Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 3
STÚ DENTABLAÐ 3 BENEDIKT GRÖNDAL, ritstjóri: ísland og vestrænt samstarf 1 Þegar rætt er um „vestræna samvinnu“, er átt við samtök frjálsra þjóða í Evrópu og Norð- ur-Ameríku til að verja frelsi sitt og stöðva yfirgang Sovétríkjanna og heimskommúnismans. I lok siðustu heimsstyrjaldar varð fljótlega ljóst, að Sovétríkin mundu ekki láta sér nægja að hrinda innrás nazista og endur- heimta fyrra land sitt, frið og öryggi. Þau kröfðust þess að halda algerum yfirráðum þeirra landa, sem þau höfðu fengið í sinn hlut með samningi Stalíns og Hitlers, Eystrasaltslöndum og stórum hluta Póllands og Rú- meniu. Þau seildust til valda út fyrir þau mörk og beittu hvers konar brögðum, löglegum og ó- löglegum, til að kollvarpa stjórn- kerfi þeirra rikja, sem þau náðu tökum á, og koma þar á lagg- irnar einræðisstjórn kommún- ista í nánum tengslum við Sovét- ríkin. Milljónir manna voru „þegjandi og hljóðalaust" inn- limaðir í sósíalismann, eins og það var orðað hér á landi. Valdaránið í Tékkóslóvakíu og fyrsta Berlínardeilan leiddu til stofnunar Atlantshafsbandalags- ins. Berlín var bjargað með loft- brúnni, og hefur kommúnisminn ekki unnið einn ferkílómetra lands í Evrópu, síðan þau sam- tök voru sett á laggirnar. Þá var sókninni beint að öðrum víg- stöðvum, þar sem minna var um skipulagða andspyrnu, og hefur hún óneitanlega borið geigvæn- legan árangur. Að vísu snerust Sameinuðu þjóðimar gegn kom- múnistum í Kóreu, stimpluðu þá sem árásarmenn og sameinuðust um varnir. Sú styrjöld endaði í þrátefli, og sneru kommúnistar sér þá að landvinningum í suð- lægari Asíulöndum. Meðan þetta gerðist, hafa þjóðir, sem standa að vestrænni samvinnu, leyst upp hina gömlu heimsveldisstefnu. Þær hafa veitt 42 ríkjum fyrrverandi nýlendu- þjóða fullt frelsi, en íbúar þeirra telja yfir 1000 milljónir. Þannig er ólíkt hafzt að austan járn- tjalds eða vestan. 2 íslendingar hafa öldum saman búið í einangrun og lítið vitað af styrjöldum næstu grannþjóða. Venja er að telja fjarlægðina yfir hafið orsök þessarar einangr- unar, en sú skýring er ekki með öllu rétt. Þegar stjórnleysi ríkti á Atlantshafi, sigldu ræningjar upp með ströndum landsins, drápu fólk eða fluttu á brott, rændu og gerðu margs konar ó- skunda. Þá fyrst fékk þjóðin frið, er Bretar höfðu tryggt sér alger yfirráð á hafinu, upprættu sjórán að mestu og brutu á bak aftur tilraunir annarra til að seilast til ráða yfir Atlantsálum. Bretar sáu ekki ástæðu til áð amast við frið Islendinga. Reyndi á þetta, er þeir og Danir áttu í striði á dögum Napóleons og siglingar milli Danmerkur og Is- lands voru stöðvaðar. Islendingar voru þá lögum samkvæmt fjand- menn Bretaveldis, en þeir undan- skildu Islendinga þeirri kvöð og veittu þeim fyllstu hlunnindi hlutlausra rikja. Herskip þeirra sigldu til Islands, fjarlægðu Jör- und hundadagakonung, en sáu ekki ástæðu til að leggja landið undir sig. Friður Islands i skjóli brezka flotans stóð í 120 ár enn. I þessu skjóli lýstu íslendingar yfir ævarandi hlutleysi 1918, og var það vissulega í samræmi við vilja þjóðarinnar og aðstæður á þeim tíma. Þó gerðu ýmsir ráða- menn sér þá þegar ljóst, að lítil vörn mundi verða í slikri yfir- lýsingu, ef aðstæður breyttust og stórveldi fengju mátt til að seil- ast til landsins. Svo fór þegar í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Þá hafði kafbátatækni fleygt fram, og flugið var komið til sög- unnar. Flotaveldi Breta og banda- manna þeirra manna þeirra dugði ekki lengur til að halda yfirráð- um og friði norður fyrir Island. Þýzkir nazistar höfðu hug á að leggja Island undir sig, bæði til að styrkja aðstöðu sína í orrust- unni um Atlantshaf, og eignast þar stökkpall í styrjöld við Bandaríkin. Sérstaklega lögðu yfirforingjar þýzka flotans að Hitler að láta til skarar skríða, en hann vildi jafnan ljúka öðr- um verkefnum fyrst, innrásinni i Bretland, sem aldrei varð, og sigri yfir Sovétríkjunum, sem ekki varð heldur að veruleika. Bretar sáu þá hættu, sem vofði yfir Islandi. Þeir höfðu les- ið kenningar herlandafræðing- anna í Múnchen, Karls Haus- hofer og fylgismanna hans. Það var Haushofer, sem sagði hin frægu orð, að Island væri eins og skammbyssa, sem stöðugt er miðað á Bretland, Bandarikin og Kanada. Winston Churchill tek- ur þessi orð upp í endurminn- ingum sínum, enda var honum sannleiksgildi þeirra vel ljóst. Þegar brezkir hermenn réðust inn í Island 1940, var einangrun og hlutleysi landsins raunveru- lega lokið. Þá urðu ein mestu þáttaskil í sögu Islendinga. Þýðing Islands er í dag hin sama og áður. Þrátt fyrir kjarn- orkuvopn og hugsanlegt kjarn- orkustríð, búa stórveldin sig einnig undir átök með öðrum vopnum, þar á meðal kafbátum. I stað Þjóðverja eru Sovétríkin nú hið ríkjandi afl á meginlandi Evrópu, og þau hafa búið sig undir að berjast við strandríki Atlantshafsins á sama hátt og nazistar gerðu: með kafbátum. I þeim tilgangi hefur Rauði flot- inn komið sér upp rúmlega 500 kafbátum, sem er tífalt meiri floti slíkra skipa en nazistar höfðu í upphafi síðustu heims- styrjaldar. Siðan kafbátar tóku að bera eldflaugar með kjarn- orkusprengjum, hefur siglinga- leiðin um Norður-Atlantshaf, báðum megin við Island, fengið stóraukna þýðingu. Af þessu er ljóst, að ísland getur ekki horfið aftur til fyrri einangrunar. Landið mundi aldrei látið afskiptalaust í styrj- öld, og þvi er tilgangslaust með öllu að hugsa um hlutleysi þess. Slíkt hlutleysi er sama og tilboð til aðila nýrrar styrjaldar um að þreyta kapphlaup um, hvor fyrr verði að leggja Island undir sig. Slíkt kapphlaup hlyti að leiða til vopnaðra átaka í landinu sjálfu með augljósum afleiðingum fyrir líf og öryggi borgaranna. 3 Þegar litið er á hernaðarlega þýðingu Islands, er um að ræða þá þýðingu, sem landið hefur fyrir vöm eða sókn annarra ríkja í hugsanlegum ófriði. öryggi Is- lendinga sjálfra fer eftir þróun þeirra mála. Hins vegar er Atl- antshafið þjóðleið milli landa og heimsálfa, og flytja þúsundir kaupskipa varning þjóðanna stranda á milli. I því sambandi

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.