Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 21

Stúdentablaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 21
STÚDENTABLAÐ 21 Framhald af bls. 1 8 sumarfagnað að Hótel Borg, var þar góður fagnaður. Á þessum fagnaði voru mættir flestir formenn stúdentaráðs frá upphafi, en þeir höfðu komið sam- an fyrir fagnaðinn í tilefni af 40 ára afmæli SHÍ. Þennan sama dag sáu stúdentar um dagskrá i Ríkisútvarpinu. í undirbún- ingsnefnd þeirrar dagskrár voru: Ing- ólfur Guðmundsson, stud. theol., Gylfi Baldursson, stud. philol., Vilborg Svein- bjarnardóttir, stud. philol., og Jakob Þ. Möller, stud. jur. Nýir prófessorar Cand. mag. Þórhallur Vilmundarson hefur verið skipaður prófessor í íslenzk- um fræðum. Cand. med. Tómas Helgason hefur verið skipaður prófessor í læknisfræði. Cand. oecon. Árni Vilhjálmsson hef- ir verið skipaður prófessor í viðskipta- fræðum. Formannaróðstefnur voru 3 á árinu. Sú fyrsta fór fram i Helsinki 17. og 18. des. Hana sóttu fyrir hönd stúdentaráðs Hörður Sig- urgestsson, stud. oecon., formaður ráðsins, og Halldór Halldórsson, stud. med. Önnur ráðstefnan var í Uppsölum 9.-13. maí og sóttu hana Hörður Sig- urgestsson og Grétar B. Kristjánsson, stud. jur., sem hélt áleiðis til Júgóslavíu í boði stúdentasambands þarlendra að formannaráðstefnunni lokinni. Þriðja formannaráðstefnan var haldin hér í Reykjavík fyrstu vikuna í október. Þá ráðstefnu sóttu 7 fulltrúar frá Norðurlöndum, tveir frá hverju landi nema Noregi, þaðan kom einn, auk íslenzku fulltrúanna. Auk þess komu hingað meðan á ráðstefnunni stóð Joyti Singh, aðalframkvæmda- stjóri COSEC og Richard Rettig, fyrrv. form. Bandaríska Stúdentasambands- ins. Doktorsvörn Ein vörn fyrir doktorsnafnbót í heimspekideild fór fram á árinu. Þann 7. janúar varði Finnbogi Guðmundsson ritgerð sína, Hómersþýðingar Svein- bjarnar Egilssonar. Andmælendur voru dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor, og dr. Jón Gíslason, skólastjóri. Fyrirlestur Próf. Hans Kuhn frá Háskólanum í Kiel, er hér var viðstaddur Háskóla- hátíðina til að taka á móti heiðurs- doktorstitli sínum, notaði jafnframt tækifærið til að flytja fyrirlestur, er nefndist: „Um stafsetningu í Konunga- bók Sæmundar Eddu“. Fyrirlesturinn var vel sóttur og kunna stúdentar hon- um beztu þakkir fyrir fyrirlestur þennan. Nýstúdemar að þessu sinni eru 194 að tölu. Flest- ir eru í læknadeild, 42, þá næst í B. A. 29. Heimspeki fékk 27, viðskiptafræð- in gómaði 25 stykki; íslenzka og lög- fræði sitt sautjánið hver. Verkfræði hlaut 14, efnafræði 9, tannlækningar 8, lyfjablöndun 4, og teólógían 2. Er- lendir stúdentar í íslenzku eru 17. Viðskiptodeild hélt nýlega upp á 20 ára afmæli sitt með hófi í Herðubreið.. Við það tæki- færi afhjúpaði Höskuldur Jónsson fjallaref þann, er í framtiðinni á að vera helgigripur og átrúnaðargoð deildarinnar. Flutti hann við það tæki- færi ræðu eina skörulega, er væntan- lega verður birt hér í blaðinu einn góð- an veðurdag. Svo er auðvitað ekki að spyrja að því, að lærisveinar hinnar döpru vísinda gerðu sér glaðan dag fram eftir nóttu, en af því kunnum vér því miður ekki nánari fréttir.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.