Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 4
4 STÚDENTABLAÐ eiga Islendingar brýnni hags- muna að gæta en nokkur önnur þjóð, af því að utanríkisverzlun þjóðarinnar er tiltölulega meiri miðað við íbúafjölda, en hjá öðr- um þjóðum. Sennilega væri auðveldara að svelta íslendinga með hafnbanni en nokkra aðra þjóð. I landinu eru aðeins til nokkurra vikna birgðir af eldsneyti og nauðsyn- legum matvælum. Stöðvist sigl- ingar til landsins, mundu híbýli fljótt kólna, bifreiðar og flugvél- ar stöðvazt, verksmiðjur loka og bæði kaupskipa- og fiskifloti þjóðarinnar liggja bundinn í höfn. Af þessum ástæðum eru lífshagsmunir íslenzku þjóðar- innar nátengdir þeim ríkjum, sem hafa yfirráð á Atlantshafi, í friði og ófriði. Til viðbótar við hernaðarlegar og viðskiptalegar röksemdir fyrir þátttöku íslands í vestrænu sam- starfi, verður að bæta menningu og hugsunarhætti. Yfirgnæfandi meiri hluti Islendinga getur ekki staðið með einræði og ófrelsi gegn lýðræði og frelsi. Það er með öllu óhugsandi. Þjóðin vill ekki horfa þegjandi á grannþjóð- ir sínar sameinast til að stöðva yfirgang og verja frelsi sitt, en láta sem hún sjái ekki, hvað er að gerast. Slíkt hlutleysi stappar nærri stuðningi við árásaröflin, enda mun einmitt það vaka fyrir sumum þeirra Islendinga, sem berjast mest fyrir hlutleysi lands- ins. Þessar eru þá höfuðröksemdir fyrir þátttöku Islendinga í vest- rænni samvinnu: 1) Landið hefur veigamikla, hernaðarlega þýðingu, sérstak- lega fyrir Atlantshafsríkin. Við göngum þessa götu, af því að við eigum heima við hana. Ef Is- larjd yrði skyndilega rifið úr þessum samtökum og gert hlut- laust, mundi það verða hnefa- högg í andlit nágranna okkar, ekki sízt Norðmana, sem byggja frelsi sitt, öryggi og friðarstarf á vestrænu samstarfi. 2) Þjóðin byggir líf sitt á um- fangsmiklum utanríkisviðskipt- um og eru hagsmunir hennar ó- aðskiljanlegir þeim þjóðum, sem Atlantshafið tengir saman. Sú regla hefur gilt um afkomu Is- lendinga frá dögum Gamla sátt- mála, og gildir enn, að stöðvist siglingar til landsins, mun neyð- in knýja á dyr. þjóðarinnar. Að berjast gegn þeim þjóðum, sem tryggja frjálsar og friðsamlegar siglingar um Atlantshaf norðan- vert, er sama og að berjast gegn lífshagsmunum Islendinga sjálfra. 3) Islenzk menning er grein á stofni vestrænnar menningar. Is- lendingar hafa tileinkað sér hug- sjónir frelsis og mannhelgi, og vilja ekki frá þeim víkja. I skjóli vestrænnar stjórnmálaþróunar eru Islendingar sjálfstæð og full- valda þjóð. Þeir óska ekki eftir örlögum Eista, Letta eða Lit- haugalendinga. 4 Á grundvelli þessara augljósu staðreynda mótuðu Islendingar afstöðu sína til styrjaldarinnar allt frá 1941. Á sama grundvelli hefur íslenzk utanríkisstefna þró- azt, síðan styrjöldinni lauk, og mun halda áfram að þróast í nánustu framtíð. Þessi stefna hefur notið stuðnings yfirgnæf- andi meiri hluta þjóðarinnar, og allar tilraunir til að hekkja henni, með stofnun nýrra flokka, baráttu fyrir kosningar og milli kosninga, hafa mistekizt. Frelsi Vesturlanda hefur gert Islendingum kleift að marka sér sjálfstæða utanrikisstefnu. I meira en öld hefur engin tilraun verið gerð til að knýja Islend- inga til herþjónustu, jafnvel þótt hinn frjálsi heimur hafi verið á barmi glötunar í átökum við nazismann. Stórveldin