Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 9
STÚ DENTABLAÐ 9 ELLERT B. SCHRAM, stud. jur.: Það er mannlegur veikleiki að ala önn fyrir því, sem manni er hjartfólgið, halda hlífiskildi yfir því og bera í bætifláka fyrir gall- ana, jafnvel þótt þeir séu augljós- ir. Það ber hins vegar merki um mannlegan þroska, að horfast i augu við staðreyndirnar, gera sér grein fyrir meinbugunum, jafnvel að leita þeirra. Það er vísasti veg- urinn til að koma í veg fyrir þá — og til þess eru vítin að varast þau. Því ætla ég, með þennan rök- stuðning að bakhjarli, að leitast við að gera kennsluna í lagadeild og laganámið yfirleitt að um- ræðuefni mínu hér. Að vísu er það álitamál og viðkvæmt um leið, hvort rétt sé að hafa slík deildarmál að skotspæni í víð- lesnu stúdentablaði, en vert er að hafa í huga, að slíkt efni er ekki ætíð einkamál deildanna, og í trausti þess eru þessar línur skrif- aðar og betra er að veifa röngu tré en öngvu, segja sumir. Það er almennt og útbreitt álit, að lög og lögfræði sé fráhrindandi fræðigrein. Þær hugmyndir stafa þó naumast af öðru en vanþekk- ingu og ímyndun. Trúlega hafa allir þeir, sem laganám stunda eða hafa veruleg afskipti af lögunum, þar aðra skoðun á. Lögfræð- in er þvert á móti hin lífrænasta fræði- og vísindagrein. Hún stendur í nánum tengslum við mannlegt líf, þróun þess og fram- vindu. Þjóðfélagið er vettvangur hennar og því er það lífsnauðsyn laganáms, að það standi í fullu samræmi við þá þróun sem á sér stað í hinum einstöku þjóðfélög- um. Á það einnig við um okkar þjóðfélag og kemur þá til kasta lagadeildarinnar. Þetta er öllum ljóst, sem vit hafa á og bezt þekkja til. Það er svo hins vegar öllu óljósara hvort V_/| M lagadeildin er þessu hlutverki sínu vaxin, hvort þeim mönnum sem laganám stunda, sé gert kleift að fylgjast með þessari öru þróun. Árið 1911, þegar Háskóli Islands var stofnaður, var laga- skólinn lagður niður og lagadeild sett á fót innan Háskólans. Þá var tekin upp sú kennslutilhög- un, sem enn er ríkjandi. Síðan eru fimmtíu ár liðin. Á þessum fimmtíu árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þjóð- félagið hefur breytzt úr „tiltölu- lega frumstæðu bændaþjóðfélagi í margbrotið líf í þéttbýli og borg- um“. Á þessum fimmtíu árum hefur ný tækni gjörbreytt landi, lýð og lifnaðarháttum. En eftir þessi fimmtíu ár er námið í lagadeildinni enn í þeim skorðum, sem það var sett í við stofnun hennar. Vissulega hefur það sína kosti í för með sér, en vega þeir kostir upp á móti ágöll- unum? Er of sterkt til orða tekið að kalla þetta stöðnun? Eða getur það verið, að það fyrirkomulag, sem á var fyrir fimmtíu árum, geti enn uppfyllt þær kröfur, sem gerðar eru í dag. Sá möguleiki er auðvitað fyrir hendi, en þó harla ólíklegur og ekki sannfærandi. Theódór B. Líndal, prófessor, ritaði greinarstúf um lagadeildina í síðasta Stúdentablað. Þar segir m. a.: „Þróun þjóðfélagsins veldur því, að sumar greinir lögfræðinn- ar verða þýðingarmeiri en áður. Breytingin úr tiltölulega frum- stæðu bændaþjóðfélagi í áttina til margbrotins lífs í þéttbýli og borgum hlýtur að skapa ýmis vandamál, sem löggjöf og laga- nám verður að fást við. Ný tækni og virkjun tröllaukinna afla skap- ar og stórfellt vandamál á sviði laga og réttar. Líkur benda því til þess, að jafnvel sjálft embætt- isnámið hljóti að sérhæfast nokkru meira en