Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 15
STÚ DENT ABLAÐ
15
X
HEIMSPEKI
Maðurinn reikar
um myrkvaða skóga
og sólhvíta sanda,
greinir ó milli
góðs og ills,
efnis og anda.
Stafa stjörnur
og steinar jarðar
gneistanda gliti.
Dœm þú varlega,
dauðlegur maður,
um línur og liti.
Geta glómskyggnir
glöpum valdið,
vélað vegtaman.
Til er hvorki
timi né rúm —
eilífð allt saman.
XI
ÚTSÝN
Þó hverful sé aldanna iða,
er útsýn fögur og loftið hreint.
Fró heiðni til hœrri siða
skal hugsunum vorum beint.
Sú löngun var lífi alin
að leita þess, sem er fegurst og bezt,
og því er með vilja valinn
só vegur, sem þroskar mest.
Er þeyrinn þýtur í björkum,
er þjóðinni allri gefið í skyn
að lóta sem mest af mörkum
við mannanna hrjóða kyn.
Þó landið sé kennt við klaka,
fer kraftur lífsins um gróandi svörð.
Úr djúpi dulinna raka
rís draumur um fegri jörð.
XII
VÖXTUR MEIÐSINS
Höldum vörð um helgilundinn.
Heiðra lífið, unga sveit.
Von þin öll er við það bundin,
vöxtur meiðsins, gœfustundin,
framtíð vor og fyrirheit.
Blekking öll skal burtu víkja,
bœn og starf og þekking ríkja,
andlegt frelsi, andleg rausn.
Þó mun vakin þjóðargleðin,
þó mun drópan mikla kveðin,
hugsjónanna Höfuðlausn.
Þegar berst að frœvu frymið,
fagnar stofninn, hœkkar limið.
Heyrið storminn, stjörnubrimið.
hátíðahalda stúdenta 1. desember 1961
★
Kl. 10.30:
Guðsþjónusta í Kapellu háskólans. Stud. theol.
Bolli Þór Gústavsson prédikar. — Séra Garðar
Þorsteinsson þjónar fyrir altari. Stúdentakór-
inn syngur. Stjórnandi Þorkell Sigurbjörnsson.
★
Kl. 14.00:
Samkoma í hátíðasal Háskólans.
1. Samkoman sett: Formaður hátíðanefndar,
Hörður Einarsson, stud. jur.
2. Aðalræða dagsins: Vestræn samvinna:
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
3. Strengjatríó leikur.
4. Erindi: Kjör og staða hins háskólamennt-
aða manns: Hákon Guðmundsson, hæsta-
réttarritari.
5. Ávarp: Form. SHÍ, Hörður Sigurgestsson,
stud. oecon.
★
Kl. 19.00:
Fullveldisfagnaður að Hótel Borg.
Hófið sett: Formaður SHÍ.
Borðhald.
Skemmtiþáttur.
Ræða: dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfr.
Dans til kl. 2 eftir miðnætti. — Hljómsveit
Björns R. Einarssonar.
Veizlustjóri: Jón E. Ragnarsson stud. jur.