Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 5
In memoriam
Kristinn
Ármannsson,
rektor
Kristinn Ármannsson, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykja-
vík lézt 12. júní síðastliðinn.
Kristinn Ármannsson var fæddur 28. september 1895 á Saxhóli
á Snæfellsnesi. Faðir hans var Ármann Jónsson bóndi þar og síðar
skipasmiður í Reykjavík og móðir hans Katrín Sveinsdóttir. Krist-
inn varð stúdent frá M. R. 1915 og hóf síðan nám í Kaupmanna-
hafnarháskóla og lagði stund á grísku, latínu og ensku og lauk
cand-mag prófi 1923. Sama haust gerðist hann kennari við Mennta-
skólann í Reykjavík og varð rektor skólans haustið 1957 og gegndi
því til 1. sept 1965.
Auk þessara starfa var Kristinn lektor í grísku við Háskóla íslands
frá 1925 og í latínu frá 1952 og gegndi þeim störfum áfram s. 1. ver-
ur. Kristinn Ármannsson var einn mestur og margfróðastur lærdóms-
maður sinna samtíðamanna hér á þau klassísku fræði, sem voru sér-
grein hans, grísk og latnesk málfræði og bókmenntir.
„Þökk verður aldrei tjáð þannig, að sérhver velgerningur hljóti
sína umbun. — Þakkaskuldin er. — En í trausti þess, að Guð greiði,
af náð sinni, það sem menn fá ekki goldið, er ljúft að votta látnum
öldungi þakklæti og vandamönnum samúð.
Kristinn Ármannsson hefur þökk guðfræðinema fyrir ágæta
fræðslu og staka prúðmennsku. Hann var ávallt velunnari nemenda
sinna, vakti virðingu og áminnti með fágaðri framkomu.
Mikill fengur var í þekkingu Kristins, en sú blessun er meiri að
hafa kynnzt honum.
Vér sjáum þess vegna sóma vorn að varðveita minningu Kristins
Ármannssonar. Minningin auðgar, eins og þau kynni, sem menn
höfðu af honum. Með Kristni er raunar genginn einn þeirra manna
sem eiga heiður, þökk og virðingu samferðamanna. Líf hans bar
þess vitni, að hann var í senn menntafrömuður og göfugmenni".
5
STUDENTABLAÐ