Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Page 12

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Page 12
leiðir eðlilega til þess, að þeim hund- leiðist í kennslustundunum, koma úr þeim bæði reiðir og leiðir og skella skuldinni á kennsluna sjálfa, og þeim finnst, af eðlilegri og með- fæddri minnimáttarkennd Islend- inga, að þetta hljóti að vera allt ann- að í þeim góðu Utlöndum. En sökin er ekki öll hjá stúdentum. Kennslu- form, sem að áliti nemenda er bæði úrelt og óhæft, getur aldrei leitt til góðs. Fyrirlestrarformið er með öðr- um orðum sniðið fyrir fólk á öðru þroskastigi en það, sem stundar nám við Háskóla Islands. Þetta er þó eng- in móðgun við íslenzka stúdenta, því að það er nú einu sinni staðreynd, að mjög margir erlendir háskólar hafa horfið frá því að nota fyrirlestra- kennslu eingöngu. Siminar æfingar, þar sem stúdentar fi verkefni til að vinna úr heima og verða svo að skýra öðrum stúdentum frá niður- stöðu sinni, njóta æ meiri viðurkenn- ingar við háskóla, og það hlýtur ein- faldlega að stafa af því, að það er að- ferð, sem betur hentar andlegu á- standi stúdenta. Eðlilega eru próf- essorar misgóðir fyrirlesarar, enda er það svo, að stúdentar ræða sín á milli um suma prófessora af óvild, sem meira á skylt við hatur en vanþókn- un, á meðan þeir svo hossa öðrum til skýjanna. Reyndar vil ég til gam- ans geta þess, að ég hef nýlega séð í norsku blaði mjög harðorða grein um kennslufyrirkomulag og kennslu við Háskóla Islands, svo að ætla má, að vandlæting stúdenta eigi við ein- hver rök að styðjast, því að glöggt er jafnan gestsaugað. Eg hef átt mörg persónuleg við- töl við menntamenn, sem hafa for- framazt erlendis, og satt að segja eru þeir margir sammála íslenzkum stúdentum í meginmáli. Sumir taka aftur á móti dýpra í árinni og vilja halda því fram, að Háskólann ætti að leggja niður sem snarast, og raun- ar alla skólastarfsemi á landinu, þar sem hún miði ekki að öðru en því, að gera þjóðina ólæsa og óskrifandi. Þetta er vissulega harður dómur, og væri betur, að hann hefði við sem minnst rök að styðjast. Mín persónu- lega skoðun er sú, að skólamál séu í ólestri um þessar mundir, en margt stendur þó til bóta. Það ætti að vera nokkurn veginn augljóst mál, að Há- skóli Islands er ekki einangrað fyrir- bæri, sem getur þróazt til góðs eða ills án nokkurra tengsla við það, sem miður eða vel fer innan þjóð- félagsins. Sé það svo, að innan þess sé ríkjandi embættismannaspilling, má vel vera, að eitthvað sé hæft í máli þeirra stúdenta, sem halda því fram, að prófessorar við Háskóla ís- lands geri ekki annað en sitja í sín- um stólum og hirða kaupið sitt og lesa yfir stúdentum langhunda, jafn- vel prentaðar bækur, sem þeir hafa samið fyrir mörgum árum, og eru löngu komnar úr öllu samhengi við viðkomandi vísindagrein, eins og hún er iðkuð við erlenda háskóla. Sé það aftur á móti svo, að innan þjóðfélagsins ríki heiðarleiki og framfaravilji hjá embættismönnum, er ekki nokkur ástæða til að ætla, að prófessorar séu á nokkurn hátt undantekning frá því. Þá er meira að segja ástæða til að ætla, að stúd- entar, sem halda slíku fram, séu al- varlega sálsjúkir og eigi heima á allt annarri stofnun en háskóla. Mér er fyllilega ljós vanmáttur minn til að leggja