Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 10
10
STÚDENTABLAÐ
BJÖRN MATTHÍASSON, stud. oecon.:
Námstilliögun
viö
bandarískan
háskóla
Ég hyggst hér í örfáum orðum
greina frá reynslu minni af
tveggja vetra dvöl við bandarísk-
an háskóla, og vil ég víkja nokk-
uð að þeirra frábrugðnu námstil-
högun í þeirri von, að við Islend-
ingar, og þá sérstaklega háskóla-
stúdentar, getum lært nokkuð af
henni.
Fyrst ber að greina frá því, að
próf þeirra eru tekin á öðrum
stigum í heildarnámsferlinum,
heldur en tíðkast hjá okkur.
Menntaskóla (high school) er
lokið, er nemendurnir eru 17 til
18 ára gamlir, þ. e. tveim árum
áður en við Ijúkum stúdents-
prófi. Að loknum menntaskóla
tekur við nám til B. A. prófs, sem
venjulega tekur fjögur ár. Ég tek
hér fram, að B. A. próf eða B. Sc.
próf ná til allra námsgreina. Titl-
arnir cand. mag., cand. jur. o. s.
frv. tíðkast ekki þar vestra. Að
B. A. prófi loknu, þá tekur við
eins til þriggja ára nám til M. A.
prófs. Sé aftur á móti stefnt beint
að doktorsgráðu, þá tekur það
3V2 til fimm ár. Venjulega eru
menn komnir með doktorsgráðu
28—30 ára gamlir, ef námsferill
þeirra er óslitinn.
Ég sagði hér að ofan, að
menntaskóla væri lokið tveimur
árum fyrr en hér. Ekki er þar
með sagt, að þeir séu þá búnir
að læra jafnmikið og er við tök-
um stúdentspróf okkar. Þeir
kunna miklu minna í málum en
við, en meira í stærðfræði og
þjóðfélagsfræðum. Fyrstu tvö ár-
in í háskólanum fara að mestu
leyti í að læra það milli himins
og jarðar, sem nemendum lízt
bezt á. Þeir eru ekki bundnir við
sérstakt fag, innritast ekki í sér-
staka deild og hlíta nær engum
reglum um námstilhögun utan
kröfu um ákveðin afköst. Algengt
er, að á þessum tveim fyrstu ár-
um, þá leggi nemendur stund á
sem allra ólíkastar greinir, og
fylgist með í almenna hlutanum
á fjórum til fimm greinum. Sami
nemandinn getur t. d. lagt stund
á almenna hlutann af efnafræði,
listasögu, stjórnfræði (political
science) og bókmenntum, og er
mjög algengt að sjá menn vinna
að svo mörgum óskyldum grein-
um í einu. Að loknum tveim ár-
um, þá eru menn skyldugir til að
velja sér aðalgrein og verður þá
venjulega fyrir valinu sú grein, er
nemandanum féll bezt í geð á
undanförnum tveim árum. Hin
síðari tvö ár fyrir B. A. próf er svo
lögð aðaláherzla á aðalgreinina,
en þó verja menn líka nokkrum
tíma sínum áfram í þær aðrar
greinir, er hugurinn leitar til.
Það sem fyrst og fremst ein-
kennir nám til B. A. prófs er, að
nemandinn er ekki einskorðaður
við eina deild. Þetta er augljós
kostur fram yfir okkar námstil-
högun við Háskóla Islands, þar
sem menn innritast í ákveðna
deild og voga sér ekki fyrir sitt
litla líf að drekka af vizkubrunni
annarra deilda skólans. Hinn ís-
lenzki háskólastúdent er, saman-
borið við þann bandaríska, of ein-
hæfur og menntaður á of þröngu
sviði. Menntun er ekki fólgin helzt
í því að drekka í sig allt, sem heyr-
ir undir eina deild, heldur að
kynna sér sem allra flestar hliðar
á mannlífinu og umhverfinu. Hinn
íslenzki raunvisindastúdent hefur
ekkert vit á bókmenntum, og
stúdent í humanistiskum fræðum
gæti ekki leyst dæmi í differen-
tialreikningi, þótt líf lægi við.
Annar höfuðókostur deildaskorð-
unarinnar er sá, að val nýstúd-
entsins á námsgrein er að nokkru
handahófskennt og án allrar
reynslu af hinni tilvonandi aðal-
námsgrein. I veg fyrir þetta væri
komið, ef menn kynntu sér al-
menna hlutann af fleiri en einni
námsgrein og veldu síðan úr.