meðal ná- granna okkar hafa kallað varn- arlið sitt heim frá íslandi, þegar kröfum um það hefur verið fylgt eftir. Islendingar hafa leitt mál eins og landhelgismálið til sigurs gegn beinum og brýnum hags- munum hinna voldugu nágranna, og snúizt gegn þeim, á alþjóðleg- um vettvangi, til dæmis í ný- lendumálum, þegar þeim bauð svo við að horfa. Enginn efast um, að Island mundi verða hlut- laust, ekki síður en Kúba, ef meiri hluti þjóðarinnar kysi þá óraunhæfu stefnu. Slíkt frelsi smáþjóðar til að ráða örlögum sínum kann að virðast sjálfsagður hlutur, en svo er engan veginn. Smáríki, sem búa í nágrenni Sovétríkjanna, njóta ekki slíks frelsis. Urðu ekki Finnar að spyrja stjórnina í Moskvu um leyfi, áður en þeir gerðust aðilar að efnahagsbanda- lagi sjöveldanna? Var ekki höfuð- glæpur hinna ungv. frelsisvina 1956 að vilja gera Ungverjaland hlutlaust? Ursögn úr Varsjár- bandalaginu var ein aðalástæðan fyrir ofbeldi Rússa gagnvart Ung- verjalandi, ein höfuðákæran gegn leiðtogum Ungverja, sem ýmist voru teknir af lífi eða fangels- aðir. Um skeið hneigðust allmargir íslenzkir menntamenn að hlut- leysisstefnu og samvinnuslitum við vestrænar þjóðir. Þeir sögðu, að hlutleysi mundi ekki tryggja öryggi þjóðarinnar, gæti jafnvel kostað helming hennar lífið. Það mundu Islendingar þola, en menning þeirra, sál og sjálfstæði mundu ekki þola náið samstarf við nágrannaþjóðir okkar. Ára- tugur er liðinn, og erlent varnar- lið hefu dvalizt í landinu. Þó er erfitt að finna röksemdir fyrir því, að íslenzk tunga, menning eða sjálfstæði standi hallari fæti nú en 1949. Þegar þessar röksemdir ekki sannfærðu þjóðina, hófu kommúnistar virkari þátt í and- stöðunni og vörðu bæði fjár- munum og starfskröftum til að skipuleggja alls konar „hreyfing- ar“ í þeim tilgangi. Nú var slegið á þá strengi, að vegna herstöðv- ar Atlantshafsbandalagsins hér á landi mundi kjarnorkusprengjum verða varpað á mesta þéttbýli landsins og þar grandað tugþús- undum Islendinga. Þessi sprengjupólitík gegn ut- anríkisstefnu Islendinga hefur heldur ekki borið árangur. Is- lenzk yfirvöld hafa aðeins leyft nokkurn varnarviðbúnað í land- inu, en þess hefur verið og er vandlega gætt, að hér sé engin að- staða til árásar á aðrar þjóðir, sízt af öllu til kjarnorkuárása. Kjarnorkueldflaugar Atlantshafs- bandalagsins eru meðal annars á Bretlandi, en ekki Islandi. Kjarn- orkukafbátar hafa bækistöð í Skotlandi, en ekki á Islandi. Kj arnorkusprengjuflugvélar hafa stöðvar í mörgum löndum, en ekki á Islandi. Þess vegna er ekk- ert tilefni til kjarnorkuárása á Island og hverfandi líkur til að slíkar árásir verði gerðar. Hót- unin um þær er hins vegar hluti af hræðsluáróðri kommúnista um heim allan, sem er til þess gerður að buga Islendinga, fá þá til að lúta vilja heimskommúnismanns. Fyrir slíkum hótunum mega Islendingar ekki beygja sig. Ef til vill er hægt að blekkja einhverj- ar auðtrúa sálir til að skrifa að óathuguðu máli undir eitt eða annað, og túlka það sem mót- mæli. Þegar málin liggja skýrt fyrir, mun enn reynast svo, að yfirgnæfandi meiri hluti íslenzku þjóðarinnar er hlynntur vest- rænu samstarfi, og vill, að það beri árangur í friði og frelsi þjóð- anna. I því samstarfi eiga íslend- ingar vissulega að taka þátt.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.