fram raunhæfar, sundurliðaðar tillögur um eflingu Háskólans. Það er vandasamt verk og einungis á færi sérfróðra manna. Eg þykist þess reyndar fullviss, að hjá landsstjórn og háskólayfirvöld- um sé ríkjandi áhugi á þessu máli og tel ég, að það sé vel. En Háskólinn verður aldrei efldur, ef skólamál landsins og andlegt ástand þjóðar- innar er í ólestri. Ef svo er, sem er grunur margra stúdenta, að í Háskól- anum sé ekki allt sem skyldi, liggja rætur meinsins langt út fyrir veggi byggingarinnar við Suðurgötu og Hringbraut. Við Islendingar höfum lengi af- sakað allar okkar misfellur með smæð okkar og fátækt. Satt er það, við erum fáir, en um fátæktina er ég ekki eins viss. En ég er viss um að fæð okkar og smæð, nægir ekki til að afsaka ástandið í Háskóla Islands, ef allt það, sem stúdentar segja er satt og rétt. Það er von mín, að stjórnarvöld og háskólayfirvöld geri alvöru úr því að efla Háskólann. Reyndar eiga Islendingar oft erfitt með að horf- ast í augu við hlutina eins og þeir eru, en ég tel það mjög mikilvægt, að sá, sem ætlar sér að lyfta Grettis- taki við eflingu Háskólans, geri sér fulla grein fyrir ástandinu eins og það raunverulega er, sá, sem geng- ur að því verki með róslituð gler- augu, er ekki vænlegur til afreka. En auðvitað er full ástæða til að vera bjartsýnn, því að Islendingar eru uppgangsþjóð og miklir unnendur vísinda og lista. Þegar ritnefnd Stúdentablaðsins bað mig segja hug minn allan um nám á Islandi, var ég fyrst dálítið hik- andi. Að sjálfsögðu byrjar maður snemma að gera sér ýmsar hugmynd- ir um fólk og siði í öðru landi, en honum finnst þó erfitt að meta gildi þeirra. Hve margar eru öðrum at- hyglisverðari, og hve margar eru að- eins persónuegar? Enda er ógerlegt að hafa fullmótaðar skoðanir um land og þjóð eftir einungis 7 vikna dvöl á Islandi. Af þessu leiðir, að lesendur mega ekki taka margt af því, sem hér verður sagt, of alvar- lega. Samt er það ánægjulegt að geta notað þetta tækifæri til að láta í ljós sumar hugsanir um Iand, sem hefur heillað svo marga erlenda stúdenta. Island virðist ekki sérstaklega að- laðandi, þegar maður stígur niður úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli klukkan 1 um nótt, og stormur og rigning lemja andlit manns. En þó Erik Simensen: Erlend viðhorf breytist veðrið fljótt. Um morgun- inn vaknar maður ef til vill við, að sólin skín í augun hans, úti er lygnt, og gæsir spóka sig í grasvellinum framan við húsið. Þetta væri tákn- rænt fyrir íslenzka veðráttu og mörg önnur fyrirbæri, þar sem gagnstæður eru stærri en í mörgum öðrum lönd- um. Hér líður ekki langt á milli storms og kyrrviðris, milli kulda og hita (hvað annað land hefur t. d. þvílíkar laugar og Island?), milli nútíma stórborgarlífs og venjubund- ins sveitalífs, þó að hið síðarnefnda hafi breyzt mjög á síðustu áramg- um. Ætli það séu ekki meðal annars þessar gagnstæður, sem hrífa út- lendinga? Fyrir skemmstu gekk vetur í garð. Eins og önnur Norðurlönd fagnar Island oft gestum sínum með veður- fræðilegum kulda (sem annars er ekki eins slæmur og menn hugsa sér). En gesturinn finnur fljótt, að þrátt fyrir þennan kulda felst mikil mannleg hlýja í landinu. Sem stúd- STÚ DENTABLAÐ 12

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.