Annað megineinkenni við nám
til B. A. prófs er aðhaldið. Enginn
kemst hjá því að læra og skila
fullum afköstum. ,,Pressan“ á
nemandanum er heldur þyngri, en
í menntaskóla hér á landi, og hef
ég aldrei séð eins mikið kúrt yfir
bókum eins og þar. Algengt var
við minn háskóla, að menn læsu
60 stundir á viku allan veturinn.
Hins vegar er ,,pressan“ að
nokkru frábrugðin því, sem hún
er hér. Þar er aldrei hlýtt yfir
í tíma, né tekið upp, eins og gert
er hér í menntaskólunum, og jafn-
vel í Háskólanum. I stað þess eru
notuð fyrirvaralaus skyndipróf,
sem taka 15—20 mínútur hverju
sinni, og eru haldin á tveggja til
þriggja vikna fresti. Annars er
nær eingöngu kennt með fyrir-
lestrum eða þá umræðum í „sem-
inar“ formi.
Deila má um, hvort slíkt aðhald
borgi sig. Mörgum fyndist, að
slíkt sé ekki akademiskum borg-
urum sæmandi. Þeir eru frjálsir
og eigi að vera óháðir klafa að-
haldsins frá hendi Háskólans. Hitt
er aftur víst, að skortur á eftir-
rekstri af skólans hálfu leiðir til
leti og skussaháttar í hvívetna við
skólann. Algengt er, að menn flýi
bugirnir eru áþreifanlegir, má
benda á, að eitt helzta vandamál
þeirra, sem innritast í lagadeild
Háskóla Islands, er að ná sér i
bækurnar, sem lesa á. Sumar
hverjar hafa verið ófáanlegar til
kaups í mörg ár og eru aðeins fal-
ar til láns, vegna góðmennsku
eigendanna.
Þetta dæmi heyrir að vísu ekki
undir kennslufyrirkomulagið
sjálft, en vaknar ekki sú spurn-
ing hvort eitthvað sé að því að
finna, þegar hægt er að nefna slík
dæmi.
Og ef við snúum okkur að
kennslunni — þá hvað um fyrir-
lestrana? Eru þeir árangursrík
kennsluaðferð? Gera þeir sitt
gagn? Menn geta sjálfir hugleitt
þessa spurningu, hver fyrir sig, en
ég leyfi mér að fullyrða, að þarna
sé einmitt stærsta og veigamesta
gallann að finna. Merginn
málsins. Fyrirlestrarnir, góðir
sem slíkir, skapa ekki þau tengsl
við lífið, sem af þeim er ætlazt.
Þeir eru ekki nógu raunhæfir til
að ná tilgangi sínum.
I Bandaríkjunum og á Norður-
löndunum t. d. miðast allt laga-
nám við að hafa það sem raun-
hæfast. Og það á einnig að vera
okkar takmark. Raunhæf verk-
efni ættu að vera til úrlausnar i
stórum stíl, jafnvel á kostnað hins
akademiska frelsis. Það ætti bein-
línis að skylda hvern og einn laga-
nema að leysa ákveðinn fjölda
þeirra á hverjum vetri.
Starf á lögfræðiskrifstofum
þyrfti að vera fastur liður í nám-
inu, en slíkur háttur á laganám-
inu þykir sjálfsagður erlendis. Þá
þyrftu umræður við prófessora að
vera meiri og nánari. I fyrirlestr-
um sínum ná hvorki prófessorar
til nemenda sinna, né nemendurn-
ir til þeirra, og myndu því smá-
fundir (t. d. round-table con-
ferences) í einhverri mynd koma
báðum aðilum að miklu gagni.
Hér er hvorki staður né rúm
fyrir frekari vangaveltur þessu
lútandi, og þetta eru aðeins
nokkrar tillögur af mörgum, sem
til greina geta komið.
Ágreiningur hlýtur ávallt að
vera um þessi mál, og það er ekki
ætlun mín að segja mér vitrari
mönnum fyrir verkum. Það er
síður en svo trúa mín, að þessar
hugmyndir og skoðanir séu öðrum
æðri. Það má ekki skilja þessa
hugleiðingu svo. Hún er aðeins
rödd, sem fengið hefur orðið.
En vonandi verður hún ekki
rödd hrópandans.