðið fjölda innlendra og
erlendra gesta, sem fluttu ræður og ávörp og færðu
skólanum hamingjuóskir sínar og þeirra stofnana,
sem þeir voru fulltrúar fyrir. Þannig voru viðstadd-
ir fulltrúar frá velflestum háskólum Evrópu og
N orður-Ameríku.
Leikin voru merk tónverk af Sinfóníuhljómsveit-
inni, flutt var Háskólaljóð Davíðs Stefánssonar
og nýir stúdentar fengu afhent háskólaborgarabréf
sín svo að eitthvað sé nefnt.
Um kvöldið þann 7. október lauk svo hátíðinni
með hófi, sem Stúdentaráð efndi til í veitingahúsinu
Lido.