verið hefur og þá einkum á þann veg, að nem- endur velji sérsvið og ljúki þar prófi, er veiti þeim nokkur sér- réttindi". Prófessor Líndal bendir hérna réttilega á, „að embættisnámið hljóti að sérhæfast“ í framtíðinni. En heyrir þetta framtíðinni til? Er þetta ekki einmitt verkefni líð- andi stundar? Er ekki þörfin fyr- ir sérmenntun þegar orðin knýj- andi? Tiltölulega lítill hluti þeirra kandidata, sem útskrifast úr laga- deildinni, gera lögfræðistörf bein- línis að atvinnu sinni. Og þeir sem það gera, leggja allflestir (eða þyrftu að gera, ef vel ætti að vera) út í dýrt framhaldsnám er- lendis til sérmenntunar. Nám erlendis víkkar vissulega sjóndeildarhringinn, en það er alls kostar óviðunandi, að slíkar námsferðir séu nauðsynlegar. Lög og lögfræði eru einmitt bundin við sérsvið, miðast einmitt við þarfir og kröfur hvers þjóðfélags fyrir sig. Því er það óeðlilegt, að lagakandidatar leiti utan til sér- menntunar. Slík menntun ætti að vera í verkahring okkar eigin lagadeildar, a. m. k. að einhverju marki. Ég sagði áðan, að tiltölulega lítill hluti lagakandidata gerði lögfræðistörf að atvinnu sinni. Hér er að vísu ekki stuðzt við ,,statistik“, en ég hygg þetta þó vera einróma álit þeirra, er til þekkja. Má benda á því til rök- stuðnings, að lagastúdentar á fs- landi eru hlutfallslega fleiri (og það miklu fleiri) en í nokkru hinna Norðurlandanna (sjá Úlf- ljót 2. tbl. XIV. árg., bls. 90). — Þetta hefur vakið undrun og ástæðu til að íhuga hvað valdi. Margar getgátur hafa verið uppi, en vafalaust er sú kenning rétt- ust, að allir þeir ungu menn, sem áhuga hafa fyrir þjóðfélagsfræði almennt, hefðu ekki í annað hús að venda — ef frá er talin hag- fræði (sbr. J. R. á fundi Orators f. m.). Þeir stúdentar t. d., sem áhuga hafa á stjórnmálum og hyggj- ast leggja út á þá braut, hugsa sig ekki tvisvar um, áður en þeir innritast í lagadeildina. Fyrir þann hóp og marga aðra, ætti að vera mögulegt, að sérmenntast meira en nú eru tök á. Sá mikli fjöldi stúdenta, sem leggur í laganám ár hvert, af þess- um ástæðum eða öðrum, hefur í för með sér stöðuga fjölgun í lög- fræðingastéttinni og veldur ýms- um nokkrum áhyggjum. Hafa þær raddir heyrzt, að gera þyrfti rót- tækar ráðstafanir til að hefta þessa „óeðlilegu“ fjölgun, jafn- vel að loka deildinni að mestu leyti. Þótt fordæmi hafa skapazt í Háskólanum og annars staðar fyrir slíku uppátæki, yrði varla stætt á því, enda naumast hag- kvæmt fyrir deildina. Hins vegar er þetta brýnt vandamál og ærin ástæða til að gefa því meiri gaum. Er það þá fyrst og fremst verk- efni lagadeildarinnar. Mætti jafnvel þyngja forpróf, hækka lágmarkseinkunnir og skapa meira aðhald með hraðari yfirferð. Mitt álit er þó að meiri sérhæfing í náminu mundi vera stéttinni fyrir beztu, duga bezt. Meðal laganema er námið og kennslan eðlilega tíðum gert að umræðuefni og í þeim hópi má alltaf heyra raddir óánægju og gagnrýni. Af hverju, sem þær raddir stafa, þá er hitt víst að þær eru bæði sjálfsagðar og gagn- legar. Á síðastliðnum vetri efndi félag laganema, Orator, til umræðu- fundar, og var fundarefnið „Er þörf breytinga á kennslufyrir- komulaginu?“ Margt bar á góma á þessum fundi og fróðlegustu tillögm- gáfu vísbendingu um, hve margt væri hægt að gera — til breytinga og bóta. Til marks um það hve mein-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.